Fara í efni

Skólanefnd

43. fundur 22. maí 2001 kl. 16:00 - 18:20 Skrifstofa Skagfirðinga

Skólaskrifstofu Skagfirðinga.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.
Þá mættu áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson og Helga Frið­björnsdóttir fulltrúar kennara og Kristján Kristjánsson fulltrúi skólastjóra og Harpa Kristinsdóttir fulltrúi foreldra. Áheyrnarfulltrúi starfsmanna leikskólans Laufey Guð­mundsdóttir 

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Leikskólamál:

  1. Erindi frá íbúasamtökum vegna leikskólans Barnaborgar, Hofsósi
  2. Bréf vegna reksturs á Hofsvöllum
  3. Húsnæðismál gæsluvallarins á Sólgörðum
  4. Biðlisti eftir leikskólaplássi á Sauðárkróki kynning
  5. Önnur mál:
    a)      Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Furukots
    b)      Bréf skólamálastjóra til leikskólastjóra

Grunnskólamál:

  1. Uppsögn frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum
  2. Framtíð Steinsstaðaskóla
  3. Staða kennslufulltrúa við Skólaskrifstofuna
  4. Bréf frá kennaranemum í fjarnámi
  5. Niðurstaða fundar með félagsþjónustunni um meðferð mála
  6. Bréf vegna vorskýrslu skólastjóra grunnskólanna
  7. Önnur mál:
    a)      Bréf skólamálastjóra vegna talkennslu
    b)      Staðfesting skólanefndar á að fatlaðir einstaklingar verði vistaðir í sérdeild Árskóla.
    c)      Erindisbréf kennara og skólastjóra.

AFGREIÐSLUR:

  1. Lagt fram bréf frá íbúasamtökum “út að austan” þar sem farið er fram á að ákvörðun um lokun Barnaborgar verði endurskoðuð. Einnig fylgdi með bréfinu listi yfir börn sem hugsa sér að nýta leikskólann að öllu óbreyttu. Þar sem forsendur hafa breyst varðandi barnafjölda þykir skólanefnd eðlilegt að rekstri leikskólans verði haldið áfram frá og með ágústlokum.
  2. Lagt fram erindi frá þeim aðilum sem séð hafa um rekstur dagvistarinnar að Hofsvöllum. Farið er fram á styrk til rekstrarins eins og verið hefur.
    Skólanefnd samþykkir framlag til rekstrar á sömu nótum og verið hefur.
  3. Rætt um húsnæðismál gæsluvallarins að Sólgörðum.  Ljóst er að börnum mun fjölga á gæsluvellinum í sumar og bæta þarf við starfsmanni tímabundið. Skólanefnd samþykkir að halda sig við það sem áður var samþykkt, þ.e. að leikskólinn verði í suðurenda Sólgarðaskóla.
  4. Skólamálastjóri kynnti biðlista eftir leikskólaplássi við leikskólana á Sauðár­króki. Ljóst er að eftir inntöku eftir sumarfrí verða allmörg börn enn á biðlista.
  5. Önnur mál:
    a)      Bréf frá foreldrafélagi leikskólans Furukots, þar sem óskað er eftir svari skólanefnar um það hvaða úrbætur verði gerðar á aðstöðu barna og starfsfólks á leikskólanum. Skólamálastjóra falið að svara bréfinu.
    b)      Kynnt bréf skólamálastjóra til leikskólastjóra í Skagafirði þar sem skólanefnd fer fram á að þeir skili árskýrslu í sumar yfir starfsemi síns skóla síðast liðið starfsár.

    Hér vék áheyrnarfulltrúi leikskólans af fundi.
                                                   Laufey Guðmundsdóttir
  6. Lagt fram uppsagnarbréf frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum. Starfið hefur verið auglýst og rennur umsóknarfrestur út föstudaginn 25. maí.
  7. Lögð fram tillaga um framtíð Steinsstaðaskóla.
    Skólanefnd leggur til að ekki verði hreyft við skipulagi Steinsstaðaskóla á þessu og næsta ári, en árið 2003 verði skólinn aflagður og nemendur stundi eftir það nám við Varmahlíðarskóla.
    Jafnframt leggur skólanefnd til að sveitarstjórn feli Hring hf. í samvinnu við Atvinnu- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins að finna húsnæði skólans nýtt hlutverk, með atvinnustarfsemi í huga. Tillagan samþykkt. Stefanía Hjördís dóttir vill láta bóka að hún sitji hjá við afgreiðslu þessarar tillögu.
  8. Staða kennslufulltrúa. Tillaga um samkomulag skólastjóra Árskóla og Varma-hlíðarskóla annarsvegar og skólamálastjóra hinsvegar um flutning á fjármagni frá Skólaskrifstofu til skólanna vegna kennsluráðgjafar. Skólanefnd samþykkir tillöguna til eins árs í senn, en þá verði það metið í ljósi reynslunnar.
  9. Bréf frá kennaranemum í fjarnámi. Lögð var fram tillaga vegna þessa erindis. Skólanefnd samþykkir tillöguna.
  10. Formaður kynnti niðurstöður fundar með félagsþjónustunni um meðferð mála. Félagsmálastjóra og skólamálastjóra falið að vinna upp starfsreglur.
  11. Kynnt bréf skólamálastjóra til skólastjóra varðandi vorskýrslu
  12. Önnur mál
    a)      Lagt fram bréf skólamálastjóra vegna talkennslu. Farið er fram á heimild til að segja upp samningi við Talþjálfun Reykjavíkur og heimild til að ráða heimamann í staðinn. Ekki er gert ráð fyrir kostnaðaraukningu.
    b)      Rætt um málefni fatlaðra nemenda sem eru að flytja í Varmahlíð. Skólanefnd telur eðlilegt að nemendurnir verði vistaðir í sérdeild Árskóla.
    c)      Lögð fram erindisbréf fyrir kennara og skólastjóra. Skólanefnd samþykkir erindisbréfin fyrir sitt leyti.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.20