Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

141. fundur 13. maí 2004
Sveitarstjórn Skagafjarðar
Fundur 141 - 13.05.2004
 
 
Ár 2004, fimmtudaginn 13. maí, kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Safnahúsinu við Faxatorg, kl. 16.30.
            Mætt voru: Gunnar Bragi Sveinsson, Einar E. Einarsson, Sigurður Árnason, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Bjarni Maronsson, Helgi Thorarensen, Harpa Kristinsdóttir og Ársæll Guðmundsson.
 
Forseti setti fund og og leitaði samþykkis fundarmanna um að taka með afbrigðum á dagskrá fundargerð Byggðarráðs í dag, 13. maí. Var það samþykkt.  Lýsti síðan dagskrá svo breyttri:
 
DAGSKRÁ:
1.   Fundargerðir
a)      Byggðarráð 4. og 13. maí
b)      Félags- og tómstundanefnd 27. apríl
c)      Samgöngunefnd 28. apríl
d)      Skipulags- og byggingarnefnd 10. maí
e)      Umhverfisnefnd 4. maí
 
2.   Lega Þverárfjallsvegar norðan Sauðárkróks
          a)   Afgreiðsla samgöngunefndar 28. apríl
            b)   Afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar 10. maí
 
3.   Ársreikningur Sveitarfél. Skagafjarðar og stofnana
            þess f. árið 2003 – síðari umræða
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir
            a)  Fundargerð Heilbr.nefndar Norðurl. vestra 27. apríl
            b)  Fundarg. Skagafjarðarveitna 5. maí
            c)  Tilkynning um 12. ársþing SSNV
            d)  SSNV – Sameining sveitarfélaga
            e)  SÍS – Ályktun um eflingu sveitarstjórnarstigsins
            f)  Fundarg. aðalfundar Húsnæðissamv.fél. Skagafj. 13. febr.
            g)  Fundarg. skólanefndar FNV 30. apríl
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Fundargerðir:
a)   Byggðarráð 4. maí
Dagskrá:
1.Ársreikningur 2003
2.Stefna á hendur sveitarfélaginu – Karl Axelsson hrl. fyrir hönd Snorra Björns Sigurðssonar
3.Erindi vísað til byggðarráðs frá sveitarstjórn 29. apríl 2004
4.Erindi frá fræðslu- og menningarnefnd varðandi leikskólamál í Varmahlíð
5.Erindi frá félags- og tómstundanefnd varðandi Túngötu 4, Hofsósi
6.Skipulag skólaaksturs
7.Bréf frá UST. Viðmiðunartaxtar ríkisins vegna refa- og minkaveiða
8.Forkaupsréttur að jörðinni Fitjum
9.Forkaupsréttur að jörðinni Steintúni
10.     Aðalfundur Tækifæris hf.
11.     Erindi frá Eignasjóði:
a)      Erindi frá Kristínu Magnúsdóttur og Sigurpáli Aðalsteinssyni
b)      Sala íbúða á Hofsósi
12.     Trúnaðarmál
13.     Aðalfundarboð Veiðifélags Laxár í Skefilsstaðahr.
14.     Bréf og kynntar fundargerðir
a)      Námskeið um félagsþjónustu sveitarfélaga
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerðina. Til máls tók Gunnar Bragi Sveinsson og lagði fram svofellda bókun varðandi 4.  lið:
“Undirritaðir undrast seinagang í málinu en upphaf þess má rekja til haustsins 2003. Því er mikilvægt að ekki verði dregið frekar að kalla samráðsnefndina saman svo hægt sé að taka ákvörðun í málinu.”
Gunnar Bragi Sveinsson
Einar E. Einarsson
Sigurður Árnason
Einar E. Einarsson kvaddi sér hljóðs, þá Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson, Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
Byggðarráð 13. maí
Dagskrá:
1.      Tilboð í lánsfjármögnun fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð.
2.      Samþykkt Lánasjóðs sveitarfélaga um lán til Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Til máls tók Helgi Thorarensen, fleiri ekki.
Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
Fulltrúar Framsóknarmanna óska bókað að þeir sitji hjá við afgreiðslu 2. liðar.
Helgi Thorarensen óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu fundargerðarinnar.
 
 
b)  Félags- og tómstundanefnd 27. apríl
Dagskrá:
Tómstundamál
1.      Skipan starfshóps til að fjalla um “Hús frítímans”

Íþróttamál
2.      Umsjón íþróttaleikvangsins á Sauðárkróki
3.      Málefni íþróttavalla utan Sauðárkróks, Hofsós, Hólar, Varmahlíð og Steinsstaðir
4.      Sparkvellir, samstarfsverkefni sveitarfélaga og Knattspyrnusambands Íslands
5.      Erindi frá knattspyrnudeild Tindastóls vegna stúkubyggingar
6.      Bréf frá Neista – styrkumsókn vegna húsnæðis
7.      Áheyrnarfulltrúar á fundum nefndarinnar
8.      Reglur um úthlutun styrkja  til íþróttafélaga vegna íþróttaiðkunar barna og unglinga
 
