Fara í efni

Umhverfis- og tækninefnd

87. fundur 31. janúar 2001 - 12:30 Skrifstofa Skagafjarðar
Umhverfis- og tækninefnd Skagafjarðar
Fundur 87 - 31.01.01.

Ár 2001, miðvikudaginn 31 janúar kl.1230 kom Umhverfis- og tækninefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
            Mætt voru: Stefán Guðmundsson, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvatsdóttir, Jóhann Svavarsson, Örn Þórarinsson, Hallgrímur Ingólfsson, Sigurður Ingvarsson, Árni Ragnarsson.
Dagskrá:
  
             1.      Skipulagsmál - gerð aðalskipulags.
AFGREIÐSLUR:
1.      Rætt um vinnutilhögun við gerð aðalskipulags fyrir Sveitarf. Skagafjörð.
Samþykkt að senda öllum nefndum sveitarfélagsins bréf varðandi þá málaflokka sem undir þær heyra og gefa þeim kost á að koma tillögum sínum á framfæri við U og T. Stefnt á að starfsnefndir skili af sér fyrir 7. mars n.k. og fljótlega eftir það komi nefndirnar á fund U og T varðandi þær áherslur sem þær vilja koma á framfæri.
Árni Ragnarsson fór yfir kaflann 4.0 - 4.8 í greinargerð sem fylgdi Svæðis­skipulagi Skagafjarðar frá árinu 1999. Miklar umræður urðu um málið og mörg sjónarmið komu upp.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15,15.
Örn Þórarinsson, ritari                                   
../ems