Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

83. fundur 23. október 2001
SVEITARSTJÓRN  SKAGAFJARÐAR
FUNDUR 83 - 23.10.2001
.
                                                
                                                                                    

Ár 2001, þriðjudaginn 23. október  kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar í Hólaskóla kl. 1600.
            Mætt voru:  Gísli Gunnarsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Herdís Á. Sæmundardóttir, Ingimar Ingimarsson, Stefán Guðmundsson, Elinborg Hilmarsdóttir, Ingibjörg Hafstað, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Jón Gauti Jónsson. 
Forseti setti fund og lýsti dagskrá: 
DAGSKRÁ:
1.            Fundargerðir:

  
             a)   Byggðarráð 17. október.
  
             b)   Atvinnu- og ferðamálanefnd 10. október.
  
             c)   Félagsmálanefnd 15. október.
  
             d)   Landbúnaðarnefnd 9. október.
  
             e)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 11.október.
  
             f)     Nefnd um byggingu þjónustuíb.fyrir aldraða 16.október.
  
             g)   Skólanefnd 16. október.
2.
         Bréf og kynntar fundargerðir:
  
             a)   Fundargerð Skólanefndar FNV 26. september. 
AFGREIÐSLUR: 
1.      Fundargerðir:
a)      Byggðarráð 17.október.
  
     Dagskrá:
  
      1.      Samþykktir fyrir Húseignir Skagafjarðar ehf. – tilnefning
               fulltrúa á stofnfund og ákvörðun um upphæð hlutafjár.
  
      2.      Niðurstöður nefndar um byggingu íbúða fyrir aldraðra.
  
      3.      Úrskurður Yfirfasteignamatsnefndar v/Skeiðsfossvirkjunar
               – mat lögfræðings.
  
      4.      Bréf frá Hartmanni Ásgrímssyni v/Kolkuóss.
  
      5.      Erindi frá Tækifæri hf. v/síðasta áfanga hlutafjáraukningar.
  
      6.      Erindi frá MÍÆ nefnd v/fasteignagjalda á Höfðaborg og Árgarð.
  
      7.      Fundargerð bygginganefndar grunnskóla frá 03.10. 2001.
  
      8.      Fundargerð kjaranefndar frá 26.09. 2001.
  
      9.      Fundargerð starfskjaranefndar frá 01.10. 2001.
  
      10.  Erindi frá félagsmálanefnd v/reglna um niðurgreiðslu á
               daggæslu í heimahúsum.
  
      11.  Erindi frá félagsmálanefnd v/reglna um ferðaþjónustu fatlaðra.
  
      12.  Erindi frá Fasteignamiðstöðinni v/sölu á jörðinni Sigríðarstöðum.
  
      13.  Erindi frá Ingibjörgu Þorsteinsdóttur lögfr., v/sölu á Ytri
               Húsabakka – umsögn landbúnaðarnefndar.
  
      14.  Frá sýslumanni – umsögn:  Umsókn um leyfi til að reka veitingahús.
  
      15. Frá sýslumanni – umsögn:  Umsókn um leyfi til reksturs hótels að
  
            Lindargötu.
  
      16. Erindi frá frjálsíþróttadeild Tindastóls.
  
      17. Ráðstefnan “Byggðamál, alþjóðavæðing og samvinna”,
               Byggðastofnun og iðnaðarráðuneyti.
  
      18. Yfirlit frá Hagstofu – Búferlaflutningar jan.-sept. 2001.
Snorri Styrkársson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Gísli Gunnarsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Gauti Jónsson.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.  
 
    b)     Atvinnu- og ferðamálanefnd 10. október.
           
Dagskrá:

  
         1.      Aðalskipulag Skagafjarðar
  
         2.      Önnur mál
  
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin
    þarfnast ekki atkvæðagreiðslu.
 
c)    Félagsmálanefnd 15. október.
  
