Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

8. fundur 28. ágúst 1998 kl. 13:00 - 17:14 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 8 – 28.08.98

 

Ár 1998. Föstudaginn 28. ágúst kl. 1300 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á  sveitarskrifstofunni á Sauðárkróki.

Mættir voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson og Jóhann Svavarsson.  Auk þeirra sátu fundinn Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfulltrúi og Guðmundur Ragnarsson, byggingarfulltrúi.

 

Dagskrá:

  1. Umsókn um leyfi f. útlitsbreytingu að Freyjug. 3.
  2. Umsókn um leyfi fyrir skilti við safnveg að Vallhólma.
  3. Umsókn um lóðarstækkun við Raftahlíð 80.
  4. Umsókn um byggingarleyfi að Freyjug. 18. 14. mál frá 29.06.98.
  5. Umsókn um leyfi til að rífa íbúðarhús á Syðsta Hóli í Sléttuhlíð.
  6. Umsókn um leyfi til að rífa gamalt fjós á Hrauni í Sléttuhlíð.
  7. Umsókn um leyfi til að klæða að utan íbúðarhús á Hrauni í Sléttuhlíð.
  8. Bréf frá Þjóðminjasafni Íslands varðandi Víðimýri í Skagafirði.
  9. Umsókn um endurnýjun á anddyrisskýli við félagsh. Hegranesi.
  10. Umsókn um leyfi til að fjarlægja glerhýsi við Aðalgötu 15 og byggja viðbyggingu.
  11. Svæði fyrir heimavistarbyggingu vegna hönnunarsamkeppni.
  12. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni varðandi Staðardagskrá 21.
  13. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni um starf umhverfisfulltrúa.
  14. Tillaga frá Jóhanni Svavarssyni um gerð deiliskipulags að Furulundi, Varmahlíð.
  15. Umsókn um byggingarleyfi fyrir barnaheimili við Furulund í Varmahlíð.

 

Afgreiðslur:

1. Steinar Pétursson, Freyjugötu 3, Sauðárkr., sækir um leyfi til að breyta útliti glugga á húsinu númer 3 við Freyjugötu. - Samþykkt.

 

2. Kaupfélag Skagf. sækir um leyfi fyrir skilti við safnveg að Löngumýri, Vallhólma og Krossanesi, stærð 1,2 x 1,2 m. Áletrun: Vallhólmur. – Samþykkt.

 

3. Umsókn um lóðarstækkun að Raftahlíð 80, 3-5 metra í norður. Ragnheiður Jónsdóttir.

Umhverfis- og tækninefnd hafnar erindinu en samþykkir að láta skoða skipulag gróðurs á svæðinu.

 

4. Umsókn um leyfi til að byggja fjórar þjónustuíbúðir fyrir fatlaða, samkv. teikn. Árna Ragnarssonar, dags. 09.98. Sjá 14. mál 29. júní ’98.

Haldinn hefur verið fundur með nágrönnum og þeim kynnt sú starfsemi sem fyrirhuguð er í húsinu.

Fyrir liggur samþ. eldvarnareftirlits, jákvæð umsögn ferlinefndar og vinnueftirlits. – Samþykkt.

 

5. Umsókn um leyfi til að rífa íbúðarhús á Syðsta Hóli, Sléttuhlíð. Magnús Pétursson. - Samþykkt.

 

6. Umsókn um leyfi til að rífa gamalt fjós á Hrauni í Sléttuhlíð. Magnús Pétursson.

- Samþykkt.

 

7. Umsókn um leyfi til að klæða að utan íbúðarhús á Hrauni í Sléttuhlíð. Magnús Pétursson. - Samþykkt.

 

8. Bréf frá Þjóðminjasafni Íslands ásamt skipulagsuppdrætti af Víðimýri í Skagafirði, en óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um skipulagsuppdráttinn.

Afgreiðslu frestað en samþykkt að fara í vettvangsferð að Víðimýri.

 

9. Umsókn um leyfi til að endurnýja skýli við aðalinngang að félagsheimilinu Hegranesi. F.h. húsnefndar: Friðbjörn Jónsson. – Samþykkt.

 

10. Umsókn um leyfi til að fjarlægja glerhýsi við Aðalg. 15 og byggja nýjan veitinga­sal í staðinn, í samræmi við teikn. Mikaels Jóhannessonar, dags. ágúst 1998. Ólafur Jónsson.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að glerhýsi verði fjarlægt en óskar eftir fullnægjandi teikningum af viðbyggingunni þar sem tekið verði tillit til umhverfis og aldurs.

 

11. Fimmtánda mál frá 29. júní sl. varðandi svæði fyrir heimavistarbyggingu vestan Bóknámshúss FNv, en til stendur að efna til samkeppni um hönnun hússins á næstu mánuðum. Fram lögð tillaga að svæði, 8100 m2, unnin af Árna Ragnarssyni, dags. 06.98.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir framkomna tillögu að svæði fyrir heimavistarhús og heimilar að hún verði notuð í fyrirhugaðri samkeppni.

 

12. Jóhann Svavarsson leggur fram eftirfarandi tillögu: “Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að sveitarstjórn sæki um þátttöku í umhverfisverkefninu Staðardagskrá 21 um sjálfbæra þróun sem kynnt var með bréfi til sveitarstjórna, dags. 8. júlí 1998 frá verkefnisstjórn Staðardagskrá 21.”

Samþykkt að tillagan verði tekin til umræðu á næsta fundi.

 

13.  Jóhann Svavarsson leggur fram svohljóðandi tillögu: “Vegna vinnu við nýtt stjórnskipulag sveitarfélagsins samþykkir umhverfis- og tækninefnd mikilvægi þess að hafa umhverfisfulltrúa í starfi hjá sveitarfélaginu, sem annist skipulag og gerð umhverfisáætlana.”

 

14.  Jóhann  Svavarsson leggur fram eftirfarandi tillögu: “Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að láta gera deiliskipulag að Furulundi,  Varmahlíð ásamt nauðsynlegri breytingu á aðalskipulagi, sem miðar að vegtengingu að og frá lóð barnaheimilis við Furulund, á safnveg en ekki beint við þjóðveg númer 1.”

Nefndin samþykkir framlagða tillögu og samþykkir ennfremur að fá Árna Ragnarsson, skipulagsarkitekt til að vinna verkið.

15. Umsókn um byggingarleyfi fyrir barnaheimili við Furulund í Varmahlíð samkvæmt teikn. frá ES teiknistofunni, dags. 29.06.98.

Fyrir liggur samþ. eldvarnareftirlits, heilbrigðiseftirlits og vinnueftirlits. Sjá einnig bréf skipulagsstofnunar frá 25. ág.’98, 3. tölulið.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið en bendir á að samkv. upplýsingum eldvarnareftirlits er nánast ekkert slökkvivatn fyrir hendi í Varmahlíð.

 

Þar sem þetta er síðasti fundur Guðm. Ragnarssonar, byggingafulltrúa, þakkar nefndin honum gott samstarf og óskar honum velfarnaðar í nýju starfi.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17,14.

 

Stefán Guðmundsson            Guðm. Ragnarsson, ritari

Sigrún Alda Sighvats             Ingvar Gýgjar Jónsson

Árni Egilsson

Örn Þórarinsson

Jóhann Svavarsson