Fara í efni

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga

22007. fundur 15. júní 2007
Stjórn  Menningarseturs  Skagfirðinga í Varmahlíð
Fundur 2 – 15.06.2007
 
 
Föstudaginn 15. júní 2007 kom stjórn Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð saman til fundar í Áshúsinu. Mætt voru Ásdís Sigurjónsd., Arnór Gunnarsson, Guðmann Tobíasson, Þóra Björk Jónsdóttir og Gunnar Rögnvaldsson, sem ritaði fundargerð.
 
Dagskrá:
1.      Reykjarhóll, staða mála vegna niðurrifs.
2.      Bréf frá Umf. Smára.
3.      Önnur mál
 
Þóra Björk bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Formaður kynnti samtal við slökkviliðsstjóra sveitarfélagsins, sem ekki hefur áhuga á að nota gamla Reykjarhólshúsið til æfingar. Fyrir liggur bréf frá Sigríði, safnverði í Glaumbæ, sem hefur áhuga á að nálgast nýtilega muni úr húsinu í samráði við ábúanda Reykjarhóls. Fram kom í bréfi Fornleifaverndar frá 30. nóv. 2006 að niðurrif fari fram með aðgát og grunnur og næsta nágrenni verði fyrir sem minnstum skemmdum vegna minjagildis.
Lagt til að fá verðtilboð frá ÓK-gámaþjónustu í niðurrifið.
 
  1. Þann 11. júní sl. barst stjórninni bréf frá Ungmennafélaginu Smára í Varmahlíð um gerð upphitaðs sparkvallar við Varmahlíðarskóla, þar sem beðið er um fjárstuðning í verkefnið. Aðrir styrktaraðilar eru m.a. KSÍ og Sveitarfélagið Skagafjörður en heildarkostnaður er áætlaður um 13 milljónir.
Samþykkt að veita Umf. Smára eina milljón króna – 1.000.000,-, sem greiðist út í tvennu lagi: kr. 500.000,- á þessu ári og kr. 500.000,- árið 2008.
 
  1. Guðmann kynnti munnlega fyrirspurn frá byggingarfulltrúa sveitarfélagsins vegna áðurnefndra sparkvallaframkvæmda.
Ákveðið að biðja um formlegt erindi frá byggingarfulltrúa vegna lóðamála Varmahlíðarskóla og vatnstanka í landi Reykjarhóls.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
 
                                                                            Gunnar Rögnvaldsson, ritari