Fara í efni

Umhverfisnefnd

27. fundur 13. maí 2005 kl. 09:00 - 10:50 Ráðhúsið á Sauðárkróki

Fundur í Umhverfisnefnd Skagafjarðar föstudaginn 13. maí 2005 kl. 09:00 í Ráðhúsinu, Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Þorgrímur Ómar Unason, Elinborg Hilmarsdóttir, Árni Egilsson, Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi og Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri.

Dagskrá: 

  1. Hunda- og kattahald í sveitarfélaginu.
  2. Heyrúlluplast.
  3. Önnur mál.

a) Bréf frá Umhverfisstofnun

b) Umhverfisviðurkenning - hreinsunarátak


Afgreiðslur: 

1. Farið yfir drög að reglugerð um hunda- og kattahald í sveitarfélaginu. Samþykkt að senda drögin til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

2. ÓK gámaþjónusta er að vinna að samningi við Úrvinnslusjóð um förgun á heyrúlluplasti.

3. Önnur mál:

a) Lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun, dags. 15.04.05, þar sem óskað er eftir samstarfi náttúruverndarnefnda sveitarfélaga varðandi átaksverkefni stofnun­arinnar vegna auglýsinga utan þéttbýlis er stangast á við 43. gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Hallgrími falið að kynna sér málið.

b) Samþykkt að ganga til samstarfs við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar vegna umhverfisviðurkenninga í sveitarfélaginu nú í sumar. Stefnt er að hreinsunar­átaki á þéttbýlisstöðum í Skagafirði frá 20. maí til 30. maí n.k.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:50

Árni Egilsson ritaði fundargerð.