Fara í efni

Umhverfisnefnd

29. fundur 04. október 2005 kl. 13:00 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Árið 2005, þriðjudaginn 4. okt. 2005, kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar kl. 13:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Þorgrímur Ómar Unason, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, starfsmennirnir Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.

Dagskrá: 

  1. Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í sveitarfélaginu
  2. Bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurl.vestra
  3. Bréf frá Hundaræktarfélagi Íslands, dags. 24.08.05 varðandi hundahald í sveitarfélögum
  4. Önnur mál.

Afgreiðslur:

1. Lögð fram gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Sveitarfél. Skagafirði. Umhverfisnefnd samþykkir gjaldskrána og vísar henni til Byggðarráðs.

2. Lagt fram bréf frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dags. 9. júní 2005, þar sem kemur fram að Heilbrigðisnefnd gerir ekki athugasemdir við nýgerða samþykkt um hunda- og kattahald í Sveitarfélaginu Skagafirði.

3. Lagt fram bréf frá Hundaræktarfélagi Íslands, dags. 24.08.05, varðandi hundahald í sveitarfélögum, sem vísað var til nefndarinnar frá Byggðarráði. Hallgrími falið að svara bréfinu.

4. Önnur mál engin.


Árni Egilsson, ritari.