Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

65. fundur 03. maí 2000 kl. 13:00 - 15:43 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 65 – 03.05.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 3. maí kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað, Hallgrímur Ingólfsson, Óskar S. Óskarsson, Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Byggingarsvæði aldraðra á Sauðárhæðum - fornminjar.
  2. Búhöldar húsnæðissamvinnufélag - samþykktir.
  3. Áki við Sæmundargötu - byggingarframkvæmdir.
  4. Vatnsveita Skagafjarðar - bygging vatnstanks fyrir vatnsveituna í Hofsósi.
  5. Bjarkarlundur Hofsósi - utanhússklæðning.
  6. Íbúðarhúsið Útvík - utanhússbreytingar.
  7. Dögun við Hesteyri - viðbygging.
  8. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri í Glaumbæ og Hjörleifur Stefánsson frá Þjóðminjasafni Íslands gerðu grein fyrir þeim fornminjum sem fundust á Sauðárkróki fyrir skömmu. Það kom fram að Þjóðminjasafnið vill fá að skoða staðinn betur áður en haldið verður áfram jarðraski ofan götunnar. Fram kom að þar gæti verið um viku vinnu fyrir tvo starfsmenn að ræða, ásamt því að skila greinargerð. Málið rætt frá ýmsum hliðum og tæknimönnum sveitarfélagsins falið að fylgjast með málinu.

 

2. Samþykktir Búhölda Húsnæðissamvinnufélags. Miklar umræður urðu um málið í heild og ekki síst samskipti Skagafjarðardeildar Búmanna við Búmenn hsj. vegna bréfs dags. 2. maí 2000 undirritað af Reyni Ingibjartssyni. Fram kom eftirfarandi tillaga:

"Umhverfis- og tækninefnd beinir því til Byggðarráðs að kallaðir verði saman allir þeir aðilar sem koma að byggingamálum aldraðra á Sauðárhæðum. Málið hafi forgang".

Samþykkt með 3 atkv. tveir sátu hjá.

 

3. Farið yfir teikningar af breytingum á húsnæði Áka hf. að Sæmundargötu 1a á Sauðárkróki. Teikningar gerðar af Arkitekt Árna dags. í apríl 2000. Framkvæmdum er lokið. Jóni Erni falið að ganga frá málinu.

 

4. Vatnstankur fyrir Vatnsveitu Skagafjarðar í landi Engihlíðar við Hofsós. Teikningar gerðar af Stoð ehf. Nefndin samþ. framkvæmdina svo fremi að öll leyfi liggi fyrir.

 

5. Bjarkarlundur Hofsósi. Sótt er um að klæða húsið utan. Erindið samþykkt.

 

6. Íbúðarhús Útvík. Sótt er um leyfi fyrir útlitsbreytingu (glugga) á vesturhlið hússins. Erindið samþykkt.

 

7. Umsókn Dögunar ehf. um að byggja norðan við verksmiðjuhús fyrirtækisins í sundinu milli Sandbúðar og húss Dögunar. Fyrirliggjandi eru teikningar gerðar af Arkitekt Árna dags. í apríl 2000. Samþykkt að fela byggingarfulltrúa að kynna framkvæmdina fyrir hlutaðeigandi aðilum. Einnig sækir Dögun ehf. um að því verði úthlutað lóð til geymslu á veiðarfærum o.fl.  Samþykkt að skoða málið.

 

8. Önnur mál.

a)      Umsókn Ferðaþjónustunnar á Hólum í Hjaltadal um vínveitingaleyfi til sex mánaða. Nefndin samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

b)      Ingibjörg spurði hvort ekki ætti að halda áfram að veita viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir, garða, sveitabæi og opinberar byggingar í héraðinu. Nefndin tekur jákvætt í málið.

 

Í upphafi fundar bauð formaður nefndarinnar Sigurð Ingvarsson velkominn til starfa hjá sveitarfélaginu.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1543.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Sigrún Alda Sighvats                                                Sigurður H. Ingvarsson

Ingibjörg Hafstað                                                      Óskar S. Óskarsson

Gísli Gunnarsson

Örn Þórarinsson