Fara í efni

Umhverfisnefnd

12. fundur 15. apríl 2003 kl. 14:30 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, þriðjudaginn 15. apríl kl. 14:30 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:     
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.

Dagskrá: 

  1. Dagur umhverfisins.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1. Formaður kynnti niðurstöður viðræðna við forstöðumann Náttúrustofu Norðurlands-vestra um viðburð í tilefni af Degi umhverfisins. Nefndin samþykkir að ganga til samstarfs við Náttúrustofu um fuglaskoðunardag þann 26. apríl n.k.

2. Önnur mál.

a) Hallgrímur kynnti tilboð frá Furu ehf. um losun brotjárns fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð. Nefndin samþykkir að hafna tilboðinu þar sem samningur er gildi við Hringrás, en samþykkir jafnframt að endurskoða gildandi samning.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið.

Viðar Einarsson ritaði fundargerð.