Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

165. fundur 23. júní 2005
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 165 -23.06.2005

 
 
Ár 2005, fimmtudaginn 23. júní kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 16:40.
           
Mætt voru: Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar E. Einarsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Gísli Árnason..
 
Forseti setti fund. Leitaði hann samþykkis fulltrúa um að færa dagskrárlið nr. 2, Ársreikninga, aftast á dagskrána, þar eð sveitarstjóri verður þá væntanlega kominn á fundinn til skýringa, ef með þarf. Var það samþykkt.
Þá fór hann fram á að mega bæta inn á dagskrána tillögu varðandi umboð til að ganga frá samningi um menningarhús. – Samþykkt.
Einnig leitaði forseti eftir að taka til afgreiðslu með afbrigðum fundargerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 22. júní sl.  Var að og samþykkt.
Bjarni Jónsson samþykkti með fyrirvara um að afgreiðslu 1. liðar yrði frestað.
 
 Lýsti forseti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
 
1.  Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 21. júní
b)      Atvinnu- og ferðamálanefnd  16. og 21. júní
c)      Fræðslu- og menningarnefnd 15. júní
d)      Skipulags- og byggingarnefnd 22. júní
 
2. Tillaga frá Gísla Gunnarssyni
 
3. Samningur um sameiginlega aðgerðaáætlun milli
            Fjárfestingarstofunnar og Akureyrarbæjar og Húsavíkurbæjar og Skagafjarðar og          Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa inc.
              og
             Tilnefning eins fulltrúa í Samræmingarnefnd
                       
4. Tillaga frá Bjarna Jónssyni
 
5.  Kosningar skv.A-lið 53. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar:
1)   Forseti sveitarstjórnar.
2)   Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
3)      Annar varaforseti sveitarstjórnar.
4)      Tveir skrifarar og tveir til vara.
5)      Byggðarráð - þrír aðalfulltrúar og þrír til vara.
6)      Kjörstjórn við alþingiskosn. - þrír aðalmenn og þrír til vara.
7)      Undirkjörstjórnir fyrir kjördeildir á Hofsósi, á Hólum, á Sauðárkróki, í Skagaseli, í Fljótum, á Steinsstöðum, í Varmahlíð og á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Þrír aðalmenn og þrír til vara í undirkjörstjórn hverrar kjördeildar.
 
6.  Tilnefning fulltrúa á ársþing SSNV
 
7.  Ársreikningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
            stofnana þess fyrir árið 2004 – síðari umræða
 
8.   Bréf og kynntar fundargerðir:
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir
a)   Byggðarráð 21. júní
Dagskrá:
1.      Bygging á nýju fjölbýlishúsi við Sauðármýri
2.      Skarðsá, beiðni um leigutöku
3.      Dragnótaveiðar á Skagafirði
4.      Fjárhagsskema 01.01.05 - 31.05.05
5.      Greinargerð vegna tölvumála Árskóla
6.      Norræn heilsuráðstefna 2005
7.      Vínveitingaleyfi f. Ferðaþjónustuna Bakkaflöt
8.      Vínveitingaleyfi fyrir Gesti og gangandi ehf
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tóku Einar E. Einarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, fleiri ekki.   Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. júní
Dagskrá:
1.      Samstarfsverkefni um miðlun fornleifarannsókna og sögustaða í Skagafirði.
2.      Tilraun með nýungar í bleikjueldi
3.      Framfaramál í Fljótum
4.      Kortagerð af norðanverðum Tröllaskaga
5.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
6.      Önnur mál
 