Félagsmál
9.      Trúnaðarmál
10.  Endurmat samnings SFNV og félagsmálaráðuneytisins 2004
11.  Önnur mál
Ásdís Guðmundsdóttir kynnti fundargerð. Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ásdís Guðmundsdóttir, fleiri ekki. Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
c)  Samgöngunefnd 28. apríl
Dagskrá:
1.  Erindi til nefndarinnar frá íbúum í Dalsplássi
2.  Þverárfjallsvegur v. Sauðárkrók – erindi frá Byggðarráði
3.  Dögun ehf – umsókn um lóð undir frystigeymslur
4.  Flugsamgöngur við Sauðárkrók
5.  Önnur mál
Ársæll Guðmundsson kynnti fundargerð og vísaði 2. lið hennar til 2. liðar á dagskrá þessa sveitarstjórnarfundar. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
d)   Skipulags- og byggingarnefnd 10. maí
Dagskrá:
1.Þverárfjallsvegur  – erindi Byggðarráðs frá 20. apríl sl.
2.Jarðgöng – erindi Trausta Sveinssonar
3.Erindi frá Landbúnaðarnefnd
4.Landsvirkjun, umsókn um heimild til uppsetningar og reksturs mælimastra
5.Aðalgata 7 – umsögn um vínveitingarleyfi
6.Jaðar – byggingarleyfisumsókn
7.Bréf Búhölda, dags. 4. maí
8.Önnur mál.
Bjarni Maronsson kynnti fundargerð og vísaði 1. lið hennar til 2. liðar á dagskrá þessa fundar.
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, fleiri ekki.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e)   Umhverfisnefnd 4. maí
Dagskrá:
1.      Fegrunarátak – framhald vegna fundar 19. apríl sl.
2.      Önnur mál.
Gísli Gunnarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Fundargerð borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
 
2.   Lega Þverárfjallsvegar norðan Sauðárkróks
 
a)   Afgreiðsla samgöngunefndar 28. apríl
b)   Afgreiðsla skipulags- og bygginganefndar 10. maí
Gísli Gunnarsson las bréf formanns Samgöngunefndar Skagafj., dags. í dag 13. maí, varðandi afgreiðslu nefndarinnar 28. apr., en í því er farið fram á að frestað verði lokaafgreiðslu þessa máls svo nefndin megi fjalla frekar um það.
Til máls tóku Gunnar Bragi Sveinsson, Ársæll Guðmundsson, Einar E. Einarsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson.
Bréf formanns samgöngu­nefndar borið undir atkvæði. Erindið er fellt með 4 atkv., aðrir sitja hjá.
 
Kynnti Gísli síðan a-lið, afgreiðslu samgöngunefndar og Bjarni Maronsson b-lið, afgreiðslu skipulags- og bygginganefndar.
Til máls tóku Einar E. Einarsson, Helgi Thorarensen, Ársæll Guðmundsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Bjarni Maronsson, Helgi Thorarensen, fleiri ekki.
 
Gísli Gunnarsson bar nú upp þá tillögu samgöngunefndar að Þverárfjallsvegur liggi um ósa Gönguskarðsár, sem er breyting á núverandi samþykkt.
Tillagan felld með 5 atkv. gegn 4.
 
Ársæll Guðmundsson leggur fram svofellda bókun:
“Eftir að hafa hlýtt á málflutning hlutaðeigandi aðila og nefnda um legu Þverárfjallsvegar er ég sannfærður um að leiðin yfir ósa Gönguskarðsár er hentugri leið en sú sem liggur vestur meðfram Gönguskarðsánni. Harma ég niðurstöðu sveitarstjórnar þar sem litið er framhjá framtíðaruppbyggingu fyrirtækjarekstrar norðan árinnar og fegurri umgjörð aðkomu að Sauðárkróki. Einnig hafa menn með þessu valið nær því 40 milljón  króna dýrari kost um mýri og skorninga. Ég er sannfærður um það að vegur um Eyrina og yfir ósinn trufli hvorki né hamli fyrirtækjarekstri á svæðinu. Þvert á móti tel ég Þverárfjallsveg um svæðið vera til verulegra bóta.”

3.   Ársreikningur Sveitarfélagsins Skagafjarðar og stofnana
þess f. árið 2003 – síðari umræða
 
Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri tók til máls og skýrði reikninginn. Las hann upp áritanir löggiltra endurskoðenda og einnig kjörinna skoðunarmanna. Skýrði hann þær breytingar sem orðið hafa á ársreikningnum frá fyrri umræðu. Breytingarnar hafa engin áhrif á heildarniðurstöðu ársreikningsins.
 
Leggur sveitarstjóri til að ársreikningur 2003 verði samþykktur.
 
