Fara í efni

Umhverfisnefnd

35. fundur 08. júní 2006 kl. 10:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Árið 2006, fimmtudaginn 8. júní 2006, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar kl. 10:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:      
Elinborg Hilmarsdóttir, Þorgrímur Ómar Unason, Árni Egilsson og starfsmennirnir Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson.

 

Dagskrá:

  1. Umhverfisviðurkenningar
  2. Ársskýrsla
  3. Önnur mál:

 

Afgreiðslur:

1. Helga Gunnlaugsdóttir gerði grein fyrir stöðu málsins, munu systurnar í Soroptimista­klúbbi Skagafjarðar búnar að fara fyrstu yfirferð yfir Skagafjörðinn fyrir 20. júní n.k. Gert er ráð fyrir því að verðlaunin verði afhent á Landbúnaðarsýningu í Reiðhöllinni í lok ágúst.

2. Lögð fram til kynningar Ársskýrsla Norðurlandsskóga fyrir árið 2005.

3. Önnur mál:

Nefndarmenn og starfsmenn þökkuðu hverjum öðrum fyrir gott samstarf á tímabilinu.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Árni Egilsson, ritari.