Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

19. fundur 01. júlí 2021 kl. 18:00 - 18:30 í Gránu Bistro
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
  • Stefán Gísli Haraldsson aðalm.
  • Jón Daníel Jónsson
Fundargerð ritaði: Einar E Einarsson
Dagskrá
Margrét F. Guðmundsdóttir sat fundinn undir lið 1.

1.Árshlutauppgjör 2021

Málsnúmer 2106302Vakta málsnúmer

Margrét F. Guðmundsdóttir lagði fram árshlutauppgjör frá 1. janúar til 18. maí 2021. Gerði Margrét grein fyrir þeim kostnaði sem varð af rekstri félagsins á þessum tíma og niðurstöðu reikningsins. Þar með talið að lagt hefði verið það fé sem eftir var á reikningi félagsins 1.134.841 inn á Sveitarfélagið Skagafjörð samkvæmt samþykkt stjórnar frá 15. apríl 2021. Árshlutauppgjörið var samþykkt samhljóða.

2.Bréf til sýslumanns

Málsnúmer 2106303Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að bréfi til sýslumanns dagsett 1. júlí 2021 þar sem óskað er eftir því við sýslumanninn á Norðurlandi vestra að Menningarsetur Skagfirðinga verði formlega lagt niður á grundvelli 6. gr. laga um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr. 19/1988, með síðari breytingum. Bréfið samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 18:30.