Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd

8. fundur 24. nóvember 2022 kl. 13:00 - 16:00 að Borgarteigi 15, Sauðárkróki
Nefndarmenn
  • Hrefna Jóhannesdóttir formaður
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varaform.
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Valur Valsson verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Steinn Leó Sveinsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá

1.Hafnasambandsþing 2022

Málsnúmer 2206254Vakta málsnúmer

Hafnasambandsþing var haldið í Ólafsvík dagana 27. -28. Október 2022. 4 fulltrúar frá sveitarfélaginu sóttu fundinn sem var bæði fræðandi og áhugaverður.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri fór yfir helstu atriði sem komu fram á þinginu er varða Skagafjarðarhafnir. Ályktanir þingsins lágu fyrir fundinn til kynningar. Frekari upplýsingar liggja fyrir á heimasíðu Hafnasambands Íslands, hafnasamband.is

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

2.Fundagerðir Hafnasambands Ísl 2022

Málsnúmer 2201005Vakta málsnúmer

Fundagerðir Hafnarsambandsins frá fundum nr. 445 og 446 lagðar fram til kynningar.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

3.Dýpkun Sauðárkrókshöfn 2022

Málsnúmer 2209268Vakta málsnúmer

Skagafjarðarhafnir ásamt Vegagerðinni hafa unnið að undirbúningi viðhaldsdýpkunar Sauðárkrókshafnar samkvæmt samgönguáætlun. Stefnt er að því að vinna verkið í vetur. Verkið skiptist í eftirfarandi verkhluta:
Gerð fyrirstöðugarðs innan Sauðárkrókshafnar við Hesteyri. Efnið verður að stórum hluta úr grjótvörn sem fyrir er á staðnum af svæðinu innan við áætlaðan fyrirstöðugarð. Viðhaldsdýpkun innan Sauðárkrókshafnar á þremur svæðum, heildarmagn dýpkunarefnis um 14.000 m3. Efni verði losað í landfyllingu við Hesteyri á hafnarsvæði. Markmið verksins er að auka öryggi hafnarinnar ásamt landvinningum á hafnarsvæðinu.

Nefndin samþykkir áformin og vísar til málinu til afgreiðslu byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

4.SAK - Sauðárkrókshöfn stálþil, 2022

Málsnúmer 2201237Vakta málsnúmer

Vegagerðin og Skagafjarðarhafnir buðu út endurbyggingu efri garðs á Sauðárkróki sl. haust og helstu verkþættir voru:
Brjóta og fjarlægja kant, polla og þekju á núverandi bryggju.
Þilskurður fyrir stálþilsrekstur um 90 m.
Grafa fyrir akkerisstögum og ganga frá stagbita og stögum.
Jarðvinna, fylling og þjöppun.
Reka niður 67 tvöfaldar stálþilsplötur af gerð AZ20-700 og ganga frá stagbitum og stögum.
Steypa um 90 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum.

Eitt tilboð barst í verkið sem var 100% yfir kostnaðaráætlun og því var hafnað. Stefnt er að því að bjóða verkið út aftur eftir áramót.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

5.HFS - Hofsóshöfn, grjótvörn, 2022

Málsnúmer 2201236Vakta málsnúmer

Verkefnið er búið að vera í vinnslu síðan 2020, verkið var boðið út og samið við Víðimelsbræður um þáverandi hönnun. Ekki náðist sátt um hönnunina og farið var í að gera öldulíkan af Hofsóshöfn. Unnin var ný hönnun af grjótgörðum af hafnastjóra Skagafjarðarhafna og Vegagerðinni í samstarfi við notendur hafnarinnar.