      Atvinnu- og ferðamálanefnd 21. júní
Dagskrá:
1.      Hátæknisetur á Sauðárkróki
            Framhald verkefnisins
2.      Fiskeldisstöðin að Hraunum í Fljótum
            Staða mála og möguleikar
3.      Staðsetning Ferðamálastofu í Skagafirði
4.      Komur ferðamanna af skemmtiferðaskipum til Skagafjarðar
            Þorsteinn Broddason SSNV fer yfir stöðu mála
5.      Framfaramál í Fljótum
            Trausti Sveinsson á Bjarnargili kemur til fundar
6.      Háhraða tölvutengingar í Skagafirði
7.      Efling Hofsóss sem smábátaverstöðvar
8.      Önnur mál
Bjarni Jónsson skýrði báðar fundargerðirnar. Til máls tóku Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur til að bætt verði inn í tillögu Atvinnumálanefndar: “Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að vinna áfram að hugmyndum um  uppbyggingu ..”
Einnig leggur hún fram eftirfarandi bókun:
 
“Fagna ber því frumkvæði sem Sveinn Ólafsson hefur sýnt með vinnu sinni um skipulagningu og stofnun hátækniseturs á Sauðárkróki, þar sem kemur berlega í ljós að hann hefur fulla trú á að Skagfirðingar geti tekið að sér þetta verkefni og það ber að þakka. Hátæknisetur á Sauðárkróki er verkefni sem hefur verið unnið að frá áramótum og var kynnt sveitarstjórn 16. júní. Ljóst er að um áhugavert verkefni er að ræða, sem vissulega á að skoða frekar. Áætlun gerir ráð fyrir að sveitarfélagið setji inn í verkefnið 8 milljónir króna árlega í 8 ár. Samanlagt 64 milljónir króna. Þar sem um stórt verkefni er að ræða og umtalsverðar fjárhæðir áætlaðar í það frá sveitarfélaginu, tel ég rétt að meta samhliða þessari hugmynd áhrif þess að sveitarfélagið styrki enn frekar þau verkefni, sem það er að vinna að í dag. Full ástæða væri að kanna einnig önnur verkefni sem hægt væri að styrkja, sem tengjast þeim áður en ákvörðun verður tekin um aðkomu sveitarfélagsins að stofnun hátækniseturs.”
                                                            Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafjarðarlista
 
Þórdís Friðbjörnsdóttir tók til máls, þá Bjarni Jónsson og Gísli Árnason. Fleiri ekki.
 
Tillaga Atvinnumálanefndar, sem fram kemur í 1. lið fundargerðar frá 21. júní, með þeirri breytingu, sem Gréta Sjöfn lagði til, borin upp, og er þá svohljóðandi:
 
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að vinna áfram að hugmyndum um  uppbyggingu hátækniseturs á Sauðárkróki á þeim forsendum sem fram koma í skýrslu Sveins Ólafssonar um hátæknisetur. Sveitarstjórn felur atvinnu- og ferðamálanefnd að vinna áfram að málinu í samvinnu við Byggðaráð sem hefji þegar viðræður við mögulega samstarfsaðila með það að markmiði að verkefnið fari formlega af stað í haust.”
Tillagan samþykkt samhljóða.
 
Forseti ber einnig upp tillögu vegna 3. liðar sömu fundargerðar, þar sem í stað orðanna “Atvinnu- og ferðamálanefnd” komi “Sveitarstjórn Skagafjarðar”.
Samþykkt samhljóða.
 
Fundargerðirnar bornar undir atkvæði og samþykktar samhljóða.
 
