Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

109. fundur 03. október 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 109 - 03.10.2001

Ár 2001, miðvikudaginn  3. október  kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
  
         Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Helgi Thorarensen, Sigurður H. Ingvarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen,
Dagskrá:
        1.      Strandvegur / Þverárfjallsvegur -
       2.      Gilstún, Sauðárkróki – umsókn um fimm parhúsalóðir –
             Óstak sf. Guðmundur Guðmundsson, Sauðárkróki
        3.     Gilstún 5-7, Sauðárkróki – Byggingarleyfi fyrir parhús – Óstak sf.
        4.      Borgarsíða 8, Sauðárkróki – Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu –
              Guðmundur Ragnarsson fh. Vegagerðar ríkisins
        5.      Umsókn um lóð fyrir frístundahús að Steinsstöðum –
              Gunnar Bragi Sveinsson, Sauðárkróki
        6.      Sauðárkrókur, gámasvæði – Flutningur sorpgáma –
              Hallgrímur Ingólfsson fh. Sveitarfélagsins
        7.      Garðhús – Umsókn um leyfi til að klæða utan hesthús –
              Sveinn Allan Morthens, Garðhúsum
        8.      Fundur félags byggingarfulltrúa í Reykholti 27. og 28 sept. sl.
        9.      Villinganessvirkjun – ný umsögn Náttúruverndar ríkisins,
              dagsett 27. september sl.
        10.  Svæðisskipulag Eyjafjarðar
        11.  Önnur mál

Afgreiðslur:
1.     Rætt um Strandveginn og fyrirhugaðar framkvæmdir við hann. Samþykkt að fela tæknideild að fara þess formlega á  leit við Vegagerðina að hluta af framkvæmdum við hann verði flýtt um eitt ár, til ársins 2002. Hér er um að ræða sjóvarnarhlutann. Ástæðan fyrir þessari ósk er að á árinu 2002 verður efni dælt úr Sauðárkrókshöfn vegna dýpkunar. Það er augljóslega sameiginlegt hagsmunamál Vegagerðarinnar og  Sveitarfélagsins að efnið verði nýtt sem fyllingarefni í veginn í stað þess að dæla því á haf út. 
2.    Gilstún, Sauðárkróki – umsókn um fimm parhúsalóðir – Guðmundur Guðmundsson fh. Óstaks sf. á Sauðárkróki sækir um parhúsalóðir nr. 1-3, 5-7, 2-4, 10-12 og 14-16 við Gilstún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
3.      Gilstún 5-7 Sauðárkróki. Guðmundur Guðmundsson fh. Óstaks sf. á Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir parhúsi á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Arkitekt Árna og dagsettir í september 2001. Erindið samþykkt
4.     Borgarsíða 8, Sauðárkróki – Guðmundur Ragnarsson fh. Vegagerðar ríkisins sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við húsnæði Vegagerðarinnar að Borgarsíðu 8. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Manfreð Vilhjálmsson - arkitektar ehf. dagsettir 07.09.2001 – Erindið samþykkt.
5.    Steinsstaðir - umsókn um lóð fyrir sumarhús – Gunnar Bragi Sveinsson á Sauðárkróki  sækir um lóð  fyrir frístundahús í landi sveitarfélagsins á Steinsstöðum. Sótt er um lóð merkt nr. 5 á skipulagsuppdrætti af svæðinu. Afgreiðslu er frestað vegna meintra fornleifa á lóðinni. Nefndin tekur jákvætt í að úthluta umsækjanda lóð á svæðinu og felur byggingarfulltrúa að ræða við hann
6.    Sauðárkrókur, gámasvæði – Flutningur sorpgáma – Umsókn um stöðuleyfi. Hallgrímur Ingólfsson fh. Sveitarfélagsins óskar heimildar til að staðsetja sorpgáma á lóð við Borgarteig samkvæmt meðfylgjandi afstöðumynd. Sorpgámasvæðið við Eyrarveg verður lagt niður og nýju komið á í iðnaðarhverfinu.  Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
7.     Garðhús – Sveinn Allan Morthens, Garðhúsum sækir um leyfi til að klæða utan hesthúsið í Garðhúsum með bárustáli. Hér er um endurnýjun utanhússklæðningar að ræða, en núverandi klæðning er asbestplötuklæðning. Erindið samþykkt.
8.      Fundur félags byggingarfulltrúa 27. – 28. september 2001. Jón Örn gerði grein fyrir fundinum, sem hann og Sigurður Ingvarsson sóttu.
9.      Villinganessvirkjun – ný umsögn Náttúruverndar ríkisins, dagsett 27. september sl. lögð fram. Erindið er afrit af bréfi Náttúruverndar ríkisins til Skipulagsstofnunar og hér lagt fram til kynningar.
10.Lagt fram bréf Valtýs Sigurbjarnarsonar, framkvæmdastjóra Héraðsnefndar Eyjafjarðar, dagsett 28. sept. sl., varðandi kynningu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar. Erindið er sent samkvæmt 13. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
11.  Önnur mál
  
a)   Byggingarfulltrúi gerði nefndinni grein fyrir stöðu byggingarmála við Hásæti.
                                        Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1410.
Jón Örn Berndsen ritar