    Dagskrá:
  
     1.      Trúnaðarmál
  
     2.      Húsnæðismál
  
     3.      Dagvistun á einkaheimilum
        4.      Lagt fram bréf varðandi félagsstarf aldraðra á Löngumýri
  
     5.      Kynnt samþykkt sveitarstjórnar um fjárhagsáætlunarferli sveitarfélagsins
  
     6.      Greint frá helstu niðurstöðum starfsdaga Byggðasamlags um málefni fatlaðra
              á Norðurlandi vestra, sem haldnir voru að Löngumýri 24.og 25.september s.l.
  
     7.      Kynnt samstarfsverkefni um bætta unglingamenningu og forvarnir
  
     8.      Önnur mál
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina.  Til máls tóku Gísli Gunnarsson og Elinborg Hilmarsdóttir.  Fleiri  kvöddu sér ekki hljóðs.  Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
      d)   Landbúnaðarnefnd 9. október.
  
         Dagskrá:
  
         1.      Fundarsetning
  
         2.      Bréf, er varðar jörðina Ytri-Húsabakka, dags. 1. sept. 2001, undirr. af
                  Ingibjörgu Þorsteinsd., lögfræðingi, - afh. landbúnaðarnefnd af sveitarstjóra -.
  
         3.      Útrýming fjárkláða
  
     Jón Gauti Jónsson skýrði fundargerðina.  Til máls tók Snorri Styrkársson sem
        leggur til  að niður falli 2. málsgrein í afgreiðslu landbúnaðarnefndar á 2. lið í
        fundargerðinni. 
        Leggur Snorri Styrkársson fram svohljóðandi tillögu:  “Sveitarstjórn Skagafjarðar
        samþykkir að mæla með því að Gísli Jónsson fái keypta ábúðarjörð sína, Ytri
        Húsabakka.”  Gísli Gunnarsson víkur af fundi meðan verið er að ræða 2. lið
        fundargerðarinnar.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.  Tillaga Snorra Styrkárssonar borin
        undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerðin að öðru leyti borin undir
        atkvæði og samþykkt samhljóða. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað að þeir
        sitji hjá við afgreiðslu tillögunnar. 

e)   Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 11.október.
  
   Dagskrá:
  
     1.          Bréf frá Birni Björnssyni, skólastjóra, dags. 26. sept.
  
     2.          Bréf frá Frjálsíþróttadeild Tindastóls, dags. 29. sept.
  
     3.          Óafgreidd erindi
  
     4.          Íþróttamannvirki í Skagafirði
  
     5.          Önnur mál
  
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
    Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      f)    Nefnd um byggingu þjónustuíb. fyrir aldraða  16.október.
           
Dagskrá:

  
         1.      Fundur með eldri borgurum 17.10.
  
         2.      Búsetugjald
  
         3.      Tillaga um stofnun húsnæðissamvinnufélags  Skagafjarðar
  
         4.      Önnur mál
  
     Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
        Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. 

      g)   Skólanefnd 16. október.
           
Dagskrá:

  
         Grunnskólamál:
  
         1.      Erindi vegna gæslu í skólabíl
  
         2.      Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
  
         3.      Tölvuvæðing grunnskólanna
  
         4.      Tilboð á sundkortum
  
         5.      Önnur mál.
  
         Almenn mál:
  
         6.      Texti vegna aðalskipulags Skagafjarðar
  
         7.      Leikreglur vegna fjárhagsáætlanagerðar 2002
  
         8.      Félags- og skólaþjónusta
  
         9.      Önnur mál
  
     Ingimar Ingimarsson skýrði fundargerðina.  Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. 
        Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
 
2.   Bréf og kynntar fundargerðir.
  
     1.      Fundargerð Skólanefndar FNV 26. september.
Enginn kvaddi sér hljóðs undir þessum lið. 
Dagskrá tæmd.  Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 16.55. 
                                                            Elsa Jónsdóttir, ritari.