 
c)   Fræðslu- og menningarnefnd 15. júní
Dagskrá:
1.      Skólamál.
Menningarmál:
2.  Hátíðarhald, 17. júní, Hafnardagur.
3.  Fjárhagsáætlun, hátíðahald.
4.  Bíótækni.
5.  Menningarsamningar.
6.  Félagsheimili.
7.  Tímatákn ehf.
8.  Önnur mál.
Gísli Árnason kynnir fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
d)   Skipulags- og byggingarnefnd 22. júní
Dagskrá:
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum.
2.      Iðutún, Sauðárkróki
3.      Lóðarumsókn – Parhúsalóð við Iðutún, Byggðaból – Björn H. Snorrason
4.      Umsókn um staðsetningu á minnismerki – Sveinn Guðmundsson
5.      Gilstún 28 – lóð skilað inn – Sigurður F. Emilsson
6.      Reykir í Tungusveit - tilraunaeldi, stöðuleyfi
7.      Skólavegur 1, Varmahlíð – lóðarskipti.
8.      Víðihlíð 4, Sauðárkróki – útlitsbreyting
9.      Umferðarfulltrúi SVFÍ og Landsbjargar – bréf
10.  Umsögn um skráningu flugvallar við Varmahlíð
11.  Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Bjarni Jónsson og leggur til að afgreiðslu 1. liðar fundargerðar verði frestað fram yfir kynningarfund um Deiliskipulag að Hólum í kvöld. Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, þá Bjarni Jónsson, Gísli Árnason, Bjarni Maronsson, Gísli Árnason, Gísli Gunnarsson.
 
Tillaga Bjarna Jónssonar um að fresta afgreiðslu 1. liðar borin undir atkvæði og felld með 5 atkv. gegn 2.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu 1. liðar.
 
Einar E. Einarsson leggur nú fram bókun:
“Ég undirritaður mótmæli því að Bjarni Jónsson komi með nokkrum hætti að afgreiðslu 1. liðar þessarar fundargerðar.”
                                                            Einar E. Einarsson.
 
 
2. Tillaga frá Gísla Gunnarssyni
 
Gísli Gunnarsson ber upp eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fela forseta sveitarstjórnar að undirrita samning við mennta­málaráðherra varðandi menningarhús í Skagafirði, á þeim grunni, sem fulltrúar sveitar­félagsins og menntamálaráðuneytisins lögðu til.”
 
Til máls tóku Einar E. Einarsson og Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
3. Samningur um sameiginlega aðgerðaáætlun milli
            Fjárfestingarstofunnar og Akureyrarbæjar og Húsavíkurbæjar og Skagafjarðar og          Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar og Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og Alcoa inc.
              og
             Tilnefning eins fulltrúa í Samræmingarnefnd
 
Ásdís Guðmundsdóttir greinir frá undangengnu vinnuferli. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Einar E. Einarsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Bjarni Jónsson og leggur fram bókun:
 
 “Undirritaðir sveitarstjórnarfulltrúar Vg eru andvígir þeim samningi við Alcoa sem liggur fyrir sveitarstjórn og vísa til ályktana félagsfundar Vg í Skagafirði frá 8. júní. síðastliðnum.
 
Vg í Skagafirði telur að með samningi við Alcoa um staðarval og aðgerðaáætlun við uppbyggingu  álvers á Norðurlandi, með tilheyrandi virkjunarframkvæmdum og landspjöllum, “sé hagsmunum íbúa héraðsins mögulega kastað fyrir róða. Með slíkum samningi er hætta á að Skagfirðingar afsali sér rétti sínum til að gæta með sjálfstæðum hætti hagsmuna sinna varðandi nýtingu auðlinda héraðsins og ákvarðanatöku þar að lútandi. Framtíðarhagsmunir héraðsins felast ekki í virkjun Jökulsánna eða stóriðju og er Vg í Skagafirði andvígt slíkum hugmyndum. Ef hins vegar kæmi til virkjunar Jökulsánna væri með slíkum samningi stórlega búið að veikja stöðu Skagfirðinga gagnvart þeirri skýlausu kröfu að orkan yrði nýtt í héraði.”
 
Félagsfundur Vg. í Skagafirði bendir einnig á að “Héraðsvötnin og Jökulsárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Atvinnutækifærin felast í fjölbreytni og þekkingariðnaði en ekki einhæfum álbræðslum sem skaða möguleika annarra atvinnugreina eins og skýrt hefur komið í ljós að undanförnu. Félagsfundur Vg í Skagafirði leggst því alfarið gegn öllum hugmyndum um virkjanir í Jökulsánum í Skagafirði.”
 
