Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

68. fundur 17. maí 2000 kl. 13:00 Kaffi krókur, Sauðárkróki

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 68 – 17.05.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 17. maí kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar að Kaffi Krók Sauðárkróki.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Helgi Thorarensen, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen.

            Auk ofangreindra sátu fundinn frá landbúnaðarnefnd Bjarni Egilsson, Símon Traustason og Sigurður Haraldsson.

            Gestir fundarins voru: Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Ólafur Arnalds, Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, Bjarni Maronsson starfsmaður Landgræðslunnar, Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt og Þorsteinn Sæmundsson frá Náttúrustofu.

 

DAGSKRÁ:

       1.  Verndun Orravatnsrústa.

 

AFGREIÐSLUR: 

Stefán Guðmundsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega gesti, og gaf Ólafi Arnalds orðið.

Ólafur gerði fundarmönnum grein fyrir því náttúrufyrirbrigði sem Orravatnsrústir eru og verðmæti þeirra í náttúrufræðilegu tilliti. Í máli Ólafs kom fram að hann telur mjög nauðsynlegt að friða þetta svæði fyrir a.m.k. ágangi búfjár. Að loknu yfirlitserindi Ólafs var til hans beint mörgum fyrirspurnum frá fundarmönnum.

Sveinn Runólfsson tók til máls, þakkaði fyrir fundinn og gerði að umtalsefni landgræðslumál almennt. Gerði hann og lauslega grein fyrir starfsemi Rala og því helsta sem á döfinni er í gróðurverndarmálum almennt. 

Sigurgeir Þorgeirsson ræddi almennt um landgræðslu, búvörusamning, lög um búfjárhald og samskipti manns og náttúru. 

Í fundarlok urðu almenn skoðanaskipti um landnýtingu og landvernd. Þá lýstu flestir ánægju sinni með fundinn og töldu hann mjög gagnlegan m.t.t. framtíðar.

Um kl. 1500 sleit Stefán Guðmundsson fundi, þakkaði gestum komuna og óskaði þeim góðrar heimferðar.

 

Fleira ekki gert.

 

Árni Egilsson                                                             Jón Örn Berndsen

Sigrún Alda Sighvats                                                Hallgrímur Ingólfsson

Helgi Thorarensen                                                     Bjarni Egilsson

Stefán Guðmundsson                                                Símon E. Traustason                                                                 Sigurður Haraldsson