Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

193. fundur 02. nóvember 2006
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur  193 - 2. nóvember 2006
 
Ár 2006, fimmtudaginn 2. nóvember kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Íris Baldvinsdóttir, Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, Sigríður Björnsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson.
Auk þess sat fundinn Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir.
 
Forseti, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, setti fund.
Flutti hún sveitarstjórn kveðjur og þakkir frá Frímúrara­stúkunni Mælifelli.
Gerði síðan grein fyrir því að fundarboð aðalfundar Eyvindarstaðaheiðar ehf hinn 10. nóv. n.k. hefði borist rétt í þessu og leitað samþykkis fundarins um að taka inn á dagskrá að fela byggðarráði að skipa fulltrúa í stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. Var það samþykkt.
Forseti bar síðan formlega upp tillögu um að Byggðarráði yrði falið að tilnefna 3 menn í stjórn Eyvindarstaðaheiðar ehf. Var sú tillaga samþykkt með 8 atkvæðum.
Forseti kynnti dagskrá.
 
Erindi til afgreiðslu
 
1.
364. fundur byggðaráðs, 24. október 2006.
 
 
Mál nr. SV060562
 
Fundargerðin er í 11 liðum.  Bjarni Egilsson kynnti fundargerð.
Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
“Undirritaður vill árétta bókun fulltrúa VG á byggðarráðsfundi um að hann telji við hæfi að áheyrnarfulltrúi fái að sitja fundi nefndrar byggingarnefndar menningarhússins Miðgarðs.”
Bjarni Jónsson.
Því næst tók Bjarni Egilsson til máls.
Þá Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
“Undirritaður gerir athugasemd við að ekki skuli vera skipað í byggingarnefnd menningarhúss fyrr en nú. Jafnframt vekur það upp spurningar um gildi þeirra ákvarðana sem teknar hafa verið til þessa tíma.”
Bjarni Jónsson.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
 
 
2.
365. fundur byggðaráðs, 31. október 2006.
 
 
Mál nr. SV060572
 
Fundargerðin er í 16 liðum. Bjarni Egilsson kynnti fundargerð.
Til máls tók Páll Dagbjartsson.
Þá Bjarni Jónsson, sem ítrekaði bókun VG, sem gerð var á byggðarráðsfundinum:
#GLÍ aðdraganda sveitarstjórnarkosninga síðastliðið vor var fulltrúum núverandi meirihlutaflokka, Framsóknar og Samfylkingar, tíðrætt um breytt og bætt vinnubrögð innan  sveitastjórnarinnar. Samfylkingin lagði t.d. sérstaka áherslu á #GL bætt vinnubrögð með aukinni samvinnu og samstarfi#GL. Miðað við þessa afgreiðslu á tillögunni er ljóst að ekki fara saman orð og efndir. Er það miður.#GL
Bjarni Jónsson
 
Einnig lagði hann fram bókun vegna bréfs Menntamálaráðherra varðandi Miðgarð
 “VG fagnar bréfi Menntamálaráðherra um að ráðuneytið sé tilbúið að hækka framlag sitt í Menningarhúsið Miðgarð um 20 milljónir ef það mætti verða til að framkvæmdum verði lokið með sómasamlegum hætti. Það er nú í höndum sveitarstjórnar að snúa við blaðinu og bregðast með jákvæðum hætti við erindi ráðherra. Það er vilji okkar í VG að sveitarstjórnin sameinist nú um að sækja um aukið fjármagn til  þessa verkefnis svo hægt sé að standa að endurbótum að menningarhúsinu Miðgarði í einum áfanga með aðgengi fyrir alla, þannig að það svari kröfum tímans og fullur sómi sé að.”
Bjarni Jónsson
Síðan Guðmundur Guðlaugsson, Einar E. Einarsson, Bjarni Jónsson, og leggur fram bókun:
“Undirritaður lýsir furðu sinni á því að Ársreikningur Akrahrepps fyrir árið 2005 sé lagður fram til kynningar í Byggðarráði Skagafjarðar. Þó að fjárhagsleg samskipti sveitarfélaganna séu allnokkur þá er Akrahreppur sjálfstætt sveitarfélag og því undarlegt að ársreikningur Akrahrepps sé til umfjöllunar í Byggðarráði Skagafjarðar.
Einnig vakna upp spurningar um hvort samráð hafi verið haft við Hreppsnefnd Akrahrepps um þetta ráðslag.“
Bjarni Jónsson
Því næst kvöddu sér hljóðs Páll Dagbjartsson, Guðmundur Guðlaugsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir með leyfi 2. varaforseta, Bjarni Egilsson. Bjarni Jónsson, Guðmundur Guðlaugsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 7. liðar fundargerðarinnar.
 
