Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

33. fundur 02. júní 1999 kl. 14:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar 

Fundur 33 – 02.06.1999

 

            Ár 1999, miðvikudaginn 2. júní kl. 1400 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Ingvar Gýgjar Jónsson og Jón Örn Berndsen.

 

DAGSKRÁ:

  1. Norðurbrún 7, Varmahlíð – Umsókn um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsið – Gísli Víðir Björnsson.
  2. Hólar í Hjaltadal – Umsókn um leyfi fyrir fiskeldi í gömlu fjárhúsunum á Hólum – Guðmundur Guðmundsson fh. Bændaskólans á Hólum.
  3. Sjöundastaðir í Fljótum – Umsókn um landskipti – Gréta Jóhannsdóttir.
  4. Byggingavörudeild K.S. Eyri – Vegtenging – Bréf Þórólfs Gíslasonar.
  5. Kirkjutorg 3 – Umsókn um skjólgirðingu – Ingólfur Guðmundsson og Björg Sverrisdóttir.
  6. Sæmundargata 6 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Jón Hallur Ingólfsson.
  7. Ægisstígur 7 – Umsókn um lóðarstækkun – Einar Örn Einarsson.
  8. Umsókn um tímabundið leyfi til áfengisveitinga í Bakkaflöt – Sigurður Friðriksson.
  9. Slökkvistöðin Hofsósi – Umsókn um leyfi til að klæða utan húsið – Óskar S. Óskarsson fh. eigenda.
  10. Borgarflöt 27 Sauðárkróki – Umsókn um leyfi til útlitsbreytinga – Trausti Jóel Helgason fh. Kaupfélags Skagafirðinga.
  11. Fellstún 17 – Fyrirspurnarteikning – Atli Hjartarson og Hafdís Skúladóttir.
  12. Hvannahlíð 7 – Umsókn um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu – Óskar S. Óskarsson.
  13. Akurhlíð 1.
  14. Bréf Trausta Sveinssonar varðandi jarðgöng dagsett 28.01.1999.
  15. Hofsós – Gróðursetning – Bréf Egils Arnar Arnarssonar.
  16. Önnur mál.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Norðurbrún 7 Varmahlíð – Gísli V. Björnsson sækir um leyfi til að gera tvær íbúðir í húsinu.  Fyrirliggjandi teikning Benidikt Björnsson arkitekt Akureyri – Samþykkt.

 

2. Bændaskólinn Hólum – Sótt um leyfi fyrir því að flytja fiskeldisrannsóknir í húsið og að endurbyggja gömlu fjárhúsin í því sem næst upprunalegri mynd að ytra útliti – verið er að vinna starfsleyfi fyrir starfsemina hjá heilbrigðisfulltrúa – Samþykkt.

 

3. Sjöundastaðir Fljótum – Umsókn um landskipti – Málinu vísað til frekari skoðunar hjá byggingarfulltrúa.

 

4.Byggingavörudeild KS á Eyri – Bréf Þórólfs Gíslasonar frá 16.04.1999 – Óskað er eftir breytingum á aðkomu að lóðinni – Málinu vísað til tæknideildar til skoðunar - Stefán Guðmundsson og Örn Þórarinsson viku af fundi undir afgreiðslu þessa liðar. – Stefán Guðmundsson óskar bókað:

“Formaður kynnti dagskrárliðinn og lýsti því síðan yfir að hann tæki ekki þátt í afgreiðslu málsins.  Varaformaður nefndarinnar, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því að formaður viki af fundi meðan verið væri að ræða og afgreiða málið.  Formaður varð við því”.

 

5. Umsókn um skjólvegg á austur lóðarmörkum lóðarinnar Kirkjutorg 3 – Ingólfur Guðmundsson og Björg Sverrisdóttir – Vísað til vinnslu hjá tæknideild.

 

6. Sæmundargata 6 – Sótt um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu.  Mál 6 frá fundi 20. maí 1999.  Fyrirliggjandi er samþykki nágranna að Sæmundargötu 4 – Samþykkt.

 

7. Ægisstígur 7 – Umsókn um lóðarauka – Einar Örn Einarsson – Bréf dags. 20. maí 1999 – Samþykkt.

 

8. Bakkaflöt – Umsókn um tímabundið áfengisleyfi til tveggja ára í Bakkaflöt – Sigurður Friðriksson -  Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

 

9. Slökkvistöðin Hofsósi – Sótt er um leyfi til að einangra húsið utan og klæða með bárustáli – Óskar S. Óskarsson fh. eigenda – Samþykkt.

 

10. Borgarflöt 27 – Sótt er um leyfi til að klæða upp í stórar vörudyr norðan á húsinu klætt verði í gatið með trégrind og steinullareinangrun.  Að utan sléttar steinplötur – Trausti Jóel Helgason fh. KS – Samþykkt – Stefán Guðmundsson og Örn Þórarinsson viku af fundi eftir kynningu málsins.

 

11. Fellstún 17 – Atli Hjartarson og Hafdís Skúladóttir sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni.  Húsið verði með lágu risi, samkv. teikningu frá Staðalhús dagsett í maí 1999 – Samþykkt.

 

12. Hvannahlíð 7 – Sótt um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og tengibyggingu milli íbúðarhúss og bílgeymslu. – Bílgeymslan er 54,8m2 og tengibyggingin 11,07m2 – Samþykkt.

 

13. Akurhlíð 1 – Málefni Akurhlíðar 1 rædd – Málinu vísað til vinnslu í tæknideild og það skoðað í skipulagslegu tilliti.  Gert verði kostnaðarmat.

 

14. Lagt fram bréf Trausta Sveinssonar frá 28.01.1999, en málið var áður á dagskrá 12. mars sl.

Jóhann Svavarsson leggur fram tillögu þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að tengja saman Skagafjörð og Eyjafjarðarsvæðið með göngum undir Heljardalsheiði.  Meðfylgjandi tillögunni er greinargerð dagsett 02.06.1999.

Örn Þórarinsson óskar bókað:

“Undirritaður telur að Sveitarfélaginu Skagafirði beri að berjast eins og unnt er fyrir nýjum vegi fram Fljót og yfir Lágheiði.  Sá vegur hefur verið baráttumál íbúa í Fljótum undanfarin ár.  Hann mun leysa af hólmi mjög gamlan og lélegan veg fram Austur-Fljót og koma fremstu bæjum í sveitinni í viðunandi vegsamband”.

Afgreiðslu þessa dagskrárliðar frestað.

 

15. Hofsós – Gróðursetning – Bréf Egils Arnar Arnarssonar – Málinu vísað til vinnslu í tæknideild – Talið er að kostnaður sveitarfélagsins vegna þessa verkefnis verði um kr. 230.000.-

 

16. Önnur mál.

16.1. Fyrirspurn frá Jóhanni Svavarssyni um hvað líði kynningu á fyrirkomulagi á sorphirðu og söfnun brotamálma og landbúnaðarplasts utan þéttbýlis í Skagafirði.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson                                              Jón Örn Berndsen

Örn Þórarinsson                                                       Óskar S. Óskarsson

Sigrún Alda Sighvats                                                Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson

Jóhann Svavarsson