Fara í efni

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar

49. fundur 07. mars 2000
 Sveitarstjórn Skagafjarðar
FUNDUR 49 - 07.03.2000
.

Ár 2000, þriðjudaginn 7. mars kom Sveitarstjórn Skagafjarðar saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 1400.
Mætt voru: Brynjar Pálsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Árni Egilsson, Sigrún Alda Sighvats, Helgi Sigurðsson, Herdís Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Stefán Guðmundsson, Sigurður Friðriksson, Ingibjörg Hafstað og Pétur Valdimarsson, ásamt sveitarstjóra Snorra Birni Sigurðssyni.
Fyrsti varaforseti, Stefán Guðmundsson setti fund í fjarveru forseta, Gísla Gunnarssonar og lýsti dagskrá:
DAGSKRÁ:
1. Fundargerðir:
      1. Byggðarráð 22. feb. og 1. mars.
      2. Menn.- íþr.- og æskulýðsnefnd 14. feb. og 1. mars.
      3. Félagsmálanefnd 22. feb.
      4. Umhverfis- og tækninefnd 16. feb.
      5. Veitustjórn 2. mars
      6. Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. og 21. feb. og 1. mars.
2. Kosningar:
  1. Tveir fulltrúar í stjórn Styrktarsjóðs Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur.
  2. Einn fulltrúi í Barnaverndarnefnd Skagafjarðar í stað Árna Egilssonar (svo fremi beiðni hans um lausn frá störfum verði samþykkt).
3. Bréf og kynntar fundargerðir:
    1. Bréf frá Snorra Styrkárssyni um leyfi frá störfum.
    2. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 16. feb.
    3. Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð 24. feb.
AFGREIÐSLUR:
  1. FUNDARGERÐIR:
  1. Byggðarráð 22. febrúar.
        Dagskrá:
      1. Bréf frá Arnarauga.
      2. Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi.
      3. Samkomulag við leikskólakennara.
      4. Bréf varðandi Háskólann á Akureyri.
      5. Bréf frá Óskari Jónssyni lækni.
      6. Bréf frá ÁTVR.
      7. Bréf frá Gagnvirkri miðlun.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 3ja liðar.
Byggðarráð 1. mars.
Dagskrá:
      1. Bréf frá Jóni Brynjólfssyni og Grethe Have.
      2. Bréf frá Sýslumanni vegna Hestasport.
      3. Bréf frá Sýslumanni vegna Höllu Ingibjargar Guðmundsdóttur
      4. Bréf frá Skrifstofu jafnréttismála.
      5. Bréf frá Sýslumanni og Heilbrigðiseftirliti vegna áfengisveitingaleyfis.
      6. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
      7. Bréf frá S.Í.S.
      8. Bréf frá Pétri Stefánssyni.
      9. Bréf frá F.N.V.
      10. Umsókn um niðurfellingu.
      11. Bréf frá SSNV.
      12. Kynnisferð til vesturstrandar Írlands.
Herdís Sæmundardóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Brynjar Pálsson og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
b) Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 14. febrúar.
    Dagskrá:
      1. Golfklúbbur Sauðárkróks.
      2. Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
      3. Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.
      4. Bréf frá Villa Nova.
      5. Íþróttamaður Skagafjarðar.
      6. Íþróttahúsið á Sauðárkróki.
      7. Hátíðarhöld í Skagafirði árið 2000.
      8. Menningarhús.
      9. Fulltrúi í rekstrarnefnd skíðasvæðis.
      10. Önnur mál.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
    Menningar- íþrótta- og æskulýðsnefnd 1. mars.
    Dagskrá:
      1. Bréf frá Sigurdríf Jónatansdóttur um styrk v. Skátaþings í Danmörku.
      2. Tilnefning fulltrúa í rekstrarnefnd v.skíðasvæðis.
      3. Styrkir til listamanna v.námskeiðs á Akureyri.
      4. Bréf frá Kór Fjölbrautaskóla Nv.
      5. Bréf frá 3. fl. í knattspyrnu Tindast. v. Danmerkurferðar.
      6. Forgangsröðun íþróttamannvirkja í Skagafirði.
      7. Frestað erindi frá Umf. og íþr.fél. Smára v. íþróttavallar í Varmahlíð.
      8. Bréf frá Rökkurkórnum um styrk.
      9. Til kynningar: Menningartengd ferðamennska í Skagafirði.
Ásdís Guðmundsdóttir skýrði fundargerðina. Til máls tóku Herdís Sæmundardóttir, Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Sigrún Alda Sighvats óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu 1. liðar.
c) Félagsmálanefnd 22. febrúar.
    Dagskrá:
      1. Samstarf lögreglu og félagsþjónustu.
      2. Húsnæðismál.
      3. Reglur um niðurgreiðslu á daggæslu í heimahúsum.
      4. Trúnaðarmál.
