Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

24. fundur 04. maí 1999 kl. 14:00 - 16:30 Skrifstofa Sveitarfélagsins

SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR

FUNDUR 24. - 04.05.1999

 

Ár 1999, þriðjudaginn 4. maí kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á skrifstofu sveitarfélagsins kl. 1400.

            Mætt voru:  Helgi Sigurðsson, Páll Kolbeinsson, Árni Egilsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Sigrún Alda Sighvats, Herdís Á. Sæmundard., Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson.

 

Fyrsti varaforseti setti fund í fjarveru forseta og lýsti dagskrá:

 

 1. FUNDARGERÐIR;

  1. Byggðarráð 28. apríl.
  2. Menningar- íþr.- og æskulýðsnefnd 21. og 28. apríl.
  3. Skólanefnd 29. apríl.
  4. Umhv.-og tækninefnd 21. og 28. apríl.
  5. Veitustjórn 27. apríl.
  6. Hafnarstjórn 28. apríl.
  7. Atvinnu- og ferðamálanefnd 21. apríl.

2. REGLUR UM FJÁRHAGSAÐSTOÐ Á VEGUM SVF. SKAGAFJARÐAR

3. REGLUR UM MENNINGARSJÓÐ SKAGAFJARÐAR

4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

  1.  Stjórn Ferðasmiðjunnar ehf. 27. apríl.

 

AFGREIÐSLUR:

1. Fundargerðir:

a) Byggðarráð 28. apríl.

    Dagskrá:

  1. Kjörskrá vegna alþingiskosninga 8. maí 1999.
  2. Árvershúsin á Hofsósi.
  3. Bréf frá leikskólakennurum í Skagafirði.
  4. Reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
  5. Tilkynning um 7. ársþing SSNV.
  6. Bréf frá Sjóvá/Almennum og Tryggingamiðstöðinni.
  7. Bréf frá skátafélaginu Eilífsbúum.
  8. Bréf frá Grete Have og Jóni Brynjólfssyni.
  9. Bréf frá Kristianstad.
  10. Bréf frá SSNV vegna þjónustu við fatlaða.
  11. Svar bæjartæknifræðings við bréfi Víðimelsbræðra, Fjarðar og Norðurtaks.
  12. Tillaga að byggðarmerki fyrir Skagafjörð.
  13. Aðalfundir Steinullarverksmiðjunnar hf. og INVEST.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Leggur hún til að 4. lið verði vísað til afgreiðslu með 2. lið dagskrár.  Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Páll Kolbeinsson,

Herdís Sæmundardóttir og Snorri Styrkársson. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs og var fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

b) Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 21. apríl.

Dagskrá:

1.   Bréf frá UMSS

2.   Reglur um Menningarsjóð.

3.   Leikfélag Sauðárkróks.

4.   Arnarstapi - bréf frá Jóni Gissurarsyni.

5.   Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.

6.   Bréf frá Viðari Hreinssyni.

7.   Bréf frá Hilmari Sverrissyni og Birni Björnssyni.

8.   Listahátíð íslands.

9.   Bréf frá Kristnihátíðarnefnd Skagafjarðarprófastsdæmis.

10. Bréf frá Kór Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra.

11. Bréf frá Jóni Garðarssyni og Helga Thorarensen.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.   Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

  

Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 28. apríl.

Dagskrá:

1. Íþróttamál.

2. Málefni Minjahússins.

3. Bréf frá Krækjunum.

4. Önnur mál.

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.   Þá tók til máls Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

 

c) Skólanefnd 29. apríl.

    Dagskrá:

  1. Stuðningsfulltrúi Furukoti.
  2. Ákvörðun um aukagreiðslu í leikskólum.
  3. Bréf frá leikskólakennurum.
  4. Bréf vegna leikskóla Hofsvöllum.
  5. Gæsluvöllur Sólgörðum.
  6. Endurskipulagning í Barnaborg Hofsósi.
  7. Sameining tónlistarskólanna.
  8. Erindisbréf skólanefndar og skólastjóra.
  9. Skipulag skólamála Hofsós – Hólar – Sólgarðar.
  10. Skipulag skólamála Steinsstaðir – Varmahlíð.
  11. Skólaakstur.
  12. Erindi frá foreldraráðum Grunnskólans að Hólum og Steinsstaðaskóla.
  13. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum.
  14. Erindi vegna skólastjórabústaðar Sólgörðum.
  15. Stækkun Grunnskólans á Sauðárkróki.
  16. Breyting á störfum skólaliða og fl.
  17. Önnur mál.

Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina.   Þá tók til máls Ingibjörg Hafstað og leggur hún fram svohljóðandi tillögu:   “Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir að fá verkfræðistofuna Stoð til að fara yfir skipulag skólaaksturs í sveitarfélaginu og meta hugsanlega möguleika á samnýtingu skólaaksturs grunnskólanemenda, heimakstri fjölbrautaskólanema og fólks sem þarf að fara milli svæða s.s. vegna atvinnu.

                        Ingibjörg Hafstað

                        Snorri Styrkársson.

Því næst tóku til máls Páll Kolbeinsson og Snorri Styrkársson sem óskar að eftirfarandi sé bókað:

“Skólanefnd Skagafjarðar hélt síðast fund 2. mars s.l.   Nú á næsta fundi nefndarinnar þann 29. apríl eru fluttar mikilvægar og stefnumarkandi tillögur er lúta að skipulagi skólamála sem taka eiga gildi 1. maí eða áður en sveitarstjórn Skagafjarðar fundar um viðkomandi mál.   Undirritaðir fulltrúar Skagafjarðarlistans óska eftir því að í framtíðinni haldi skólanefnd reglulegar fundi og leggi tillögur sínar í tíma fyrir sveitarstjórn.”

                        Snorri Styrkársson

                        Ingibjörg Hafstað

Þá lagði Snorri Styrkársson fram svohljóðandi tillögu:   “Við sameiningu sveitarfélaganna í Skagafirði var það loforð gefið; - að allar hugsanlegar breytingar á skólahaldi verði framkvæmdar í nánu samstarfi við starfsfólk og þá íbúa sem málið snertir – ;

Kynning á umræddum breytingum á skólahaldi sem hér er boðuð hefur ekki verið nægjanlega rædd opinberlega af sveitarstjórnarfulltrúum, starfsmönnum eða foreldrum.   Við leggjum því til að afgreiðslu þesara liða verði frestað og skólanefnd falið að boða til fundar með foreldrum, kennurum og stjórnendum þeirra skóla sem hér um ræðir.   Nefndin taki síðan umræddar tillögur aftur til umfjöllunar og afgreiðslu í ljósi afstöðu starfsmanna og foreldra.”

                        Snorri Styrkársson

                        Ingibjörg Hafstað.

Næst tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson og Herdís Sæmundardóttir með örstutta athugasemd.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.    

Tillaga Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar varðandi 9. og 10. lið fundargerðarinnar borin undir atkvæði og felld með 9 atkvæðum gegn 2.

Tillaga Ingibjargar Hafstað og Snorra Styrkárssonar varðandi skólaakstur þ.e. 11. lið fundargerðarinnar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

9. og 10. liður fundargerðarinnar bornir upp sérstaklega og samþykktir með 9 samhljóða atkvæðum.   Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson sitja hjá við afgreiðslu þessara liða.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.

 

d) Umhverfis.- og tækninefnd 21. apríl.

    Dagskrá:

  1. Hofsós – Skipulagsmál – drög að skipulagi Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
  2. Varmahlíð – Deiliskipulag – drög – Árni Ragnarsson skipulagsarkitekt.
  3. Freyjugata 9 Sauðárkróki – umsókn um leyfi til viðbyggingar – Máki hf. Guðmundur Örn Ingólfsson.
  4. Skagfirðingabraut 21 – Stjórnsýsluhús – breytingar innanhúss – Þórarinn Sólmundarson fh. umsækjenda.
  5. Efri-Ás Hjaltadal – Umsókn um leyfi til að byggja við fjós í Efra-Ási – Sverrir Magnússon.
  6. Önnur mál.
    6.1.  Aðalgata 25 – liður 12 frá fundi 31. mars 1999.

Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina.   Til máls tók Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.   Páll Kolbeinsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3ja liðar.

 

Umhverfis.- og tækninefnd 28. apríl.

    Dagskrá:

  1. Hofsós – skipulagsmál.
  2. Varmahlíð – deiliskipulag.
  3. Hof, Höfðaströnd – umsókn um leyfi til að breyta minkaskála í hesthús – Elsa Stefánsdóttir.
  4. Akurhlíð 1 – Bréf Einars Sigtryggssonar dags. 19.04.1999.
  5. Gróðurátak á Hofsósi – Bréf Egils Arnar Arnarsonar dags. 27.04.1999.
  6. Önnur mál.

Sigrún Alda Sighvats skýrði fundargerðina.   Þá tók til máls Ingibjörg Hafstað.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

e) Veitustjórn 27. apríl.

    Dagskrá:

  1. Norðlensk orka.
  2. Bréf frá Símoni Skarphéðinssyni.
  3. Útboð hitaveituframkvæmda.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.   Þá tók til máls Sigrún Alda Sighvats og óskar hún að eftirfarandi sé bókað:

“Undirrituð lýsir yfir óánægju með að skrifað var undir stofnsamning Héraðsvatna ehf. án þess að umræður færu fram í Sveitarstjórn Skagafjarðar um áðurnefndan samning.   Þá vísar undirrituð í fundargerð stjórnarfundar Norðlenskrar orku ehf. frá 29. apríl 1999 um afgreiðslu málsins þar.”

                        Sigrún Alda Sighvats.

Næst tóku til máls Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson sem óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 3ja liðar.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  

 

f)  Hafnarstjórn 28. apríl.

    Dagskrá:

  1. Bréf frá Siglingastofnun.
  2. Sumarafleysing á höfninni.
  3. Bréf frá Dögun ehf.

4.   Erindi frá Vesturfarasetrinu á Hofsósi.

Stefán Guðmundsson las fundargerðina.   Til máls tók Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

g) Atvinnu- og ferðamálanefnd 21. apríl

    Dagskrá:

  1. Ferðamiðstöðin Varmahlíð.
  2. Ferðamálafélag Skagafjarðar og Siglufjarðar.
  3. Ferðafélag Skagfirðinga.
  4. Símon Skarphéðinsson – bréf.
  5. Atvinnumál – Orri Hlöðversson.
  6. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.   Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson, Herdís Sæmundardóttir, Snorri Styrkársson,  Herdís Sæmundardóttir og  Stefán Guðmundsson.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

 

2. REGLUR UM FJÁRHAGSAÐSTOÐ Á VEGUM SVF. SKAGAFJARÐAR

Elinborg Hilmarsdóttir fór yfir og skýrði nánar fyrirliggjandi reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og leggur hún til að reglurnar eins og þær liggja fyrir verði samþykktar.

Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.

Reglur um fjárhagsaðstoð á vegum Sveitarfélagsins Skagafjarðar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.

3. REGLUR UM MENNINGARSJÓÐ SKAGAFJARÐAR.

Reglur um Menningarsjóð Skagafjarðar bornar upp og samþykktar samhljóða.

 

4. BRÉF OG KYNNTAR FUNDARGERÐIR;

  1. Stjórn Ferðasmiðjunnar ehf. 27. apríl.

 

Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið.

 

Dagskrá tæmd.   Fundargerð upplesin og samþykkt.   Fundi slitið kl. 16.3o.

 

Helgi Sigurðsson                                                       Elsa Jónsdóttir, ritari

Páll Kolbeinsson

Ásdís Guðmundsdóttir

Árni Egilsson

Sigrún Alda Sighvats

Herdís Á. Sæmundard.

Elinborg Hilmarsdóttir

Stefán Guðmundsson

Sigurður Friðriksson

Ingibjörg Hafstað

Snorri Styrkársson