Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

167. fundur 08. september 2005
 
 
Fundur  167 - 8. september 2005
 
Ár 2005, fimmtudaginn 8. september kl. 16:00, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Katrín María Andrésdóttir, Þorgrímur Ómar Unason, Ólafur Atli Sindrason, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Einar Gíslason og Bjarni Pétur Maronsson
 
Fundarritari var Engilráð Margrét Sigurðardóttir
 
 
Lagt fram
 
1.
050902 Byggðarráð
 
 
Mál nr. SV050173
 
 
Fundargerð 314. fundar byggðarráðs frá 2. september 2005. Fundargerðin er í 7 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Einar Gíslason, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur fram bókun varðandi 4. lið fundargerðar:
#GLUndirrituð telur eðlilegt og rétta stjórnsýslu að jarðnæði sveitarfélagsins verði auglýst til leigu eða kaups. Mikilvægt er að gæta þess að jafnræði ríki hjá íbúum sveitarfélagsins, en með því að ganga frá samningi án þess að sveitarfélagið gefi til kynna að til standi að leigja land með því að auglýsa það, er verið að ganga á rétt íbúa og mismuna þeim við úrlausn mála. Því er ekki hægt að segja að afgreiðsla þessa máls falli undir góða stjórnsýslu.#GL
                                                               Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir
Gunnar Bragi Sveinsson tók til máls og lagði fram bókun: 
#GLUndirritaðir ítreka bókun Gunnars Braga frá 2. september og fordæma vinnubrögð meirihlutans í málinu.#GL
Ársæll Guðmundsson kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Maronsson, síðan Gísli Gunnarsson og leggur fram tillögu um viðbót við afgreiðslu byggðarráðs á 4. lið fundargerðarinnar og yrði þá bókunin svohljóðandi:
#GLByggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá samningnum, Að því loknu komi samningurinn aftur fyrir byggðarráð.#GL
Bjarni Maronsson tók síðan til máls, fleiri ekki.
Tillaga Gísla Gunnarssonar borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
2.
050906 Byggðarráð
 
 
Mál nr. SV050174
 
 
Fundargerð 315. fundar byggðarráðs frá 6. sept. 2005. Fundargerðin er í 6 liðum. Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Katrín María Andrésdóttir, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
3.
050829 Félags- og tómstundanefnd
 
 
Mál nr. SV050175
 
 
Fundargerð 65. fundar Félags- og tómstundanefndar frá 29. ágúst 2005.
Fundargerðin er í 9 liðum. Katrín María Andrésdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
4.
050831 Fræðslu- og menningarnefnd
 
 
Mál nr. SV050176
 
 
Fundargerð 50. fundar Fræðslu- og menningarnefndar frá 31. ágúst 2005. Fundargerðin er í 5 liðum. Katrín María Andrésdóttir kynnti þessa fundargerð einnig. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Katrín María Andrésdóttir, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
 
- Hér tók annar varaforseti, Gunnar Bragi Sveinsson, við fundarstjórn.
 
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
5.
050706 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV050177
 
Fundargerð 32. fundar Landbúnaðarnefndar frá 6. júlí 2005.
 
 
 
6.
050830 Landbúnaðarnefnd
 
 
Mál nr. SV050178
 
Fundargerð 33. fundar Landbúnaðarnefndar frá 30. ágúst 2005. Fundargerðin er í 6 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti báðar fundagerðir Landbúnaðarnefndar.
 
Forseti, Gísli Gunnarsson, tók nú aftur við fundarstjórn
 
Til máls tóku Bjarni Maronsson, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, fleiri ekki.
Fundargerðir Landb.n. bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
 
 
7.
050829 Skipul. og byggingarnefnd
 
 
Mál nr. SV050179
 
 
Fundargerð 80. fundar Skipulags- og byggingarnefndar 29. ágúst 2005. Fundargerðin er í 7 liðum. Gunnar Bragi Sveinsson kynnti fundargerð. Til máls tók Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
8.
050906 Eignasjóður
 
 
Mál nr. SV050180
 
 
Fundargerð 6. fundar Eignasjóðs frá 6. sept. 2005. Eitt mál á dagskrá. Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
 
 
9.
Kosning varafulltrúa í kjörstjórn fyrir kjördeild á Hólum
 
 
Mál nr. SV050181
 
 
Kjósa þarf varamann í Kjörstjórn til Alþingiskosninga í kjördeildinni á Hólum í stað Guðrúnar Tryggvadóttur, sem flutt er í burtu. Lögð fram tillaga um að Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Hólum, verði kjörin í hennar stað.
Fleiri tilnefningar komu ekki fram og skoðast Guðrún Þóra Gunnarsdóttir því rétt kjörin.
 
 
Lagt fram til kynningar
 
10.
050815 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV050182
 
Fundargerð 52. fundar Skagafjarðarveitna ehf frá 15. ágúst 2005, í 8 liðum.
 
 
 
11.
050901 Skagafjarðarveitur
 
 
Mál nr. SV050183
 
Fundargerð 54. fundar Skagafjarðarveitna ehf frá 1. sept. 2005. Dagskrárliðir eru 7.
 
 
 
12.
050819 Skagafjarðarveitur ehf
 
 
Mál nr. SV050184
 
Fundargerð 53. fundar Skagafjarðarveitna ehf frá 19. ágúst 2005. Dagskrárliðir eru 2.
 
 
 
13.
050825 Heilbrigðisnefnd Nl.v.
 
 
Mál nr. SV050185
 
Fundargerð Heilbr.nefndar Norðurl.vestra frá 25. ágúst 2005. Dagskrárliðir 6.
 
 
 
14.
NNV stjornarfundur 48
 
 
Mál nr. SV050186
 
 
Náttúrustofa Norðurl. vestra: 48. stjórnarfundargerð frá 24. júní 2005, 3 dagskrárliðir.
Til máls tóku Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson (einnig um fg. Skagafj.veitna), Gunnar Bragi Sveinsson, Einar Gíslason (einnig um Skagafj.veitur), Katrín María Andrésdóttir, Ársæll Guðmundsson, Gísli Gunnarsson, Einar Gíslason, Ársæll Guðmundsson, Katrín María Andrésdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson.
Síðan Ársæll Guðmundsson og leggur til að sveitarstjórn beini þeim tilmælum til stjórnar Náttúrustofu Norðurl. vestra að endurskoða afgreiðslu 2. liðar fundargerðar frá 24.06.2005.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.
Tillaga Ársæls Guðmundssonar borin undir atkv og samþykkt samhljóða.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 18:47
Engilráð Margrét Sigurðardóttir , ritari fundargerðar