      5. Önnur mál.
Elinborg Hilmarsdóttir skýrði fundargerðina. Aðrir kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
d) Umhv.-og tækninefnd 16. febrúar.
        Dagskrá:
      1. Aldamótaskógar.
      2. Umsóknir um laus störf. 2.1.Aðstoðarmaður byggingarfulltrúa.
        2.2.Tæknimaður á tæknideild.
      3. Íbúðasvæði aldraðra á Sauðárhæðum. 3.1.Götunöfn.
        3.2.Byggingarskilmálar og samþykktir Búmanna.
      4. Hofsós - skipulagsmál.
      5. Akurhlíð 1, Sauðárkróki.
      6. Ægisstígur 7 - bílgeymsla.
      7. Umsókn um byggingarlóð fyrir reiðskemmu.
      8. Önnur mál.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Ingibjörg Hafstað og Stefán Guðmundsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
e) Veitustjórn 2. mars.
    Dagskrá:
      1. Vatnsveitumál í Varmahlíð (stjórn Vatnsveitufélags Varmahlíðar mætir á fundinn).
      2. Húsaleigusamningur v/Faxatorgs 1.
      3. Reglur um endurgreiðslur hitaveituheimæða v/niðurgreiðslu á rafmagni í dreifbýli.
      4. Aðalfundur Samorku.
      5. Útboð á vatnstanki fyrir vatnsveituna á Hofsósi.
      6. Bréf frá Viggó Jónssyni v/Kaupfélags Skagfirðinga.
      7. Bréf frá Máka hf.
      8. Bréf frá Sigríði Sigurðardóttur safnverði í Glaumbæ.
      9. Tæknifundur hita- og vatnsveitna í Vestmannaeyjum í maí nk.
      10. Nordvarme ráðstefna á Akureyri í ágúst nk.
      11. Skýrsla v/Steinsstaða.
      12. Önnur mál.
      1. Starfsmannamál.
      2. Reglugerð v/hitaveitna.
Árni Egilsson skýrði fundargerðina. Til máls tóku Brynjar Pálsson og Árni Egilsson. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerðin borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
f) Atvinnu- og ferðamálanefnd 16. febrúar.
    Dagskrá:
      1. Bréf: Skráning og flokkun menningararfs á Norðurlandi vestra til nýsköpunar í ferðaþjónustu.
      2. Fiskirækt í Skagafirði – Bjarni Jónsson, Hólum.
      3. Fulltrúar Skógræktarfélags Skagfirðinga.
    Atvinnu- og ferðamálanefnd 21. febrúar.
    Dagskrá:
1. Bleikjueldi í Skagafirði.
    Atvinnu- og ferðamálanefnd 1. mars.
    Dagskrá:
      1. Möguleikar á betri nýtingu á veiðiám og vötnum í Skagafirði.
Stefán Guðmundsson skýrði fundargerðirnar. Til máls tóku Brynjar Pálsson og Herdís Sæmundardóttir. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs. Fundargerð 16. febrúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. fundargerð 21. febrúar borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða. Fundargerð 1. mars borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða.
2. Kosningar:
    1. Tveir fulltrúar í stjórn Styrktarsjóðs Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur. Fram kom tillaga um Ólaf Sveinsson og Elínu Sigurðardóttur. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast þessir aðilar því rétt kjörnir.
    2. Einn fulltrúi í Barnaverndarnefnd Skagafjarðar í stað Árna Egilssonar (svo fremi beiðni hans um lausn frá störfum verði samþykkt).
Lagt var fram bréf frá Árna Egilssyni þar sem hann óskar eftir lausn frá störfum í Barnaverndarnefnd Skagafjarðar. Var erindið samþykkt samhljóða.
Fram kom tillaga um Jón Sigfús Sigurjónsson í Barnaverndarnefnd Skagafjarðar í stað Árna. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Jón því rétt kjörinn.
3. Bréf og kynntar fundargerðir:
    1. Bréf frá Snorra Styrkárssyni um leyfi frá störfum.
Lagt fram bréf frá Snorra Styrkárssyni þar sem hann óskar eftir leyfi frá störfum. Var samþykkt samhljóða að verða við erindinu.
Þá var lagt fram bréf frá fulltrúum Skagafjarðarlistans, undirritað af Ingibjörgu Hafstað og Pétri Valdimarssyni, þar sem tilkynnt er að Pétur Valdimarsson taki sæti Snorra Styrkárssonar í leyfistíma hans. Stefanía Hjördís Leifsdóttir verður fyrsti varamaður. Þá er tillaga um að í stað Snorra Styrkárssonar í veitunefnd verði Ingvar Guðnason aðalmaður og til vara Þórarinn Leifsson. Var það samþykkt samhljóða.
  1. Heilbrigðisnefnd Norðurlands vestra 16. feb.
  2. Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð 24. feb.
Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir þessum lið.
Dagskrá tæmd. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 15.45.
 
                    Elsa Jónsdóttir, ritari.