Fara í efni

Umhverfisnefnd

28. fundur 09. ágúst 2005 kl. 10:00 - 11:25 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Fundur í Umhverfisnefnd Skagafjarðar þriðjudaginn 9. ágúst 2005 kl. 10:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Árni Egilsson, Guðbjörg Bjarnadóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri. Elinborg Hilmarsdóttir boðaði forföll.

Dagskrá:

  1. Sorpförgun fyrir Norðurland vestra – Tillaga að matsáætlun
  2. Umhverfisviðurkenningar í Sveitarfél. Skagafirði
  3. Önnur mál.

Árni Egilsson stjórnaði fundi í fjarveru formanns.

Afgreiðslur: 

1. Farið yfir tillögu að matsáætlun um sorpförgun á Norðurlandi vestra, sem unnin er af Jarðfræðistofunni Stapa, Reykjavík. Umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða matsáætlun.

2. Ásdís Sigurjónsdóttir kom á fundinn og gerði grein fyrir þeirri vinnu sem Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar hefur unnið að varðandi umhverfisviðurkenningar árið 2005 í Sveitarfél. Skagafirði. Umhverfisviðurkenningar verða afhentar á Land­búnaðarsýningunni í Reiðhöllinni Svaðastöðum 20.-21. ágúst n.k.

3. Önnur mál engin.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:25

Árni Egilsson ritari

Guðbjörg Bjarnadóttir

Helga Gunnlaugsdóttir

Hallgrímur Ingólfsson