Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

58. fundur 01. júní 2010 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá

1.Sorphreinsun á Sauðárkróki - verksamningur

Málsnúmer 1005279Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur um sorphreinsun á Sauðárkróki milli ÓK gamaþjónustu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1. nóvember 2016 með uppsagnarákvæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.

2.Sorphreinsun í Varmahlíð - verksamningur

Málsnúmer 1005280Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur um sorphreinsun í Varmahlíð milli ÓK gamaþjónustu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1. nóvember 2016 með uppsagnarákvæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.

3.Sorphreinsun á Hofsósi - verksamningur

Málsnúmer 1005281Vakta málsnúmer

Lagður fram verksamningur um sorphreinsun á Hofsósi milli ÓK gamaþjónustu og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1. nóvember 2016 með uppsagnarákvæði. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.

4.Samningur um umhverfisverkefni

Málsnúmer 1005282Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Soroptimistaklúbbs Skagafjarðar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um umhverfisverkefni. Samningurinn er dagsettur 1. júní 2010 og gildir til 1 júní 2013. Samningurinn felur í sér að Soroptimistaklúbburinn velur staði og verkefni sem tilnefnd eru til umhverfisverðlauna Skagafjarðar. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir samninginn og vísar honum til byggðarráðs til afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 09:30.