Fara í efni

Umhverfisnefnd

10. fundur 11. mars 2003 kl. 15:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, þriðjudaginn 11. mars kl. 15:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:: Ómar Unason, Viðar Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.

 

Dagskrá:

  1. Þriggja ára áætlun.
  2. Samningar vegna sorphreinsunar, sorpurðunarsvæðis, gámaleigu og losunar.
  3. Samstarf Úrvinnslusjóðs og sveitarfélaga um endurnýtingu úrgangs.
  4. Bréf frá mótorkrossmönnum.
  5. Önnur mál.

 

Afgreiðslur:

1. Hallgrímur fór yfir lið 08 hreinlætismál. Samþykkt var að vísa þessum lið til afgreiðslu byggðaráðs.
Helga fór yfir lið 11 umhverfismál. Samþykkt var að vísa þessum lið til afgreiðslu byggðaráðs.

2. Lögð fram samningsdrög við ÓK-gámaþjónustu vegna sorphreinsunar, sorpurðunarsvæðis, gámaleigu og losunar. Samþykkt að vísa þessum samningum til byggðaráðs.

3. Kynnt bréf frá stjórn Úrvinnslusjóðs vegna komandi samstarfs sjóðsins og sveitarfélaga um endurnýtingu úrgangs. Nefndin samþykkir að ganga til samstarfs við sjóðinn.

4. Lagt fram bréf frá mótorkrossmönnum þar sem óskað er eftir svæði til gerðar keppnishæfrar brautar. Málinu frestað.

5. Önnur mál. Engin.

 
Ómar Unason

Viðar Einarsson

Elinborg Hilmarsdóttir

Hallgrímur Ingólfsson

HelgaGunnlaugsdóttir

Fleira ekki gert, fundi slitið.