Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

59. fundur 16. febrúar 2000 kl. 14:00 - 16:47 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 59 – 16.02.2000

 

            Ár 2000, miðvikudaginn 16. febrúar kl. 14 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar G. Jónsson, Jón Örn Berndsen og Óskar S. Óskarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Aldamótaskógar.
  2. Umsóknir um laus störf.
    2.1.Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.
    2.2.Tæknimaður á tæknideild.
  3. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum.
    3.1.Götunöfn.
    3.2.Byggingarskilmálar og samþykktir Búmanna.
  4. Hofsós - skipulagsmál.
  5. Akurhlíð 1, Sauðárkróki.
  6. Ægisstígur 7 - bílgeymsla.
  7. Umsókn um byggingarlóð fyrir reiðskemmu.
  8. Önnur mál.

 

Stefán Guðmundsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og gesti.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Aldamótaskógar - Á fundinn komu Ragnheiður Guðmundsdóttir og Sigurjón Gestsson fulltrúar Skógræktarfélags Skagfirðinga.  Rætt var bréf Skógræktarfélagsins til byggðarráðs dags. 20. jan. 2000 og vísað var til umhverfis- og tækninefndar.  Þar óskar Skógræktarfélagið eftir landi undir svokallaðan Aldamótaskóg.  Fram kom að land undir svokallaðan Aldamótaskóg sé ekki minna en 30 ha. Tekið jákvætt í erindið og samþykkt að afgreiða það á næsta fundi.  Sigrún Alda Sighvats vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.

 

2. Umsóknir um laus störf.

2.1. Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.

       Eftirtaldir sækja um starfið:

       Björgvin J. Sveinsson, Sauðárkróki

       Gísli Víðir Björnsson, Sauðárkróki

       Ólafur Þorbergsson, Sauðárkróki

       Sigurður H. Ingvarsson, Sauðárkróki

       Steini Kristjánsson, Blönduósi

       Valdimar Bjarnason, Sauðárkróki

Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi gerði tillögu um að Sigurður H. Ingvarsson verði ráðinn í starfið - samþykkt.

Ingvar G. Jónsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa liðar.


2.2. Starf tæknimanns á tæknideild.

       Engin umsókn barst um starfið - Hallgrími falið að leita að manni í starfið.

 

3. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum.

3.1. Ákveðið að fresta afgreiðslu götunafna til næsta fundar.

3.2. Farið yfir byggingarskilmála svæðisins og samþykktir búmanna.

 

4. Hofsós - skipulagsmál - rætt um stöðu málsins. Ákveðið að funda um málið nk. mánudag 21. feb. kl. 1500.

 

5. Akurhlíð 1 - Tillaga Snorra Styrkárssonar og Ingibjargar Hafstað í sveitarstjórn 1. febrúar sl. tekin fyrir.  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir eftirfarandi: "Umhverfis- og tækninefnd getur ekki fallist á að breyta veglínu Sæmundarhlíðar gegnt versluninni Hlíðarkaup hf. Nefndin áréttar gildandi skipulag á svæðinu og óskar eftir því við eigendur Hlíðarkaups að þeir gangi frá bílastæðum sunnan við verslunina í samræmi við samþykkta byggingarnefndarteikningu 27.10.1981.  Umsókn um stækkun á versluninni til norðurs um allt að 15 m. er nú til afgreðslu hjá nefndinni og felur hún byggingarfulltrúa að kynna þá umsókn hlutaðeigandi nágrönnum.  Frágangi lóðarmarka Akurhlíðar 1 að vestan og Brennihlíðar 1, 3 og 5 að austan er nauðsynlegt að ljúka og er umhverfis- og tækninefnd tilbúin að koma að lausn þess máls."

Hallgrímur Ingólfsson vék nú af fundi.

 

6. Ægisstígur 7 - bílgeymsla.  Einar Örn Einarsson og Sigríður Stefánsdóttir sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni.  Framlögð teikning gerð af Guðmundi Þ. Guðmundssyni dagsett í júní 1999. Byggingarfulltrúa falið að leita umsagnar nágranna.

 

7. Umsókn um bygginarlóð fyrir reiðskemmu.  Þórarinn Sólmundarson og Sveinn Guðmundsson sækja um lóð fyrir reiðskemmu á félagssvæði hestamannafélagsins Léttfeta í Flæðagerði.  Umsóknin er f.h. stjórnar Hestamiðstöðvar Íslands. Samþykkt að setja málið til skipulagslegrar vinnslu.  Jóhann Svavarsson leggur fram eftirfarandi tillögu:

"Í tengslum við uppbyggingu á athafnarsvæði Hestamannafélagsins Léttfeta og Hestamiðstöðvar Íslands á Flæðigerði samþykkir umhverfis- og tækninefnd að gera umhverfisskipulag á svæðinu sem markast af aðliggjandi svæðum flugvallar að austan, friðlýsingarmörkum að sunnan og fyrirhuguðu tjaldstæðaskipulagi og bæjarmörkum að vestan.  Um málið verði teknar upp viðræður við Flugmálastjórn og Hestamiðstöð Íslands um fjármögnun verksins.  Haft verði samráð við Náttúrustofu Norðurlands vestra um skipulag verksins.  Borgarmýrar, Áshildarholtsvatn, Strandsvæðið frá bæjarmörkum og austur að ósi Héraðsvatna er margbrotin náttúrufarslega samfella sem býr yfir fjölbreyttu náttúrufari svo sem búsvæðum fjölmargra fuglategunda og fjölbreyttu lífríki tjarna og vatnakerfa á svæðinu.  Náttúrulegt gróðurfar votlendissvæðisins er fjölbreytt og þarf að friða þá hluta þess sem taldir hafa náttúrufarsleg verðmæti, fyrir ágangi búfjár.  Í skipulaginu verði afmörkuð þau beitarhólf sem nauðsynleg eru fyrir starfsemi er tengist athafnarsvæði hestsins.  ennfremur þarf að tengja í skipulaginu fyrirhuguðu tjaldstæði við Áshildarholtshæð.  Athafnasvæðinu með gangstígum og

reiðvegum. Svæðið mætti nota til kennslu í náttúrfræði í grunnskólum Skagafjarðar þegar greiningu náttúrufars þess verða lokið".

Afgreiðslu frestað.

 

8. Önnur mál.

8.1. Umhverfis- og tækninefnd tilnefnir Stefán Guðmundsson í viðræðunefnd við Landsvirkjun, um uppbyggingu vegar á Mælifellsdal samkvæmt samningi varðandi virkjun Blöndu.

8.2. Ingvar Gýgjar vakti athygli á skipulagi hálendisins og þeim mörkum sem þar eru tilgreind.

8.3. Jóhann Svavarsson leggur fram svohljóðandi bókun vegna Akurhlíðar 1:

"Ég tel færslu Sæmundarhlíðar til austurs forsendur þess að umferðaröryggi verði tryggt vegna starfsemi sem fram fer í Versluninni Hlíðarkaup við Akurhlíð 1".

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1647.

 

Stefán Guðmundsson                                                Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                         Óskar Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Gísli Gunnarsson

Jóhann Svavarsson