Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

98. fundur 16. maí 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 98 - 16.05.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 16. maí kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Gísli Gunnarsson, Páll Sighvatsson, Helgi Thorarensen,  Jón Örn Berndsen, og Sigurður Ingvarsson.
Dagskrá:
1.      Árskóli - breytingar á C álmu - Teikningar Teiknistofanna Skólavörðustíg 28
         og Úti og Inni - Hallgrímur Ingólfsson fh. byggingarnefndar Árskóla
2.      Bréf frá Orlofshúsum við Varmahlíð hf. vegna sumarhúsalóða í s-vestanverðum
  
     Reykjarhól
3.      Umsögn um vínveitingaleyfi - Fosshótel Áning
4.      Umsögn um vínveitingaleyfi - Ferðaþjónustan Bakkaflöt, Sigurður Friðriksson
5.      Fiskiðjan Skagfirðingur - Utanhússbreytingar á #GLSkjaldarhúsi#GL og #GLSlátursamlagshúsi#GL
        - Jón E. Friðriksson fh. Fiskiðjunnar
6.      Fellstún 20 - Óskað heimildar til að gera tvær íbúðir í húsinu - Ásmundur Pálmason
7.      Páfastaðir  á Langholti - Óskað heimildar til að byggja við og breyta hlöðu og fjósi
       
á Páfastöðum- Sigurður Baldursson
8.      Varmaland í Sæmundarhlíð - Óskað heimildar til breytinga á mjólkurhúsi og geymslu
         - Sigurgeir Þorsteinsson -
9.      Sauðárkróksbakarí - Stöðuleyfi fyrir gám - Guðrún Sölvadóttir
        fh. Sauðárkróksbakarís
10.  Bréf Heilbrigðisstofnunarinnnar á Sauðárkróki dags. 9. maí 2001.
11.  Barmahlíð 5,  aðkoma að húsinu, bréf dagsett 10. maí 2001 frá Jóni Þ. Bjarnasyni
        og Svanhildi Guðmundsdóttur.
12.  Bréf Skipulagsstofnunar dags. 11. maí 2001.
13.  Önnur mál.

Afgreiðslur:
1.      Hallgrímur Ingólfsson fh. Byggingarnefndar Árskóla Sauðárkróki sækir um leyfi til breytinga á C-álmu skólans í samræmi við framlagða uppdrætti gerða af Teiknistofunni Skólavörðustíg 28 og  Úti og Inni. Framlagðir uppdrættir eru dagsettir 3. maí 1999 og með áritun brunamálastofnunar frá 4. maí 1999. Erindið samþykkt.
2.      Viggó Jónsson fh. Orlofshúsa við Varmahlíð óskar eftir viðræðum varðandi leigu á landi fyrir sumarhús í s-vestanverðum Reykjarhól og skipulagsmál þess svæðis. Samþykkt að fá Viggó Jónsson og fulltrúa frá Orlofshúsum við Varmahlíð til viðræðna við nefndina.
3.      Óskað er umsagnar nefndarinnar vegna tímabundins vínveitingaleyfis fyrir Fosshótel Áningu í heimavist Fjölbrautaskólans. Erindið samþykkt.
4.      Óskað er umsagnar nefndarinnar um vínveitingaleyfi fyrir ferðaþjónustuna á Bakkaflöt til tveggja ára . Erindið samþykkt.
5.      Jón E. Friðriksson fh. Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. óskar með bréfi, dagsettu 10. maí 2001, heimildar til breytinga á #GLSkjaldarhúsinu#GL og #GLSlátursamlagshúsinu#GL á Eyrinni. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Arkitekt Árna dagsettir í maí 2001. Rífa á gamlan ísturn og tengigang sem er upp úr þaki aðalbyggingar “Skjaldarhússins” og rífa tengibyggingu milli nýbyggingarinnar og karamóttökunnar. Bæði húsin verða klædd utan. Erindið samþykkt. Stefán Guðmundsson tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins.
6.      Fellstún 20 Sauðárkróki. Ásmundur Pálmason lóðarhafi óskar heimildar nefndarinnar til að gera tvær íbúðir í áður samþykktu einbýlishúsi á lóðinni. Framlagðir breytingaruppdrættir eru gerðir af  ARKO, Ásmundi Jóhannessyni. Erindið samþykkt.
7.      Páfastaðir - Sigurður Baldursson, Páfastöðum sækir um leyfi til að byggja við hlöðu á Páfastöðum og breyta fjósinu og hlöðunni. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Byggingarþjónustu Bændasamtaka Íslands, Magnúsi Sigsteinssyni, dagsettir 9. apríl og breytt 16. apríl 2001. Erindið samþykkt.
8.      Varmaland í Sæmundarhlíð. - Sigurgeir Þorsteinsson, Varmalandi sækir um leyfi til að gera breytingar á geymslu og mjólkurhúsi samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, gerðum af Stoð ehf., dagsettum í maí 2001. Erindið samþykkt.
9.      Sauðárkróksbakarí- Guðrún Sölvadóttir fh. Sauðárkróksbakarís sækir um stöðuleyfi til eins árs fyrir gám við norðurhlið Bakarísins. Fyrir liggur samþykki nágranna. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Arkitekt Árna, dagsettir í maí 2001. Erindið samþykkt.
10.Bréf Birgis Gunnarssonar fh. Heilbrigðisstofnunarinnar varðandi frágang svæðis vestan Sjúkrahússins. Bréfið er dagsett 9. maí 2001. Erindinu vísað til tæknideildar.
11. Barmahlíð 5, Sauðárkróki. Bréf Jóns Þórs Bjarnasonar og Svanhildar Guðmundsdóttur, dagsett 10. maí 2001, lagt fram. Bréfið varðar breytingar á aðkomu að húsinu. Erindinu vísað til tæknideildar.
12.  Bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 11. maí 2001, varðandi hús byggð utan lóðar, lagt fram. Hér er um að ræða bréf sent öllum byggingarfulltrúum og varðar framkvæmd 121. greinar byggingarreglugerðar.
13.  Önnur mál. Engin.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1427
Jón Örn Berndsen ritar