Jafnframt bendum við á tillögu fulltrúa Vg um heildstæða úttekt á möguleikum Skagafjarðar með tilliti til fjölbreyttrar atvinnustarfsemi og stuðningi við nýsköpunarstarf, sem tekin verður til afgreiðslu síðar á fundinum.
Bjarni Jónsson
Gísli Árnason
 
Gísli Gunnarsson tók til máls og lagði fram bókun:
 
“Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa unnið að þessum samningi samkvæmt einróma ákvörðun byggðarráðs frá 31. maí, svohljóðandi:
“Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að hún samþykki að Sveitarfélagið Skagafjörður verði aðili að þessu samkomulagi.”
 
Tilnefning fulltrúa í  í Samræmingarnefnd vegna aðgerðaáætlunar:
 
Tilnefnd er Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri tilnefningar komu ekki fram.
- Samþykkt samhljóða.
 
                       
4. Tillaga frá Bjarna Jónssyni
            Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram tillögu:
 
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir formlegu samstarfi við Iðnaðarráðuneytið og Byggðamálaráðherra um heildstæða úttekt og rannsóknir á möguleikum Skagafjarðar til áframhaldandi uppbyggingar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í héraðinu og stuðningi við það nýsköpunarstarf sem verið er að vinna að, af hálfu Skagfirðinga.”
                                                                                                Bjarni Jónsson
 
Til máls tók Einar E. Einarsson og lagði fram bókun:
 
“Margsinnis í núverandi Sveitarstjórn hafa Framsóknarmenn lagt fram tillögur um eflingu atvinnulífs í Skagafirði. Í þeim tillögum hefur meðal annars verið lagt til að farið yrði í viðræður við Iðnaðarráðuneyti, Fjárfestingarstofu og fleiri aðila til að ræða mögulegan iðnaðar- eða iðjukost fyrir Skagfirðinga. Einnig höfum við nokkrum sinnum lagt til að sett verði beint fjármagn í markvissa leit að nýjum atvinnutækifærum, síðast við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2005. Allt hefur þetta verið fellt af meirihlutanum. Meirihlutinn hefur hinsvegar samþykkt í bæði byggðarrráði 27. apríl og Sveitarstjórn 29. apríl 2004 að gera átak í atvinnumálum Skagfirðinga og fleiri dæmi mætti nefna.
Með hliðsjón af því og öllum þeim tillögum, sem við höfum lagt fram um að efla atvinnustarfsemi í Skagafirði, samþykkjum við að sjálfsögðu tillögu Bjarna Jónssonar um eflingu atvinnulífs í Skagafirði og vonum að meirihlutinn geri meira með þessa samþykkt en hann hefur gert með aðrar sambærilegar sem hann hefur samþykkt um atvinnumál Skagfirðinga hingað til.”
Þórdís Friðbjörnsdóttir,
Einar E. Einarsson,
Elinborg Hilmarsdóttir.
 
Þvínæst töluðu Bjarni Maronsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og leggur fram breytingartillögu:
 
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar felur byggðarráði að óska eftir formlegu samstarfi við Iðnaðarráðuneytið um byggðaáætlun fyrir Skagafjörð til áframhaldandi uppbyggingar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í héraðinu og stuðningi við það nýsköpunarstarf, sem verið er að vinna að, af hálfu Skagfirðinga.”
Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Skagafj.lista.
 
Þá töluðu Bjarni Jónsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Gísli Gunnarsson. Fleiri ekki.
 
Fundarhlé gert kl. 19:00.
 
Gísli Árnason víkur nú af fundi en Ársæll Guðmundsson kemur í hans stað.
 
Fundi framhaldið kl. 19:08.
 
