Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

127. fundur 08. maí 2002 kl. 13:00 Skrifstofa Skagafjarðar

Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar

Fundur 127 - 8. maí 2002.

 

 Ár 2002, miðvikudaginn 8. maí kl.1300 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar í
Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Stefán Guðmundsson, Ingibjörg Hafstað, Sigrún Alda Sighvats, Örn Þórarinsson,   Óskar S. Óskarsson,  Sigurður H. Ingvarsson og Jón Örn Berndsen 

Dagskrá: 
      1.      Varmahlíð – skipulagsmál – sumarhúsasvæði í Reykjarhóli
2.      Aðalgata 20 – unglingahús -
3.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki  – viðbygging, anddyri -
4.      Messuholt, Kimbastaðir – landsskipti
5.      Litla Brekka – landskipti
6.      Forsæti 8 – Umsókn um lóð – Búhöldar
7.      Flæðigerði – lóðarumsókn um hesthúsalóð – Skúli Ferdinandsson
8.      Olíufélagið hf. – Ábær – plan
9.      Olíufélagið hf. – afgreiðslulóð á Iðnaðarsvæðinu –
10.  Fækkun á Sílamáfi – afrit af bréfi Náttúrustofu til Náttúruverndar ríkisins
11.  Ósmann – Skotsvæði
12.  Byggðasafnið í Glaumbæ – lóðargirðing – garður
13.  Borgarröst 3 - Lúðvík Bjarnason
14.  Önnur mál
 

Afgreiðslur: 