Nefndin fagnar því að þessum áfanga er náð og samþykkir framlögð áform og vísar til afgreiðslu byggðarráðs.
Stefnt er á að verkið hefjist eftir áramót.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

6.Gamla bryggjan við smábátabryggju, hönnun og skipulag

Málsnúmer 2204086Vakta málsnúmer

Kynnt er tillaga á hönnun og skipulagi við Gömlu bryggju við smábátahöfnina á Sauðárkróki. Tillagan er unnin af Teiknistofu norðurlands á Akureyri.
Verkefnið felur í sér skipulag og umhverfishönnun við smábátahöfnina og hafnargarðinn á Sauðárkróki. Við hönnun mannvirkja og umhverfis er lögð áhersla á aðlaðandi umhverfi sem styrkir staðaranda svæðisins. Svæðið býður upp á mikla möguleika fyrir bæjarlífið á Sauðárkróki sem opið svæði með sjávartengda frístundaiðkun þar sem vegfarendur geta upplifað miðbæjarstemningu í nálægð við sjóinn.

Nefndin samþykkir tillöguna og leggur til að verkið verði sett í frekari rýni. Sviðsstjóra er falið að annast frekari verkhönnun með tilheyrandi útboðsferli vegna jarð- og lagnavinnu.

Dagur Þór Baldvinsson hafnarstjóri sat þennan lið.

7.Úrvinnsla veiðarfæraúrgangs

Málsnúmer 2210275Vakta málsnúmer

Mörg fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS eða samtökin) hafa á undanförnum misserum undirritað stefnu um samfélagslega ábyrgð. Stefnan grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og tekur til ófjárhagslegra þátta í starfsemi fyrirtækjanna, meðal annars áhrifa á umhverfið og loftslagsmál. Meðal þess sem fyrirtækin undirgangast með stefnunni er að efla fræðslu um endurvinnslu veiðarfæra og sjá sjálf til þess að úrelt veiðarfæri séu hreinsuð, flokkuð og send til endurvinnslu.
Sem liður í framangreindri samfélagsstefnu hafa samtökin, í samstarfi við íslenskar veiðarfæragerðir, tekið í notkun nýtt og endurbætt skilakerfi veiðarfæra. Til þess að stuðla að sem bestum skilum og endurvinnslu hafa samtökin jafnframt óskað eftir góðri samvinnu við Hafnasamband Íslands við að vísa efnum á viðeigandi móttökustöðvar um land allt. Á nýlegum fundi SFS og Hafnasambandsins til að ræða framkvæmd skilakerfisins og samvinnu var jafnframt rætt um óhirt og munaðarlaus veiðarfæri við tilteknar hafnir um landið.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

8.Gjaldskrá Skagafjarðarhafna 2023

Málsnúmer 2211252Vakta málsnúmer

Vegna verðlagsþróunar er lagt til að gjaldskrá Skagafjarðarhafna hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Dagur Þór Baldvinsson hafnastjóri sat þennan lið.

9.Gjaldskrá brunavarna 2023

Málsnúmer 2210101Vakta málsnúmer

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri leggur til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar hækki um 7,7% vegna þeirra liða sem snúa að efniskaupum frá birgjum. Lagt er til að launaliður, þar sem um er að ræða útselda vinnu sem og tækjaleiga hækki um 5,5%. Hækkanir þessar gilda jafnt fyrir almenna gjaldskrá brunavarna sem og gjaldskrá slökkvitækjaþjónustu.

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri fór yfir starfsemi og stöðu Brunavarna Skagafjarðar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir tillöguna og vísar henni til Byggðarráðs.

Svavar A. Birgisson slökkviliðsstjóri sat þennan lið.

10.Gjaldskrá hunda- og kattahalds 2023

Málsnúmer 2210102Vakta málsnúmer

Lagt er til að gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald hækki um 7,7% frá og með 1. janúar 2023.

Umhverfis- og samgöngunefnd ákveður að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.

11.Skógarhlíðargirðing norður

Málsnúmer 2209043Vakta málsnúmer

Á 4.fundi landbúnaðarnefndar þann 17. októbet sl. var samþykkt að beina ákvörðun um breytingu á girðingu við nýja reiðleið í Skógarhlíðinni til umhverfis- og samgöngunefndar, þ.e.a.s. hvort stækka eigi land skógræktar innan girðingarinnar um ca. 5ha.

Nefndin hefur farið yfir málið og fengið álit hjá Helgu Gunnlaugsdóttir garðyrkjufræðings, sem leggur til að farið verði í stækkun skógræktar.

Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 16:00.