Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

3. fundur 20. júlí 1998 kl. 09:00 Stjórnsýsluhús

Umhverfis- og tækninefnd 

Sameinaðs  sveitarfélags  í  Skagafirði

Fundur 3 – 20.07.98

 

Ár 1998.  Mánudaginn 20. júlí kl. 9.00 kom umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu á Sauðárkróki.

Mættir voru:  Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinson, Árni Egilsson og Jóhann Svavarsson. 

Auk þeirra sátu fundinn: Ingvar Gýgjar Jónsson byggingarfulltrúi, Björn Sverrisson eld­varnareftirliti, Úlfar Ragnarsson og Guðmundur Ragnarsson byggingarfulltrúi og Snorri Björn Sigurðsson, sveitarstjóri.

 

Dagskrá:

1.  Starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.  Vínveitingaleyfi

3.  Aðalgata 21. 9. mál frá 29. júní sl.

4.  Öldustígur 1.

5.  Þjónustuíbúðir fatlaðra að Freyjugötu 18.

6.  Hofstaðasel.

 

 

Afgreiðslur:

1. Starf skipulags- og byggingafulltrúa.

Jón Örn Berndsen, Guðmundur Þór Guðmundsson og Árni Ragnarsson, um­sækjendur um starfið, komu á fund nefndarinnar til viðtals.  Árni Ragnarsson tilkynnti að hann drægi umsókn sína til baka í ljósi þess, að áhersla á skipulagsþáttinn yrði ekki eins mikil og hann hafði talið.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að mæla með Jóni Erni Berndsen í starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

 

2.  Umsókn um framlengingu vínveitingaleyfis frá eftirtöldum aðilum: Hótel Mælifelli, Sauðárkróki, Hótel Varmahlíð, Varmahlíð, Kaupfélagi Skagfirð­inga, Varmahlíð og Sigurði Friðrikssyni, Bakkaflöt Lýtingstaða­hreppi. 

            Umhverfis- og tækninefnd gerir ekki athugasemdir við fram komnar umsóknir.

 

3.  Aðalgata 21.  9. mál frá 29. júní sl. varðandi umsókn um leyfi til að breyta starfsemi og útliti hússins að Aðalgötu 21 samkvæmt teikn. Árna Ragnars­sonar, dags. 06.98, umsækjandi Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á N.vestra.  Fyrir liggur umsögn Vinnueftirlits um málið ásamt samþykki eld­varnareftirlits.

            Samþykkt.

 

4.  Umsókn um leyfi til að byggja tvær bílgeymslur úr steinsteypu á lóðinni númer 1 við Öldustíg samkvæmt teikningum Mikaels Jóhannessonar, dags. júní 1998.  Fram lagðar nýjar teikningar með nánari upplýsingum.  Fyrir liggur samþykki nágranna.

            Umsækjendur:  Þorsteinn Ásgrímsson og Sigurlaug Ólafsdóttir.

            Samþykkt.

 

5. Freyjugata 18.  Þjónustuíbúðir fyrir fatlaða. 14. mál frá 29. júní sl.

Umhverfis- og tækninefnd samþykkir að fela sveitarstjóra að kynna málið nánar þeim, sem gerðu athugasemdir við grenndarkynningu.

 

6. Hofsstaðasel.

Kynning á umsókn um leyfi til að endurbyggja það sem eftir er af gamla bænum í Hofsstaðaseli, samkvæmt teikningum Verkfræðiþjónustu Akraness ehf., dags. júní 1998.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

Guðm. Ragnarsson

Stefán Guðmundsson

Sigrún Alda Sighvats

Jóhann Svavarsson

Björn Sverrisson

Árni Egilsson

Örn Þórarinsson

Ingvar Gýgjar Jónsson