Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar

1. fundur 27. júní 2006
Umhverfis- og samgöngunefnd Skagafjarðar
Fundur 1 – 27.06. 2006
 
Ár 2006, þriðjudaginn 27. júní kom umhverfis- og samgöngunefnd saman til fundar í Ráðhúsinu kl. 13:00.
Mætt: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sólveig Olga Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson.
Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, boðaði til fundar og stýrði fyrstu þremur dagskrárliðum og ritaði fundargerð.
 
 
Dagskrá:
  1. Kosning formanns
  2. Kosning varaformanns
  3. Kosning ritara
  4. Kynning á stöðu verkefna
 
 
Afgreiðslur:
 
1.      Margeir Friðriksson, staðgengill sveitarstjóra, setti fund og stjórnaði kosningu. Hann flutti tillögu um Þórdísi Friðbjörnsdóttur, sem formann. Tillagan samþykkt samhljóða.
 
2.      Gerð var tillaga um Sólveigu Olgu Sigurðardóttur sem varaformann. Tillagan samþykkt samhljóða.
 
3.      Flutt var tillaga um Jón Sigurðsson sem ritara. Tillagan samþykkt samhljóða.
 
Að svo búnu fól staðgengill sveitarstjóra nýkjörnum formanni fundarstjórn og óskaði nefndinni velfarnaðar í störfum sínum.
 
4.      Hallgrímur Ingólfsson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs kom inn á fundinn og kynnti fyrir nefndarmönnum væntanleg verkefni og verkefni sem sem eru í gangi hjá Skagafjarðarhöfnum.  Vék hann síðan af fundi.
 
Fleira ekki gert.
Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 13:35.