Fara í efni

Umhverfisnefnd

9. fundur 24. janúar 2003 kl. 14:00 Ráðhús, 550 skr.

Ár 2003, föstudaginn 24. janúar kl. 14:00 kom Umhverfisnefnd Skagafjarðar saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.

Mætt voru:
Ómar Unason, Viðar Einarsson, Hallgrímur Ingólfsson og Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri.

 

Dagskrá: 

  1. Fjárhagsáætlun 2003
  2. Garðyrkjustjóri
  3. Önnur mál.

Afgreiðslur: 

1. Hallgrímur fór yfir lið 08 hreinlætismál í fjárhagsáætlun fyrir árið 2003. Niðurstöðutölur eru: gjöld; 35.305.000,00 tekjur; 18.205.000,00, nettó; 17.100.00,00 Samþykkt að vísa þessum lið til Byggðaráðs og til annarar umræðu í sveitarstjórn.

Tekinn fyrir liður l1 almenningsgarðar og útivist, þar Helga gerði grein fyrir honum. Niðurstöðutölur: gjöld; 28.330.000,00, tekjur; 2.480.000,00, nettó; 25.850.000,00. Samþykkt að vísa þessum lið til Byggðaráðs og til annarar umræðu í sveitarstjórn.

2. Helga gerði grein fyrir störfum garðyrkjustjóra og þeim verkefnum sem framundan eru.

3. Önnur mál. Engin.


Fleira ekki gert, fundi slitið.

Ómar Unason

Viðar Einarsson

Hallgrímur Ingólfsson

Helga Gunnlaugsson