Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

4. fundur 14. júlí 1998 kl. 14:00 Safnahúsið á Sauðárkróki

Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 4 - 14.07.98

 

Ár 1998, hinn 14. júlí, kom  sveitarstjórn saman til fundar í Safnahúsinu á Sauð­árkróki kl.14.00.  Mættir voru; Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ásdís Guð­munds­dóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmars­dóttir, Sigurður Friðriksson, Einar Gíslason, Ingibjörg Hafstað og Snorri Styrkársson auk sveitarstjóra, Snorra B. Sigurðssonar.

                     

Forseti setti fundinn og lýsti dagskrá:

1. Fundargerðir

         a.  Byggðaráð 3. og 8. júlí.
         b.  Menningar- íþr. og æskulýðsnefnd 6. júlí           
         c.  Félagsmálanefnd 1. og 6. júlí.
         d.  Skólanefnd 26. júní.
         e.  Bygginganefnd Grunnskóla Skr. 11. og 30. júní.
         f.  Umhverfis- og tækninefnd 29. júní og 6. júlí.
         g.  Veitustjórn 1. og 8. júlí. 
         h.  Landbúnaðarnefnd 3. júlí.
          i.  Atvinnu- og ferðamálanefnd 29. júní.

2. Tillaga.

3. Samþykktir fyrir Sameinað sv.félag í Skagafirði.

4. Bréf og kynntar fundargerðir.

Áður en gengið var til dagskrár, leitaði forseti afbrigða um að taka á dagskrá fundargerðir Byggðarráðs frá 9. júlí og Atvinnu- og ferðamálanefndar frá 13. júlí.  Var það samþykkt samhljóða.

 

Afgreiðslur:

1.  Fundargerðir;

a) Byggðarráð 3. júlí

Dagskrá:         

   1. Bréf frá Kaupfélagi Skagfirðinga.
   2. Bréf frá Landsbanka Íslands.
   3. Bréf frá SSNV.
   4. Bréf frá Sjóvá / Almennum
   5. Bréf frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkóki.                                    
   6. Útskrift úr fundarg.bók Launan. sv.félaga.
   7. Bréf frá Blindrafélaginu.
   8. Bréf frá Highland Games á Íslandi.
   9. Málefni Loðskinns h.f.
  10. Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Snorri Björn Sigurðsson og Snorri Styrkársson, sem leggur til að við afgr. 5. liðar verði bætt;  “enda verði leitað með öllum tiltækum ráðum að ríkissjóður eða aðrir aðilar greiði allan ófjármagnaðan byggingar­kostnað”

Þá tók Snorri Björn Sigurðsson til máls.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Snorra Styrkárssonar borin upp og samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin upp og sam­þykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 8. júlí

  1. Starfslok skólastjóra.
  2. Bréf frá PriceWaterHouseCoopers.
  3. Bréf frá Heiðari Björnssyni.
  4. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
  5. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti v/ ný sveitarstj.lög.
  6. Erindi v/leyfisgjöld af leitarhundum.
  7. Málefni Loðskinns hf.
  8. Bréf frá Félagsmálastjóra, G. Ingim.dóttur.
  9. Kjaramál.
  10. Samþykkt.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Ingibjörg Hafstað og leggur til að þeirri samþykkt, sem fjallað er um í 10. lið verði vísað til Landbúnaðarnefndar sem svo geri tillögur að nefndar­skipan til sveitarstjórnar.

Þá tók Ásdís Guðmundsdóttir til máls.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Ingi­bjargar Hafstað borin upp og samþykkt samhljóða.

Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Byggðarráð 9. júlí

Dagskrá: 

   1. Málefni Loðskinns h.f.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 6. júlí

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kynning á stafsviði nefndarinnar.
  4. Bréf frá Bílaklúbbi Skagafjarðar.
  5. Bréf frá Ungm.samb. Skagafjarðar.
  6. Önnur mál. 

Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundar­gerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

c) Félagsmálanefnd 1. júlí

    Dagskrá:

  1. Gengið frá hlutverkum í nefndinni.
  2. Farið yfir hlutverk nefndarinnar.
  3. Barnaverndarnefnd.
  4. Dagvist fyrir aldraða í Skagafirði.
  5. Starfsmenn nefndarinnar.
  6. Trúnaðarmál.

Elínborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Ingibjörg Hafstað, Snorri Björn Sigurðsson, Elínborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, og Ásdís Guðmunds­dóttir.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Félagsmálanefnd 6. júlí

Dagskrá:

  1. Fundaritun.
  2. Jafnréttismál.
  3. Öldrunarmál.
  4. Trúnaðarmál.
  5. Önnur mál:  Áfengisvarnarmál, breyttur fundartími, fyrirspurn.
  6. Viðræður við Þroskahjálp.

Elínborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Var fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

d) Skólanefnd 26. júní

    Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Ráðning aðstoðarskólastjóra við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  4. Ráðning stigstjóra við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  5. Skólaritarar við Grunnskólann á Sauðárkróki.
  6. Kjaramál kennara.
  7. Kennararáðningar.
  8. Byggingarmál Grunnskólans á Sauðárkróki.

Páll Kolbeinsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Stykársson og leggur fram svohljóðandi tillögu; 

“Sveitarstjórn Skagafjarðar tekur undir samþykkt skólanefndar frá 26.6., 8. lið og samþykkir að fela skólanefnd að vinna að uppbyggingu alls grunnskólans á Sauð­árkróki á lóð Gagnfræðaskólans við Skagfirðingabraut. Við vinnu sína skal skólanefnd taka mið af framtíðarþörf grunnskólans á Sauðárkróki og að hægt verði að byggja skólabygginguna í áföngum.

Skólanefnd er heimilt að kjósa sérstaka byggingarnefnd fyrir skólabygginguna og skal hún starfa undir leiðsögn og umsjón skólanefndar”

Snorri Styrkársson
Ingibjörg Hafstað

Þá tóku til máls Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Snorri Styrkársson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga  um að vísa tillögu Snorra Styrkárssonar og Ingi­bjargar Hafstað til skólanefndar, samþykkt samhljóða.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

e) Byggingarnefnd Grunnskóla Skr. 11. júní

    Dagskrá:

   1. Fundur með arkitektum

Einar Gíslason skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Byggingarnefnd Grunnskóla Skr. 30. júní

Dagskrá:

1.  Umsagnir v/ teikninga af viðbyggingu Gagnfræðaskóla Skr. frá stjórn      foreldra- og kennara fél.  Barnaskóla Skr. og foreldraráða Barna og Gagn­fræðaskóla Skr.

Einar Gíslason skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

Var nú gert stutt fundarhlé.

Fundi fram haldið.

f) Umhverfis- og tækninefnd 29. júní

 Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kosning ritara.
  4. Umsóknir um stöðu byggingafulltrúa.
  5. Svæðisskipulag Skagafjarðar.
  6. Ægisstígur 6. Utanhússklæðning.
  7. Furuhlíð 8. Umsókn um gluggabreytingu.
  8. Borgartún 4. Umsókn um gám.
  9. Aðalgata 21 A. Útlitsbreyting og breyting á starfsemi.
  10. Gagnfræðaskólahús á Sauðárkróki. Kynningarteikningar.
  11. Skarðseyri 2, Steypustöð Skagafjarðar. Umsókn um lóðarauka.
  12. Svæði milli Borgarsíðu / Borgarteigs. Umsókn um aðstöðu.
  13. Öldustígur 1. Umsókn um byggingarleyfi f. bílgeymslur.
  14. Freyjugata 18. Þjónustuíbúðir fyrir fatlaða.
  15. Heimavistarlóð fyrir nýja heimavist. Hönnunarsamkeppni.
  16. Aðalskipulag Sauðárkróks 1994-2014.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson,  Snorri Styrkársson og Stefán Guðmundsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 

Umhverfis- og tækninefnd 6. júlí

    Dagskrá:

  1. Hálsakot, Varmahlíð. 

Umsókn um byggingarleyfi f. véla- og verkfærageymslu.

    2. Furulundur 3, Varmahlíð.

Umsókn um graftrarleyfi fyrir leikskóla.