Tillaga Bjarna Jónssonar með breytingum Grétu Sjafnar,  var nú borin undir atkvæði: 
 
“Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir að óska eftir formlegu samstarfi við Iðnaðarráðuneytið um heildstæða úttekt og rannsóknir á möguleikum Skagafjarðar til áframhaldandi uppbyggingar fjölbreyttrar atvinnustarfsemi í héraðinu og stuðningi við það nýsköpunarstarf sem verið er að vinna að, af hálfu Skagfirðinga og aðgerðaráætlanir þar um.”
 
Samþykkt samhljóða
 
 
5.  Kosningar skv.A-lið 53. gr. Samþykkta um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar:
            Til eins árs.
1.      Forseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Gísla Gunnarsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gísli Gunnarsson því rétt kjörinn.
2.      Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Fram kom tillaga um Bjarna Jónsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Bjarni Jónsson því rétt kjörinn.
3.      Annar varaforseti sveitarstjórnar
Fram kom tillaga um Gunnar Braga Sveinsson.
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Gunnar Bragi Sveinsson því rétt kjörinn.
4.      Tveir skrifarar sveitarstjórnar og jafnmargir til vara úr hópi sveitarstjórnarfulltrúa.
Fram kom tillaga um:
      Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Ásdís Guðmundsdóttir                          Bjarni Maronsson
Þórdís Friðbjörnsdóttir                         Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
5.      Byggðarráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara.
Fram kom tillaga um:
      Aðalmenn:                                                        Varamenn:
Gísli Gunnarsson                                               Bjarni Maronsson
Bjarni Jónsson                                                  Ársæll Guðmundsson
Gunnar Bragi Sveinsson                                    Þórdís Friðbjörnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
 
6.      Kjörstjórn við Alþingiskosningar:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Ásdís Ármannsdóttir                                         Ásgrímur Sigurbjörnsson
                        Gunnar Sveinsson                                             Kristján Sigurpálsson
                        María Lóa Friðjónsdóttir                                   Guðmundur Vilhelmsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
7.   Undirkjörstjórnir:
                  Kjördeild Hofsósi:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Halldór Ólafsson                                               Sigmundur Jóhannesson
                        Ásdís Garðarsdóttir                                          Dagmar Þorvaldsdóttir
                        Bjarni Þórisson                                     Einar Einarsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild á Hólum:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Sigurður Þorsteinsson                                       Hörður Jónsson
                        Sverrir Magnússon                                            Guðrún Tryggvadóttir
                        Haraldur Jóhannsson                                         Árdís Björnsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
 
Gísli Gunnarsson leggur til að hér verði sú breyting gerð að sætaskipti verði, þ.e. Konráð Gíslason verði aðalmaður en Reynir Kárason varamaður. Er það samþykkt.
 
                  Kjördeild á Sauðárkróki:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Konráð Gíslason                                               Reynir Kárason                                               
                        Baldvin Kristjánsson                                         Ágústa Eiríksdóttir
                        Lovísa Símonardóttir                                         Þórarinn Sólmundarson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
Kjördeild á Skaga:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Jón Stefánsson                                                  Guðrún Halldóra Björnsdóóttir
                        Brynja Ólafsdóttir                                             Jósefína Erlendsdóttir
                        Steinn Rögnvaldsson                                         Jón Benediktsson
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
      Kjördeild Fljótum:
Fram kom tillaga um:
Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Hermann Jónsson                                             Haukur Ástvaldsson
                        Hólmfríður Bergþóra Pétursdóttir                      Sigurbjörg Bjarnadóttir
                        Ríkharður Jónsson                                            Íris Jónsdóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
                  Kjördeild Steinsstöðum:
Fram kom tillaga um:
                        Aðalmenn                                                         Varamenn
                        Hólmfríður Jónsdóttir                                        Jóhannes Guðmundsson
                        Eymundur Þórarinsson                          Magnús Óskarsson
                        Smári Borgarsson                                             Þórey Helgadóttir
Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.