Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

12. fundur 16. apríl 2007
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 12 – 16. apríl 2007
 
Ár 2007, mánudaginn 16. apríl kl 1700  kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki  
Fundinn sátu: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Sigurlaug Rún Brynleifsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri og Jón Örn Berndsen settur sviðsstjóri sem ritaði fundargerð.
 
Þórdís setti fund og bauð velkomna fundarmenn – sérstaklega Þorstein Sæmundsson forstöðumann Náttúrustofu.
 
Dagskrá:
1.      Aurflóð í Lindargötu 15. apríl 2007.
2.      Dagur umhverfisins 25. apríl 2007.
3.      Hreinsunarvika.
4.      Önnur mál.
           
 
Afgreiðslur:
 
1.      Aurflóð í Lindargötu 15. apríl 2007. Jón Örn gerði grein fyrir atburðum sunnudagsins 15. apríl en um kl 9 um morguninn féll mikið aurflóð í Lindargötunni. Ástæða þessa mikla flóðs, sem olli tjóni á amk 7 húsum við götuna, var að fallpípa að Gönguskarðsárvirkjun brast með ofangreindum afleiðingum. Þorsteinn Sæmundsson gerði grein fyrir jarðfræði svæðisins. Þorsteinn vitnaði til skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands frá í desember 2006 sem unnin var af Halldóri G. Péturssyni þar sem fram kemur að ekkert bendi til þess að hætta af stórum skriðum eða hruni úr Nöfunum sé til staðar vegna náttúrulegra aðstæðna. Óskað var eftir við Þorstein að hann vinni stöðumatsskýrslu vegna þessara atburða og jafnframt geri hann tillögur að því hvernig bregðast skuli við í framhaldi af þessum atburðum.
 
2.      – 3 Dagur umhverfisins 25. apríl. Rætt um sameiginlega aðkomu Sveitarfélagsins og Náttúrustofu vegna dags umhverfisins og almennt um umhverfismál og umgengni í Sveitarfélaginu. Ákveðið að hafa viku umhverfisins í maí og Helgu falið að auglýsa tillögur nefndarinnar. Þá var rætt um umhverfisverðlaun sem Umhverfisnefnd hefur staðið fyrir að veita undanfarin tvö ár.
 
4.      Önnur mál.
Önnur mál voru engin.  Fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 18.30
 
 
Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1826
 
 
 
                                                                                                            Jón Örn Berndsen
                                                                                                            ritari fundargerðar