Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

149. fundur 21. október 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 149 - 21.10.2004

Ár 2004, fimmtudaginn 21. október, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Dómsalnum, Ráðhúsinu, Skagfirðingabraut 21, kl. 1600
 Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir, Einar Einarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Gísli Árnason, Gísli Gunnarsson og Ársæll Guðmundsson.
 Forseti setti fund og lýsti dagskrá:

DAGSKRÁ:
1.  Fundargerðir:
a) Byggðarráð 12. og 19. okt.
b) Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. og 19. okt.
c) Fræðslu- og menningarnefnd 13. okt.
d) Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði 4. okt.
2.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Náttúrustofa Norðurlands vestra, stjórnarf. 6. júlí og 5. okt.
b) Skagafjarðarveitur 18. okt.
c) Fundarg. Skólanefndar FNV 16. sept.

AFGREIÐSLUR:
1.  Fundargerðir
a)  Byggðarráð 12. okt.
Dagskrá:
1. Verksamningur við Jarðfræðistofuna Stapa ehf. v/umhverfisrannsókna í tengslum við nýja sorpförgunarstað
2. Málefni Rafveitu Sauðárkróks
3. Fjárhagsáætlun 2005
4. Erindi íbúa Lindargötu 17, Sauðárkróki
5. Trúnaðarmál
6. Fundargerð starfskjaranefndar 7. október 2004
7. Eignasjóður
a) Tilboð í fasteignina Jöklatún 18, Sauðárkróki
8. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Fundargerð samstarfsnefndar um sorpförgun á Norðurlandi vestra
b) Bréf frá Öldunni-stéttarfélagi
c) Bréf frá Fuglavernd
d) Bréf frá Ferðaskrifstofu Guðmundar Jónassonar ehf.
e) Bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.   Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson og Þórdís Friðbjörnsdóttir.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  Fulltrúar Framsóknarflokks sitja hjá við afgreiðslu annars liðar fundargerðarinnar.

Byggðarráð 19. okt.
Dagskrá:
1. Stjórn Skagafjarðarveitna ehf. kemur til fundar vegna erindis frá Norðurorku
2. Ragnheiður Traustadóttir kemur til fundar vegna fornleifarannsókna í Skagafirði
3. Formaður skipulags- og bygginganefndar kynnir stöðu sorpförgunarmála
4. Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn v/refa- og minkaeyðingar
5. Áskorun til sveitarstjórnar vegna dragnótaveiða - undirskriftarlisti
6. Áskorun frá samtökum grunnskólakennara
7. Trúnaðarmál
8. Beiðni um lækkun á skiplagsgjaldi/byggingaleyfisgjaldi – erindi áður á dagskrá 7. okt. 2004
9. Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Bréf frá Birni Baldurssyni
b) Fundargerð stjórnar Félagsheimilisins Miðgarðs 4. október 2004
c) Fundargerð 28. fundar framkvæmdanefndar v/Landsmóts UMFÍ 2004
Bjarni Maronsson skýrði fundargerðina.  Aðrir  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 12. okt.
Dagskrá:
      1)      Reiðleiðir í Skagafirði.
      Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingafulltrúi kemur á fund.
      2)      Hátæknisetur á Sauðárkróki.Sveinn Ólafsson kemur á fund.
      3)      Gulu síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um  þjónustu í
        Skagafirði á skagafjordur.is.  Erindi frá sviðsstjóra.
      4)      Önnur mál.

Atvinnu- og ferðamálanefnd 19. okt.
Dagskrá:
1)   Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi. 
2)   Könnun á starfskjörum fólks innan sveitarfélagsins. 
3)   Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari
       atvinnuuppbyggingar.
4)   Fiskeldi í Fljótum – staða mála
5)   Aðsend erindi
6)   Önnur mál.
Ársæll Guðmundsson skýrði fundargerðirnar.   Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Þórdís Friðbjörnsdóttir,  Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og leggur hann til að 3j lið fundargerðar 12. október verði vísað aftur til nefndarinnar,  Síðan tóku til máls Ársæll Guðmundsson og Einar Einarsson.   Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga um að fresta afgreiðslu 3ja liðar fundargerðar 12. október og vísa honum aftur til nefndarinnar til að sveitarstjórnarfulltrúar geti kynnt sér málið betur, borin upp og samþykkt samhljóða.   Fundargerðirnar að öðru leyti bornar upp saman og samþykktar samhljóða.

c) Fræðslu- menningarnefnd 13. okt.
Dagskrá:
Skólamál:
1. Vinna að stefnumótun.
2.   Önnur mál.
Menningarmál:
3. Bókhald félagsheimila.
4. Húsnefnd Bifrastar.
5. Staða rekstrar 05.
6. Önnur mál.
Gísli Árnason skýrði fundargerðina.   Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.   Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.

d)   Samstarfsnefnd sveitarfélaga í Skagafirði 4. október.
Dagskrá:
1. Rekstraryfirlit Varmahlíðarskóla fyrstu átta mánuði ársins.
2. Rekstraryfirlit Íþróttamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
3. Sjónarhóll.
4. Náttúrugripasafn Skagafjarðar.
5. Afmæli Varmahlíðarskóla – 30 ár.
6. Leikskólinn Birkilundur.
Menningarmál:
7.   Menningarhúsið Miðgarður.
Gísli Gunnarsson skýrði fundargerðina.   Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin upp og samþykkt samhljóða.

2.  Bréf og kynntar fundargerðir:
a) Náttúrustofa Norðurl. vestra, stjórnarf. 6. júlí og 5. okt.
b) Skagafjarðarveitur 18. okt.
c) Fundarg. Skólanefndar FNV 16. sept.
Til máls tók Þórdís Friðbjörnsdóttir og spurðist fyrir um atriði í fundargerðum Skagafjarðarveitna og Skólanefndar FNV.
Gísli Árnason svaraði fyrirspurn Þórdísar hvað varðar fundarg. Skagafjarðarveitna.  Þá tóku Bjarni Maronsson til máls og Gísli Árnason.
Gísli Gunnarsson svaraði fyrirspurn Þórdísar Friðbjörnsdóttur hvað varðar fundargerð skólanefndar FNV
   
   
Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið.    Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið 17:40
 
     Elsa Jónsdóttir, ritari.