Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

281. fundur 23. ágúst 2011 kl. 16:00 - 16:40 í Safnahúsi við Faxatorg
Nefndarmenn
  • Bjarni Jónsson forseti
  • Stefán Vagn Stefánsson aðalm.
  • Sigríður Magnúsdóttir 1. varaforseti
  • Bjarki Tryggvason aðalm.
  • Jón Magnússon aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Sigurjón Þórðarson aðalm.
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir 1. varam.
  • Þorsteinn Tómas Broddason 1. varam.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Helga Sigurrós Bergsdóttir ritari
Fundargerð ritaði: Helga Sigurrós Bergsdóttir stjórnsýsluritari
Dagskrá

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 563

Málsnúmer 1108010FVakta málsnúmer

Fundargerð 563. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 281. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs.

1.1.Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 827. mál.

Málsnúmer 1106140Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hlóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Frumvarpinu ber að hafna en með því er verið að festa aflamarkskerfið í sessi til næstu 23 ára og ekki að taka á óréttlæti kerfisins.

Árangur núverandi aflamarkskerfis við að byggja upp botnfiskstofna er einfaldlega hræðilegur. Áætlaður botnfiskafli á næsta fiskveiðiári í þorski, ýsu, ufsa, gullkarfa, djúpkarfa, grálúðu, skarkola og steinbít er í öllum tegundum minni en það sem veiddist á árinu 1983, ári áður en kvótakerfið var tekið upp. Kerfið hefur greinilega ekki skilað meiri afla á land eins og upphafleg fyrirheit báru með sér en þau voru að kerfið myndi skila innan fárra ára liðlega 500 þúsund tonn jafnstöðuafla. Á næsta fiskveiðiári er fyrirhugað að veiða einungis um 177 þúsund tonn af þorski."

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.2.Umsögn um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða, 839. mál

Málsnúmer 1106141Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.3.Aðalfundur Gagnaveitunnar

Málsnúmer 1107104Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.4.Fjárhagsáætlun 2011 - endurskoðun

Málsnúmer 1108154Vakta málsnúmer

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Sigurjón Þórðarson fulltrúi Frjálsyndra og óháðra álítur endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 tímaeyðslu, nú þegar átta mánuðir eru liðnir af árinu. Miklu nær væri að einbeita sér að aðgerðum sem gætu orðið til þess að endar næðu saman í rekstri sveitarfélagsins.Upplýsingar úr bókhaldi Sveitafélagsins Skagafjarðar bera með sér að tapið á degi hverjum sé liðlega 1 milljón króna. Í stað þess að fara í hagræðingaraðgerðir sem hagræðingarnefnd á vegum sveitarfélagsins lagði til hefur meirihlutinn staðið fyrir tugmilljóna króna útgjöldum sem ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun Skagafjarðar."

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.5.Reglur um launalaus leyfi starfsmanna

Málsnúmer 1108153Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.6.Kænumót SÍL - umsókn um styrk

Málsnúmer 1108094Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

1.7.Laugatún - Frágangur gangstétta

Málsnúmer 1106052Vakta málsnúmer

Afgreiðsla 563. fundar byggðaráðs staðfest á 281. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 557

Málsnúmer 1106005FVakta málsnúmer

Fundargerð 557. fundar byggðarráðs frá 23. júní 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 558

Málsnúmer 1106008FVakta málsnúmer

Fundargerð 558. fundar byggðarráðs frá 30. júní 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

4.Byggðarráð Skagafjarðar - 559

Málsnúmer 1107002FVakta málsnúmer

Fundargerð 559. fundar byggðarráðs frá 7. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

5.Byggðarráð Skagafjarðar - 560

Málsnúmer 1107007FVakta málsnúmer

Fundargerð 560. fundar byggðarráðs frá 14. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

6.Byggðarráð Skagafjarðar - 561

Málsnúmer 1107010FVakta málsnúmer

Fundargerð 561. fundar byggðarráðs frá 28. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

7.Byggðarráð Skagafjarðar - 562

Málsnúmer 1108006FVakta málsnúmer

Fundargerð 562. fundar byggðarráðs frá 11. ágúst lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

8.Félags- og tómstundanefnd - 174

Málsnúmer 1107003FVakta málsnúmer

Fundargerð 174. fundar félags- og tómstundanefndar frá 12. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

9.Fræðslunefnd - 69

Málsnúmer 1107005FVakta málsnúmer

Fundargerð 69. fundar fræðslunefndar frá 9. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

10.Skipulags- og byggingarnefnd - 226

Málsnúmer 1107001FVakta málsnúmer

Fundargerð 226. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 15. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

11.Umhverfis- og samgöngunefnd - 68

Málsnúmer 1107006FVakta málsnúmer

Fundargerð 68. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 18. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

12.Byggingarnefnd Árskóla - 1

Málsnúmer 1103016FVakta málsnúmer

Fundargerð 1. fundar Byggingarnefndar Árskóla frá 21. mars 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

13.Byggingarnefnd Árskóla - 2

Málsnúmer 1104004FVakta málsnúmer

Fundargerð 2. fundar Byggingarnefndar Árskóla frá 7. apríl 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

14.Byggingarnefnd Árskóla - 3

Málsnúmer 1108005FVakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar Byggingarnefndar Árskóla frá 15. júlí lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

15.ö Samstarfsnefnd með Akrahreppi - 9

Málsnúmer 1108002FVakta málsnúmer

Fundargerð 9. fundar Samstarfsnefndar með Akrahreppi frá 30. júní 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar. Byggðarráð hefur áður afgreitt dagskrárliði fundargerðarinnar á grundvelli fullnaðarafgreiðsluumboðs frá sveitarstjórn.

16.SKV - Fundargerðir stjórnar 2011

Málsnúmer 1101002Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Skagafjarðarveitna frá 23. júní 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar.

17.FNV - Fundargerðir skólanefndar 2011

Málsnúmer 1101005Vakta málsnúmer

Fundargerðir Skólanefndar FNV frá 8. mars og 28. júní 2011 lagðar fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar.

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi tillögu.

"Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar átelur þann drátt sem orðið hefur á skipun í stöðu skólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Samkvæmt auglýsingu um starfið var gert ráð fyrir að nýr skólameistari tæki til starfa þann 1. ágúst síðastliðinn. Ljóst er að nú þann 23. ágúst þegar skólinn verður settur, hefur ekki verið gengið frá ráðningu nýs skolameistara og hlýtur það að bitna á allri skipulags vinnu, sem er nauðsynlegt til þess að skólastarf geti gengið hnökralaust fyrir sig."

Bjarni Jónsson, tók til máls með leyfi varaforseta, þá Stefán Vagn Stefánsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Sigríður Svavarsdóttir, Bjarni Jónsson með leyfi varaforseta og Þórdís Friðbjörnsdóttir.

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

18.SSNV - fundargerðir stjórnar 2011

Málsnúmer 1101003Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar SSNV frá 7. júlí 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar.

19.SÍS - Fundargerðir 2011

Málsnúmer 1101004Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 24. júní 2011 lögð fram til kynningar á 281. fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 16:40.