Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

7. fundur 18. ágúst 1998 kl. 18:15 Skrifstofa Sveitarfélagsins

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 7 – 18.08.98

 

Ár 1998, þriðjudaginn 18. ágúst kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í skrifstofu sveitarfélagsins kl.1815.

Mætt voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson og Jóhann Svavarsson.  Auk þeirra sátu fundinn Ingvar Gýgjar Jónsson, byggingarfulltrúi, Jón Örn Berndsen nýráðinn byggingarfulltrúi og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

            1.  Leikskóli í Varmahlíð.

            2.  Klæðning íbúðarhúss á Svaðastöðum í Viðvíkursveit.

 

Afgreiðslur:

1. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að óska eftir meðmælum Skipulags­stofnunnar sbr. 3. ákvæði til bráðbirgða í lögum nr. 73/1997 að leyfð verði bygging leikskóla á lóð norðan við Lund í Varmahlíð, innan byggingarreits sem sýndur er á lóðarblaði dags. í júlí 1998.

 

2. Umsókn um leyfi til að klæða utan og einangra íbúðarhúsið á Svaðastöðum í Viðvíkursveit.  Klæðning er steinn og einangrunin steinull.  Umsókn er dagsett 17. ágúst 1998 og umsækjandi Svala Jónsdóttir.  Samþykkt.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson            Snorri Björn Sigurðsson

Árni Egilsson                         Jón Örn Berndsen

Sigrún Alda Sighvats             Ingvar Gýgjar Jónsson

Jóhann Svavarsson