Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 03. febrúar 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Arnór Gunnarsson
Dagskrá

1.Lóðamál í Varmahlíð

Málsnúmer 0903065Vakta málsnúmer

Sigurður Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa mætti á fund og skýrði frá lóðamálum í Varmahlíð. Sveitarfélagið þarf að gera lóðaleigusamning við Skógrækt ríkisins vegna tjaldsvæðis og aðstöðuhúss, sem því tilheyrir. Einnig þarf að ganga formlega frá skipulagi og staðsetningu lóða sem tilheyra starfsemi Skagafjarðarveitna, þ.e. borholna og aðstöðuhúsa, bæði fyrir heitt og kalt vatn. Einnig þarf að skilgreina lóðamörk lóða á Norðurbrún með afgerandi hætti. Það þarf líka að ganga frá lóðamörkum og hnitsetja íþróttavellina í Varmahlíð. Formanni falið að ganga í málið við Tæknideild sveitarfélagsins í samráði við landeigendur. Þóra Björk skýrði frá stöðu lóðamála í Varmahlíð og þeim samningi, sem hún gerði við ISS hús en þeir höfðu farið fram á greiðsludreifingu á lóðaleigu og var það samþ., þar sem þeir voru ekki í vanskilum. Þær lóðir sem eru óbyggðar falla aftur til Varmahlíðarstjórnar samanber samning.

2.Lögn ljósleiðara í landi Reykjarhóls - umsókn Fjarski

Málsnúmer 0903067Vakta málsnúmer

Formaður skýrði frá því að Fjarski ehf hafi óskað eftir því að leggja ljósleiðara um land það sem tilheyrir Varmahlíðarstjórn. Var lagningin samþykkt.

3.Lagning 66 kV jarðstrengs Vhl-Skr

Málsnúmer 0903066Vakta málsnúmer

Formaður skýrði frá því að Landsnet hafi óskað eftir því að leggja ljósleiðara og rafstreng um land það sem tilheyrir Varmahlíðarstjórn. Var lagningin samþykkt.

4.Umsókn um styrk v. Minjasafns Kristjáns Runólfssonar

Málsnúmer 0903068Vakta málsnúmer

Samþ. að veita Hjalta Pálssyni frá Hofi styrk að upphæð 1.000.000, - einmilljónkróna- til að kaupa minjasafn Kristjáns Runólfssonar og endurheimta það til Skagafjarðar en Kristján var búinn að flytja það til Hveragerðis.

5.Leiksk. Birkilundur - afmælisboð

Málsnúmer 0903069Vakta málsnúmer

Lesið bréf frá leikskóla Varmahlíðar dagsett 20. janúar 2009. Þar er sagt frá 10 ára afmæli skólans og minnt á þörf hans fyrir leikföng. Samþ. að styrkja leikskólann um kr. 100.000,- -hundraðþúsundkrónur- til leikfangakaupa.

Fundi slitið.