Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

116. fundur 27. nóvember 2015 kl. 14:00 - 15:10 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Ari Jóhann Sigurðsson varaform.
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Starfsmenn
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Ásta Björg Pálmadótttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Dagskrá
Vernharð Guðnason, slökkviliðsstjóri, sat 1. og 2. dagskrárlið fundarins.

1.Gjaldskrá brunavarna 2016

Málsnúmer 1511227Vakta málsnúmer

Lögð var fyrir fundinn beiðni frá Brunavörnum Skagafjarðar vegna breytinga á gjaldskrá fyrir árið 2016.
Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar mun ekki breytast hvað varðar efni frá byrgjum. Ekki verður hjá því komist að hækka útselda vinnu og leigu tækja um 9,2% vegna afar mikilla launahækkana á árinu. Gjaldskráin nær yfir útselda vinnu, leigu tækja í sérstök verkefni og slökkvitækjaþjónustu.
Lagt er til að gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir útselda vinnu ásamt tækjaleigu hækki um 9,2% Gjaldskrá vegna slökkvitækjaþjónustu önnur en þeir liðir sem innihalda vinnu munu ekki hækka. Þeir liðir gjaldskrár slökkvitækjaþjónustu sem innifela vinnu þurfa að hækka um 9,2%.
Nefndin samþykkir beiðni um gjaldskrárbreytingu og vísar henni til Byggðarráðs.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - Brunavarnir Skagafjarðar

Málsnúmer 1511224Vakta málsnúmer

Lögð var fram til kynningar fjárhagsáætlun Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2016.
Nefndin samþykkir áætlunina og vísar henni til Byggðarráðs.

3.Samningur um reiðvegi

Málsnúmer 1507112Vakta málsnúmer

Lögð voru fyrir fundinn drög að samningi fyrir árin 2016 til 2020 á milli Sveitarfélagsins og nýstofnað félags hestamanna í Skagafirði sem tekur til starfa í byrjun næsta árs um uppbyggingu reiðvega í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Nefndin samþykkir samninginn og fagnar tilvonandi uppbyggingu reiðvega um sveitarfélagið og felur sviðstjóra að ganga frá samningnum.

Fundi slitið - kl. 15:10.