Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

89. fundur 28. febrúar 2001 kl. 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 89 - 28.02.2001

Ár 2001, miðvikudaginn 28. febrúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
           Mætt voru:   Stefán Guðmundsson, Sigrún Alda Sighvats, Árni Egilsson, Örn Þórarinsson, Jóhann Svavarsson, Óskar S. Óskarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Jón Örn Berndsen, Eyjólfur Þór Þórarinsson frá Stoð ehf og Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
Dagskrá:
                    1.      Sauðárkrókur, fráveitumál
                2.      Aðalskipulag Skagafjarðar, verksamningur
                3.      Bréf Húsfriðunarnefndar ríkisins
                4.      Sandfell - umsókn um leyfi til að rífa gamla íbúðarhúsið
                5.      Önnur mál

Afgreiðslur:
1.      Lögð fram drög að hönnunarskýrslu um fráveitumál á Sauðárkróki og tillögur að lausnum í samræmi við gildandi lög og reglugerðir um fráveitumál. Skýrslan, sem unnin er fyrir Sveitarfélagið af Stoð ehf á Sauðárkóki og Línuhönnun í Reykjavík, gerir grein fyrir þremur valkostum sem til greina koma til að uppfylla reglugerðarkröfur. Á fundinum fóru Eyjólfur Þór Þórarinsson og Hallgrímur Ingólfsson tæknifræðingur yfir efni skýrslunnar og skýrðu það. Í skýrslunni er mælt með að valkostur 2 verði valinn sem lausn á fráveitumálum Sauðárkróks. Kostnaður er áætlaður um 280 milljónir króna og árlegur rekstrarkostnaður kerfisins um 10,5 milljónir króna. Miklar umræður urðu um skýrsluna og einnig um þær kröfur, sem fram eru settar í gildandi reglugerðum og tilskipunum. Málið verður aftur tekið á  dagskrá nefndarinnar í lok marsmánaðar.
Nú vék Eyjólfur Þór Þórarinsson af fundi.
2.      Aðalskipulag Skagafjarðar. Á fundinum voru, í samræmi við bókun nefndarinnar 25. janúar sl., lögð fram til samþykktar drög að verksamningi við Lendisskipulag ehf. vegna vinnu við gerð Aðalskipulags fyrir Skagafjörð. Kostnaður við verkið er áætlaður kr. 6. 236.000.-  og að viðbættum virðisaukaskatti kr. 1.527.820.- er heildarkostnaður kr. 7.763.820.- Árni Ragnarsson og Jón Örn Berndsen fóru yfir samningsdrögin. Samningsdrögin samþykkt og byggingarfulltrúa falið að ganga frá þeim til undirritunar. Nú vék Árni Ragnarsson af fundi.
3.      Lagt fram bréf  frá Húsafriðunarnefnd ríkisins, dagsett 7. febrúar 2001, þar sem greint er frá því að ákveðið hafi verið að veita styrk, kr. 1.000.000.-, úr Húsfriðunarsjóði vegna gerðar bæjar- og húsakannana á Hofsósi og Sauðárkróki. Jafnframt kemur fram að Húsfriðunarnefnd mælir með að Áslaug Árnadóttir arkitekt og Árni Ragnarsson arkitekt vinni verkið. Nefndin þakkar jákvæða afgreiðslu Húsafriðunarnefndar.
4.      Sandfell  - Hrefna Óttarsdóttir og Þorbjörn R. Steingrímsson, Sandfelli óska eftir heimild til að rífa gamla íbúðarhúsið að Sandfelli. Húsið var byggt 1934 úr steinsteypu en hefur undanfarin tuttugu ár verið notað sem geymsla og er ónýtt. Umhverfis- og tækninefnd samþykkir erindið.
5.      Önnur mál. –
a)  Jóhann Svavarsson vakti athygli nefndarmanna á ráðstefnu Landverndar og       Skógræktar ríkisins um skógrækt í íslensku landslagi föstudaginn 16. mars nk. Jóhann gerir að tillögu sinni að þeir nefndarmenn, sem þess eiga kost, sæki ráðstefnuna. Tillagan samþykkt.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1508
Ritari:  Jón Örn Berndsen