  1. Varmahlíð – Breyting á Aðalskipulagi í Varmahlíð, og breyting á deiliskipulag sumarhúsasvæðis sunnan og vestan í Reykjarhól hefur verið auglýst samkvæmt 21. grein skipulags- og byggingarlaga. Tillaga að breytingunum var unnin af Pétri H. Jónssyni fyrir Sveitarfélagið og hefur verið til sýnis frá 18. mars sl. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillögurnar rann út 7. maí sl. Engar athugasemdir bárust. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir ofangreindar tillögur.
  1. Aðalgata 20 Sauðárkróki. Starfshópur um forvarnarmál í sveitarfélaginu Skagafirði hefur tekið á leigu iðnaðarhúsnæði að Aðalgötu 20 þar sem áður var til húsa líkamsræktarstöðin Hreyfing. Leigutími er til að byrja með eitt ár. Í húsinu er hugmynd að reka menningarhús fyrir ungt fólk. Halla Björg Marteinsdóttir forvarnarfulltrúi, fh. starfshópsins óskar heimildar til breyttrar notkunar húsnæðisins. Erindið var áður á dagskrá 17. apríl sl. Þá var óskað eftir uppdrætti er sýni breytingarnar. Sá uppdráttur liggur nú fyrir unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu á Sauðárkróki. Uppdrátturinn sem samþyktur af slökkviliðsstjóra er dagsettur 24.04.2002. Einnig liggur fyrir umsögn heilbrigðiseftirlits. Erindið nú samþykkt.
  1. Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki  – viðbygging, anddyri.  Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar óskar heimildar til að byggja nýtt anddyri og skýli fyrir sjúkrabíl. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af ArkitektÁrna á Sauðárkróki. Uppdrættir dagsettir í apríl 2002 .Erindið samþykkt.
  1. Messuholt – Kimbastaðir – landskipti. Sigurþór Hjörleifsson Messuholti og Jón Hjörleifsson Kimbastöðum óska heimildar til landskipta  á jörðinni Messuholti  samkvæmt landamerkjabréfi dags 8 apríl 2002. Einnig óskað eftir að hluti Jóns Hjörleifssonar í Messuholti sameinist jörðinni Kimbastöðum. Þá er einnig óskað eftir samþykki nefndarinnar fyrir tveim lóðareigusamningum, til handa Birni Fr. Svavarssyni og  Sigurlaugu Kristjánssdóttur og til handa Guðmundar R. Stefánssonar og Arnfríðar Arnardóttur. Báðir þessir samningar eru dagsettir 23. mars 2002. Meðfylgjandi erindum þessum eru uppdrættir unnir af Stoð ehf. er sýna öll umrædd merki með hnitsetningum. Uppdrættir Stðoar eru dagsettir í október 2001. Nefndin fellst á erindin.
  1. Litla Brekka Höfðaströnd. Óskað er eftir samþykki nefndarinnar á lóðarleigusamningi milli Bjarna Axelssonar sem leigusala og Eyjólfs Sveinssonar og Ingibjargar Axelsdóttur á Sauðárkróki sem leigutaka. Samningurinn tekur til leigu á lóð undir sumarhús samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti sem unnin er af  Stoð ehf í febrúar 2002. Erindið samþykkt.
  1. Forsæti 8 – Umsókn um lóð. Þórður Eyjólfsson og Pálmi Jónsson fh. Búhölda sækja um lóðina nr. 8 við Forsæti. Nefndin fellst á að úthluta lóðinni, en bendir á að hún verður ekki byggingarhæf fyrr en næsta vor, 2003.
  1. Flæðigerði – lóðarumsókn um hesthúsalóð – Skúli Ferdinandsson sækir um lóð nr 2 við Flæðigerði fyrir Hesthússbyggingu. Erindið samþykkt
  1. Olíufélagið hf. – Áfylliplan við afgreiðslustöðina Ábæ á Sauðárkróki. Guðmundur Tryggvi Sigurðsson fh. Olíufélagsins óskar  eftir samþykki nefndarinnar á uppdrætti frá verkfræðistofunni Burði Hlíðarsmára 4 í Kópavogi. Uppdrátturinn sýnir nýtt áfylliplan á lóð Ábæjar við Ártorg. Nefndin fellst á ofangreindan uppdrátt, sem dagsettur er í maí 2002.
  1. Olíufélagið hf. – lóð á Iðnaðarsvæðinu – Guðmundur Tryggvi Sigurðsson fh. Olíufélagsins óskar eftir að fá að hefja að nýju rekstur sjálfsafgreiðslu við Borgarflöt á Sauðárkróki. Þar hefur Olíufélagið hug á að endurnýja búnað í samræmi við gildandi reglugerðir. Nefndin bendir á að þessi lóð er þegar úthlutuð, en bendir á aðrar lóðir á svæðinu.
  1. Fækkun á Sílamáfi – afrit af bréfi Þorsteins Sæmundssonar á Náttúrustofu til Náttúruverndar ríkisins lagt fram. Þar er óskað heimildar til að fækka Sílamáfi í friðlandinu við Miklavatn. Erindið er sent nefndinni sem hefur eftirlit
    og umsjón með friðlandinu. Fallist á erindið að því gefnu að Náttúruvernd ríkisins samþykki það.
  1. Ósmann – Skotsvæði. Jón Pálmason formaður Skotfélagsins óskar samþykkis á lóðaruppdrætti er unnin er af Verkfræðistofunni Stoð á Sauðárkróki. Uppdrátturinn sýnir byggingarreit á Skotsvæði félagsins og staðsetningu á rotþró. Þá er óskað heimildar til að staðsetja 3,6 m2 skýli fyrir snyrtiaðstöðu á lóðinni. Uppdráttur Stoðar er dagsettur í maí 2002. Sigrún Alda óskar bókað að hún tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
  1. Byggðasafnið í Glaumbæ – lóðargirðing. Með bréfi dagsettu 5. maí óskar Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri eftir heimild til að endurnýja og breyta girðingu umhverfis lóð Byggðasafnsins í Glaumbæ. Með erindinu fylgir loftmynd er sýnir staðsetningu garðsins. Erindið samþykkt
  1. Borgarröst 3 – stöðuleyfi fyrir gám Erindi Lúðvíks Bjarnasonar frá fundum 6. mars og 3. apríl sl. Samþykkt að heimila tæknideild að úthluta Lúðvík tímabundið leyfi fyrir þessa starfsemi á námu og geymslusvæðinu á Gránumóum.
  1. Önnur mál

·        Lagðir fram til samþykktar tveir verksamningar, við Ók gamaþjónustu. Annarsvegar vegna umsjónar á Sorphaugasvæðinu í Skarðslandi og hins vegarvegna sorphreinsunar á Sauðárkróki. Samningstíminn er til 28. febrúar 2003. Nefndin fellst á samningana.
·        Á fundinn barst bréf frá Önnu Maríu Guðmundsdóttur varðandi umferðaröryggismál við Víðimýri og Sauðármýri. Erindinu vísað til Tæknideildar. 
 Fleira ekki gert.   Fundi slitið kl. 1436
                            Jón Örn Berndsen ritari fundargerðar