Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

1. fundur 14. janúar 2015 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Þórdís Friðbjörnsdóttir formaður
  • Arnór Gunnarsson varaform.
  • Gunnar Rögnvaldsson ritari
  • Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir aðalm.
  • Björg Baldursdóttir aðalm.
Fundargerð ritaði: Gunnar Rögnvaldsson ritari
Dagskrá

1.Kynning á fyrirhuguðum framkvæmdum við Hótel Varmahlíð

Málsnúmer 1602088Vakta málsnúmer

Gestur fundarins Jón Örn Berndsen, byggingafulltrúi sveitarfélagsins, kynnti fyrirhugaðar framkvæmdir við Hótel Varmahlíð. Máli sínu til stuðnings lagði hann fram uppdrátt sem skipulags- og byggingarnefnd hefur fengið frá Gestagangi ehf en Menningarsetrið er lóðahafi og hefur þar með umsagnarrétt um framkvæmdina.

Samkvæmt deiliskipulagi Varmahlíðar frá 1997 er ekki gert ráð fyrir framkvæmdum á reitnum svo skipulagslegrar meðferðar er þörf verði farið í framkvæmdir.

Skipulags- og byggingarnefnd hefur vísað erindinu til stjórnar Menningarseturs til umsagnar.

Málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi.
Fundargerðin er skráð eftir fundagerðarbók Menningarsetur Skagafirðinga í Varmahlíð, af Helgu S. Bergsdóttur.

Fundi slitið.