    3. Graskögglaverksmiðja í Vallhólmi.

Umsókn um viðbyggingu við verksmiðjuhúsið.

   4. Svæðisskipulag Skagafjarðar.

   5. Hofsstaðasel.

Umsókn um leyfi til að endurbyggja gamlan bæ.

   6. Svanavatn.     

Umsókn um breytta notkun á gömlu húsi.

   7. Kálfsstaðir.

Umsókn um breytingar á íbúðarhúsi.

   8. Fell.

Umsókn um byggingarleyfi v. útihúsa.

   9. Málmey.

Umsókn um uppsetningu á snyrtiaðstöðu.

   10. Sorphirða í Skagafirði.

   11. Önnur mál.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Ingibjörg Hafstað.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

 
g) Veitustjórn 1. júlí

    Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Kosning ritara.
  4. Útboðið “Hitaveita Skagafjarðar, vinnuútboð 1998.”
  5. Norðlensk orka.
  6. Umsókn v/jarðhitaleitarátaks á köldum svæðum.
  7. Skoðunarferð.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


Veitustjórn 8. júlí

Dagskrá:

   1. Útboðið “Hitaveita Skagafjarðar vinnuútboð 1998”

   2. Norðlensk orka ehf.

Árni Egilsson skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls Snorri Styrkársson, Árni Egils­son og Einar Gíslason.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.


h) Landbúnaðarnefnd 3. júlí

    Dagskrá:

   1. Kosning formanns

   2. Kosning varaformanns

   3. Kosning ritara

   4. Önnur mál

Snorri Björn Sigurðsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

i) Atvinnu- og ferðamálanefnd 29. júní

    Dagskrá:

   1. Kosning formanns

   2. Kosning varaformanns

   3. Staða atvinnumála

   4. Málefni Loðskinns h.f.

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhjóða.


Atvinnu og ferðamálanefnd 13. júlí

     Dagskrá:

   1. Atvinnumál

   2. Loðskinn hf.

   3. Atvinnuþróunarfélag og atvinnuráðgjöf

   4. Viðræður við ferðamálafulltrúa

Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina.  Þá tóku til máls Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson, Stefán Guðmundsson og Gísli Gunnarsson.

Tillaga um að vísa 3. lið fundargerðarinnar til Byggðarráðs, tekin til umræðu.  Til máls tók Snorri Styrkársson.  Samþykkt samhljóða að vísa 3. lið fundargerðarinnar til byggðarráðs og atvinnu- og ferðamálanefndar.

Fundargerðin að öðru leyti samþykkt samhljóða.


2. Tillaga

Fyrir fundinum lá svohljóðandi tillaga;

“Sveitarstjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði samþykkir að skora á Íslandspóst að taka upp póstferðir um Skagafjörð 5 daga í viku, nú þegar.”

Til máls tók Páll Kolbeinsson og fylgdi tillögunni úr hlaði.

Þá tók Snorri Styrkársson (til máls) og leggur til að við tillöguna bætist“..og felur sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Íslandspóst um póstferðir í sveitarfélaginu.”   Tillagan svo breytt borin upp og samþykkt samhljóða.


3. Samþykktir fyrir sameinað sveitarfélag í Skagafirði

Til máls tók Snorri Björn Sigurðsson og fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið á Samþykktum um stjórn sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði  samkv. ábendingum Félagsmálaráðuneytis. Þá tóku til máls Snorri Styrkársson og Snorri Björn Sigurðsson.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Breytingar á samþykktum um stjórn sameinaðs sv.félags í Skagafirði bornar upp og samþykktar samhljóða.
 

4. Bréf og kynntar fundargerðir

-Ekkert lá fyrir undir þessum lið. 

 

Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt.  Fundi slitið. 

Elsa Jónsdóttir, ritari

Gísli Gunnarsson

Einar Gíslason

Elínborg Hilmarsdóttir

Ásdís Guðmundsdóttir

Sigrún Alda Sighvats

Ingibjörg Hafstað

Árni Egilsson

Sigurður Friðriksson

Páll Kolbeinsson

Stefán Guðmundsson

Snorri Styrkársson

Snorri Björn Sigurðsson