Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

86. fundur 27. júní 2013 kl. 09:00 - 10:50 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir aðalm.
  • Jón Sigurðsson áheyrnarftr.
  • Guðný Herdís Kjartansdóttir áheyrnarftr.
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
  • Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri
Fundargerð ritaði: Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Helga Gunnlaugsdóttir, garðyrkjustjóri, sat fundinn undir 1. og 2. lið.

1.Litli Skógur - vinir Litla Skógar

Málsnúmer 1306195Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd tekur framtakinu fagnandi en áréttar að allar framkvæmdir séu unnar í fullu samráði við garðyrkjustjóra, landeigendur og veitu- og framkvæmdasvið Sveitarfélagsins.
Nefndin felur garðyrkjustjóra, sviðsstjóra og formanni nefndar að taka saman gögn með þeim hugmyndum sem til eru um svæðin og funda í framhaldi með vinnuhópnum. Stefnt er að fundi sem fyrst, þar sem farið verður yfir hönnun skilta og frekari framkvæmdir á svæðinu.

2.Fundur með fulltrúum Brimnesskóga

Málsnúmer 1306155Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað frá Brimnesskógafélagi vegna stöðufundar verkefnisins "endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði".
Í júní 2013 hefur verið gróðursett í ríflega 3/4 hluta landsins og stefnt er að því að ljúka gróðursetningu á næstu 2 til 4 árum.
Forsvarsmenn Brimnesskóga vilja koma á framfæri þakklæti til Helgu Gunnlaugsdóttur, garðyrkjustjóra, og sveitarfélagsins fyrir þeirra framlag til verkefnisins.

3.Hraðatakmarkanir á Sauðárkróki

Málsnúmer 1306151Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að hraðatakmörkunum fyrir Sauðárkrók. Drögin gera ráð fyrir 30km hámarkshraða innanbæjar að frátöldu iðnaðarhverfi og eftirfarandi götum;
Sunnanverðri Skagfirðingabraut að Sauðá
Borgargerði
Sæmundarhlíð að sjúkrahúsi
Sauðárhlíð
Strandvegi og Eyrarvegi
Nefndin leggur til að endurskoða hraðatakmarkanir á Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Hegrabraut, Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut að sundlaug verði 50km.
Skoðaðar verði tímabundnar hraðatakmarkanir í gegnum skólahverfi um Sæmundarhlíð og Skagfirðingabraut.
Lagt til að fá umsögn frá Lögreglu um drögin.

4.Árskóli - umferðarmál.

Málsnúmer 1306174Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að hönnun á sleppisvæði (vasa) við Árskóla.
Unnið er að útboðsgögnum og gert ráð fyrir að klára verkið fyrir byrjun skólastarfs.

5.Smábátahöfn - flotbryggjur

Málsnúmer 1212094Vakta málsnúmer

Kynnt voru áform um formlega opnun smábátahafnar, sunnudaginn 30. júní nk. kl 13:00 í tengslum við Lummudaga.

6.Umhverfismál Hofsósi

Málsnúmer 1306147Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Ingu Bryndísi Ingvarsdóttur, kynningarfulltrúa Vesturfarasetursins, varðandi umhverfismál á Hofsósi.
Nefndin þakkar fyrir erindið og sviðsstjóra falið að kanna hvaða úrræði sveitarfélagið hefur í stöðunni.

7.Umhverfisverðlaun Soroptimistaklúbbur

Málsnúmer 1306129Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að samningi við Soroptimistaklúbb Skagafjarðar vegna umhverfisverkefnis.
Samþykkt að framlengja samning til þriggja ára.

8.Landmótun í og við Sauðá, efri hluti, 2013.

Málsnúmer 1306221Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að hleðslum við ræsi í Sauðá á Skagfirðingabraut. Samþykkt að ganga til samninga við verktaka um hleðsluna.

Fundi slitið - kl. 10:50.