3.
061031 Atvinnu- og ferðamálanefnd
 
 
Mál nr. SV060574
 
Dagskrárliðir eru 4. Bjarni Egilsson kynnti fundargerð.
Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Þá Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
“Undirritaður gerir athugasemd við að ekki skuli gerð skýrari grein fyrir umfjöllun um mál í fundargerð atvinnu og ferðamálanefndar. Lítið er hægt að ráða úr fundargerðinni hverskonar hugmyndir um atvinnuþróunarstarf eru til skoðunar hjá nefndinni.
Í Sveitarstjórnarlögum 48. gr. segir um fundargerðir nefnda “Mikilvægt er að skýrar upplýsingar liggi ætíð fyrir um það sem fram fer á fundum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélaga.”
Þess er vænst að nefndin vandi betur til ritunar fundargerða eftirleiðis þannig að betur megi átta sig á þeim málum sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu þeirra.”
Bjarni Jónsson
Síðan kvöddu sér hljóðs Bjarni Egilsson, Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
4.
061017 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060563
 
Eitt mál er á dagskrá. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Bjarni Egilsson tók til máls, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
5.
061024 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV060566
 
Dagskrárliðir eru 4. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tóku Páll Dagbjartsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir.
Þá Bjarni Jónsson og óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 4. og 5. liðar og leggur fram bókun:
“Ekki er ljóst um hvernig ráð er verið að tala þegar talað er um umgmennaráð og ráð eldri borgara.
Núverandi félagsstarf eldri borgara í Skagafirði er öflugt og því tel ég óþarft að bæta við millilið eða flækja samskipti við félög þeirra í Skagafirði með því að sveitarfélagið skipi sérstakt ráð eldri borgara. Sveitarfélagið getur hinsvegar eflt enn frekar samstarfið við félög eldri borgara í Skagafirði.”
Bjarni Jónsson
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir tók til máls með leyfi 2. varaforseta. Því næst Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson. Fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
6.
061030 Fræðslunefnd 9. f.
 
 
Mál nr. SV060565
 
Dagskrárliðir eru 4. Sigurður Árnason kynnti fundargerð.
Til máls tók Bjarni Jónsson  og lagði fram bókun:
“Undirritaður gerir athugasemd við að ekki skuli gerð skýrari grein fyrir málum og umfjöllun um þau í fundargerð fræðslunefndar. Lítið er hægt að ráða úr fundargerðinni um þau mál sem fjallað var um á fundi nefndarinnar.
Í Sveitarstjórnarlögum 48. gr. segir um fundargerðir nefnda “Mikilvægt er að skýrar upplýsingar liggi ætíð fyrir um það sem fram fer á fundum í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélaga.”
Þess er vænst að nefndin vandi betur til ritunar fundargerða eftirleiðis þannig að betur megi átta sig á þeim málum sem eru til umfjöllunar og afgreiðslu þeirra.”
Bjarni Jónsson
Páll Dagbjartsson kvaddi sér hljóðs, síðan Sigríður Björnsdóttir, Bjarni Egilsson, Sigurður Árnason, fleiri ekki. 
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
7.
061018 Menningar- og kynningarnefnd
 
 
Mál nr. SV060567
 
Dagskrárliðir eru 3. Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir kynnti fundargerð.
Til máls tók Páll Dagbjartsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
8.
061031 Skipulags- og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV060575
 
Dagskrárliðir eru 12. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð.
Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
9.
061026 Umhverfis- og samgöngunefnd
 
 
Mál nr. SV060568
 
Dagskrárliðir eru 7. Þórdís Friðbjörnsdóttir kynnti fundargerðina.
Bjarni Jónsson tók til máls og lagði fram bókun:
“Með því að vísa tillögu um viðræður við Samgönguráðuneytið um strandflutninga frá er umhverfis- og samgöngunefnd að segja að tillagan falli ekki efnislega undir nefndina. Sú afgreiðsla felur það einnig í sér að ekki hafi farið fram nein efnisleg umfjöllun um tillöguna. Ekki verður annað ráðið af samþykktum sveitarfélagsins en að hafnarmál heyri undir nefndina.”
Leggur síðan fram svofellda tillögu:
“Til að fylgja eftir markmiðum sveitarfélagsins um góða stjórnsýsluhætti er því lagt til að því verði beint til umhverfis- og samgöngunefndar að hún taki tillöguna til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu á næsta fundi sínum.”
Bjarni Jónsson
Páll Dagbjartsson tók til máls, svo Þórdís Friðbjörnsdóttir, Páll Dagbjartsson, Bjarni Egilsson, Guðmundur Guðlaugsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.
Tillaga Bjarna Jónssonar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
061018 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV060569
 
Dagskrárliðir eru 5.
 
 
11.
060909 Stjórn Náttúrustofu 53.
 
 
Mál nr. SV060570
 
Dagskrárliðir eru 2.
 
 
12.
061018 Stjórn Náttúrustofu 54.
 
 
Mál nr. SV060571
 
Dagskrárliðir eru 5.
 
 
13.
060919 Samráðsnefnd Sveitarfél. Skagafj. og Hólastaðar
 
 
Mál nr. SV060573
 
Dagskrárliðir eru 5.
Um þessar fundargerðir kvöddu sér hljóðs Bjarni Jónsson og Sigurður Árnason, fleiri ekki.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 20:12.   Engilráð Margrét Sigurðardóttir, ritari fundargerðar.