Niðurstöðutölur rekstrarreiknings ársins 2003 eru þessar; rekstrartekjur A-hluta sveitarsjóðs kr. 1.472.754.099, samanteknar rekstrartekjur A- og B- hluta sveitarsjóðs kr. 1.711.009.651.  Rekstrargjöld A-hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 1.601.195.474.  Samantekin rekstrargjöld A og B hluta sveitarsjóðs án fjármunatekna og fjármagnsgjalda kr. 1.794.515.291.  Nettó fjármagnsliðir A-hluta sveitarsjóðs eru kr. 56.728.763 og samantekið fyrir A og B hluta sveitarsjóðs kr. 123.703.506.  Rekstrarniðurstaða er neikvæð í A-hluta að upphæð kr. 185.170.138 og neikvæð í samanteknum A og B hluta að upphæð kr. 207.209.146.  Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2003 nam 1.047 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 816,4 millj. kr.  Á árinu voru lífeyrisskuldbindingar sveitarfélagsins uppreiknaðar en það hafði þá ekki verið gert síðan 1999 og hækkuðu þær um kr. 78 milljónir miðað við áætlaða stöðu og viðskiptakröfur voru niðurskrifaðar um kr. 27 milljónir og skýrir það frávik frá fjárhagsáætlun að mestu leyti.
 
Til máls tók Sigurður Árnason og leggur fram svofellda bókun:
”Undirritaðir lýsa vonbrigðum og áhyggjum af niðurstöðu ársreiknings 2003. Samkvæmt áætlun var gert ráð fyrir lækkun skulda en niðurstaðan er skuldaaukning. Skuldir sveitarfélagsins nema nú 2.733 milljónum en voru 2.525 milljónir þegar núverandi meirihluti tók við. Boðuð hagræðing í rekstri hefur ekki komið fram og áætlanir um tekjuaukningu til eflingar atvinnulífs og íbúafjölgunar vantar.”
                                                                  Gunnar Bragi Sveinsson
                                                                  Einar E. Einarsson
                                                                  Sigurður Árnason
 
Helgi Thorarensen kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun:
”Rekstur sveitarfélagsins á árinu 2003 er í ýmsum málum á góðum rekspöl. Ljóst er að einstakar stofnanir sveitarfélagsins halda rekstri sínum að mestu leyti innan fjárhagsáætlunar. Við samþykkt fjárhagsáætlunar meirihluta sveitarstjórnar fyrir árið 2003 var mjög þrengt að ýmsum stofnunum í rekstri. Þrátt fyrir það halda starfsmenn sveitarfélagsins rekstrinum að mestu innan marka þrátt fyrir margvíslegt mótlæti. Þetta ber að þakka.
Það syrtir samt verulega í álinn á árinu 2003. Sem fyrr er það skortur á faglegri vinnu, þekkingu og staðfestu við áætlanagerð og rekstur sem fer úr skorðum hjá æðstu stjórnendum sveitarfélagsins og sveitarstjórninni sjálfri. Á árinu eru afskrifaðar sem tapaðar viðskiptakröfur um 140 milljónir króna. Einnig var allt hlutafé í Höfða ehf afskrifað fyrir 3,7 milljónir króna, gatnagerðargjöld niðurfærð um 22 milljónir og viðskiptakröfur færðar niður um 36,5 milljónir króna. Fleiri niðurfærslur og afskriftir voru gerðar í þessum ársreikningi en eru ekki sýnilegar í honum. Einnig voru lífeyrisskuldbindingar uppreiknaðar á árinu um 78 milljónir króna. Fulltrúi Skagafjarðarlistans hafði bent á þetta atriði strax við samþykkt fjárhagsáætlunarinnar 2003 en meirihlutinn skellti skollaeyrum við því.
Rekstur ársins 2003 sýnir 207 milljón króna halla og heildarskuldir í árslok voru rúmir 2,7 milljarðar króna eða nánast þær sömu og um mitt ár 2001. Hér er um verulegt frávik frá upphaflegri áætlun meirihluta sveitarstjórnar að ræða. Tapið jókst um tæpar 130 milljónir króna og skuldirnar urðu um 200 milljónum króna  hærri en áætlunin sagði til um. Fyrirsjáanlegt er að áframhaldandi hallarekstur verði á árinu 2004. Skuldir sveitarfélagsins stefna því í að verða 2,9 milljarðar í lok þessa árs.”
                                                      Helgi Thorarensen, Skagafjarðarlista
 
Þá tók til máls Gísli Gunnarsson, Ársæll Guðmundsson, Sigurður Árnason, Ársæll Guðmundsson, fleiri ekki.
Ársreikningar 2003 bornir undir atkvæði og samþykktir samhljóða.
 
 
4.   Bréf og kynntar fundargerðir
 
a)  Fundargerð Heilbr.nefndar Norðurl. vestra 27. apríl
b)  Fundarg. Skagafjarðarveitna 5. maí
c)  Tilkynning um 12. ársþing SSNV
d)  SSNV – Sameining sveitarfélaga
e)  SÍS – Ályktun um eflingu sveitarstjórnarstigsins
f)  Fundarg. aðalfundar Húsnæðissamv.fél. Skagafj. 13. febr.
g)  Fundarg. skólanefndar FNV 30. apríl
 
Sigurður Árnason kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. Því næst Gísli Gunnarsson, fleiri ekki.
 
            Dagskrá tæmd. Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 19,25.
 
                                                            Engilráð M. Sigurðardóttir, ritari