Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

43. fundur 22. september 1999 kl. 14:00 - 16:45 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 43 – 22.09.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 22. september kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, Ingvar G. Jónsson og Óskar Óskarsson.

 

DAGSKRÁ:

  1. Furuhlíð 5, Sauðárkróki - sótt um leyfi til að byggja yfir svalir.
  2. Sótt um leyfi til reiðvegagerðar frá Grófargilsrétt að reiðvegi sem liggur fram Laufásinn.
  3. Ársfundur Náttúruverndarnefndar.
  4. Kynnt bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra.
    a)      v/fóðurgerðar í Hyrnu.
    b)      v/sundlaugar Sauðárkróks.
  5. Starfsmannamál.
  6. Umsókn frá RARIK v/350 KW jarðspennustöðvar við skíðasvæði skíðadeildar Tindastóls í Lambárbotnum.
  7. Fyrirspurn frá RARIK vegna lagnaleiða fyrir háspennulagnir.
  8. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Furuhlíð 5 - Sigurgísli Kolbeinsson - umsókn um að byggja yfir svalir samkvæmt teikningum frá ARK ÞING.  Erindið samþykkt.

 

2. Reiðvegagerð frá Grófargilsrétt, erindi frá hestamannafélögunum Stíganda og Léttfeta og landssambandi hestamannafélaga þar sem óskað er eftir að umhverfis- og tækninefnd afli félögunum heimildar til reiðvegagerðar frá Grófargilsrétt austan þjóðvegar að undirgöngum við Húseyjarhvísl og áfram þaðan suður veginn að Hofi.   Á landamerkjum Hofs og Víðimels er óskað eftir að fara til vesturs upp að Þjóðvegi 1 og fylgja honum til suðurs austan vegar svo sem þurfa þykir til tenginga á reiðvegi fram Laufásinn.  Að loknum umræðum var erindið samþykkt.

 

3. Ársfundur Náttúruverndar, áður rætt á fundi 8. september sl.  Fundurinn verður á Akureyri 1. og 2. okt. nk.  Formaður gerði tillögu um að Hallgrímur Ingólfsson og Sigrún Alda Sighvats sæki fundinn f.h. sveitarfélagsins.  Tillaga formanns borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum einn sat hjá og Jóhann greiddi atkvæði á móti og óskaði eftir eftirfarandi bókun:

“Árlegur fundur Náttúruverndar ríkisins er hugsaður sem kynninga- og upplýsingafundur fyrir fulltrúa í Náttúruverndarnefndum og er bundinn í lög um náttúruvernd ríkisins.  Nauðsynlegt er að gefa fulltrúum nefnda kost á að mæta til fundarins til þess að þeir geti rækt hlutverk sitt samkvæmt erindisbréfi”.

 

4. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra vegna sundlaugarinnar á Sauðárkróki og refabúsins Hyrnu, þar sem óskað er eftir vissum úrbótum.  Erindunum vísað til tæknideildar sveitarfélagsins.

 

5. Starfsmannamál - Formaður ræddi málin og þá staðreynd að tæknideildin hefur verið undirmönnuð upp á síðkastið.  Formaður lagði fram eftirfarandi tillögu:

“Umhverfis- og tækninefnd samþykkja að óska heimildar byggðarráðs að auglýsa til umsóknar starf tæknimanns á tæknideild og starf aðstoðarmanns byggingarfulltrúa”.

 Samþykkt samhljóða.

 

6. Umsókn frá RARIK vegna uppsetningu 350 KW jarðspennistöðvar við skíðasvæði skíðadeildar UMF Tindastóls í Lambárbotnum í Tindastóli ásamt heimtaug í aðstöðuhús.  Einnig lagningu 25q, 12 KW, 4,2km háspennustrengs frá millispennistöð við Veðramót eftir merktri leið að jarðspennistöð samanber meðfylgjandi kort.  Erindið samþykkt.  Sigrún Alda og Jóhann óska bókað að þau taka ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

 

7. Erindi frá RARIK dags. 22.09.1999, undirritað af Skarphéðni Ásbjörnssyni þar sem spurt er hvort leiðin meðfram 66 KW háspennulínu RARIK að aðveitustöð við Sauðárkrók verði samþykkt sem lagnaleið fyrir háspennulagnir.  Erindið samþykkt.

 

8. Önnur mál.

a) Formaður las upp bréf dags. 13.09.99, þar sem sótt er um tímabundið leyfi um breytta notkun hússins að Ægisstíg 7 efri hæð vegna tilraunar með rekstur skóladagheimilis.  Undir bréfið rita Óskar Björnsson, Rúnar Vífilsson, Snorri Björn Sigurðsson og Sigríður Stefánsdóttir.  Málinu vísað til byggingafulltrúa til úrvinnslu.

 

b) Formaður las upp bréf frá Valgeiri Þorvaldssyni f.h. Vesturfarasetursins, þar sem óskað er eftir leyfi til lagfæringa á húsgrunni Árvershússins á Hofsósi.  Þar sem ekki liggja fyrir samningar vegna þessa máls við sveitarfélagið og engar teikningar af væntanlegri byggingu getur nefndin ekki samþykkt erindið.  Hallgrími falið að svara bréfinu.

 

c) Erindið frá Kaupfélagi Skagfirðinga og Olíufélaginu hf., þar er óskað eftir tilfærslu á olíugeymum við Varmahlíð.  Tilfærslan verður sú að geymarnir verða undir dælunum en eru í dag norðan við verslunarhús K.S.  Teikningar gerðar af Verkfræðistofunni Burði ehf.  Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Vinnueftirlits ríkisins.  Örn Þórarinsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

 

d) Bréf Umhverfisráðuneytisins, áður á dagskrá nefndarinnar 8. september sl. liður 4.  Bréfið varðar stjórnsýslukæru Vindhælishrepps vegna fyrirhugaðs Þverárfjallsvegar.  Málið var rætt á fundi sveitarstjórnar þann 21.09.99, og fól sveitarstjórn umhverfis- og tækninefnd að svara erindinu.  Niðurstaða nefndarinnar er að taka ekki undir kæru Vindhælishrepps.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 1645.

 

Stefán Guðmundsson                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson                                                             Hallgrímur Ingólfsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Óskar S. Óskarsson

Jóhann Svavarsson    

Örn Þórarinsson