Fara í efni

Skólanefnd

39. fundur 21. nóvember 2000 kl. 16:00 - 19:20 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2000, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
        Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Dalla Þórðardóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.
Þá mættu áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson fulltrúi kennara, Óskar G. Björnsson og  Kristján Kristjánsson fulltrúar skólastjóra.
Áheyrnarfulltrúi leikskólans, Una Sigurðardóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna. Þá sat leikskólafulltrúi sveitarfélagsins einig fundin meðan rætt var um leikskólamál. Skólastjóri Tónlistarskólans Sveinn Sigurbjörnsson sat fundinn undir lið Tónlistarskólans.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Tónlistarskólamál:

  1. Erindi frá kennurum Tónlistarskólans
  2. Staða fjárhagsáætlunar
  3. Önnur mál

Leikskólamál:

  1. Sumarlokanir leikskólanna
  2. Gjaldtaka v/talkennslu
  3. Uppsögn leikskólastjóra
  4. Framtíðarrekstur Barnaborgar
  5. Stækkun Furukots
  6. Staða fjárhagsáætlana
  7. Önnur mál

Grunnskólamál:

  1. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum
  2. Staða fjárhagsáætlana
  3. Staða byggingarmála í Árskóla
  4. Önnur mál
  5. Vettvangsheimsókn Árskóla

AFGREIÐSLUR:

  1. Lagt fram bréf frá kennurum Tónlistarskólans þar      sem þeir benda á mikilvægi       tónlistar og tónlistariðkunar. Þeir leggja áherslu á að allir emendur skólans geti notið svipaðrar þjónustu sama hvar þeir búa í sveitarfélaginu. Það hafi verið eitt af markmiðum skólans að öllum ætti að standa til boða öflugt og fjölbreytt nám. Einnig lögðu kennarar fram yfirlit yfir skólakostnað tónlistarnáms í nokkrum sambærilegum veitarfélögum. Skólamálastjóra falið að svara erindinu.
  2. Skólamálastjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur Tónlistarskólans eftir 10 mánuði af 12. Þar kemur fram að rekstur skólans er kominn í 90% af fjárhagsáætlun. 
  3. Önnur mál: Rætt um húsnæðismál skólans á Sauðárkróki.
    Hér vék skólastjóri Tónlistarskólans af fundi, Sveinn Sigurbjörnsson
  4. Leikskólafulltrúi lagði fram tillögur leikskólastjóra um sumarlokanir leikskólanna. Þar er lagt til að Glaðheimum og Furukoti verði lokað í fjórar vikur í sumar, Barnaborg í þrjá mánuði, Brúsabæ í allavega tvo mánuði og Birkilundi í fimm vikur. Skólanefnd frestar afgreiðslu til næsta fundar.
  5. Skólamálastjóri kynnti fyrir skólanefnd þá upphæð sem foreldrar greiða vegna talkennslu. Lagt er til að gjaldtöku af foreldrum vegna þessa málaflokks verði hætt. Skólanefnd frestar afgreiðslu málsins til næsta fundar.
  6. Leikskólastjóri Barnaborgar hefur sagt upp störfum frá og með áramótum, en samkvæmt upplýsingum leikskólafulltrúa hefur hún fallist á að gegna störfum til vors.
  7. Framtíðarrekstur Barnaborgar á Hofsósi. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðunni eins og hún er í dag og framtíðarhorfum leikskólareksturs.
  8. Stækkun Furukots. Leikskólafulltrúi gerði grein fyrir fjölda barna á biðlista eftir leikskólaplássi. Þá gerði hún einnig grein fyrir þeim óskum foreldra að breyta eftirhádegisvistunum í vistanir fyrir hádegi. Ljóst er að þessi þróun mun enn aukast við einsetningu grunnskólans næsta ár. Ef mæta á þessari þörf miðað við núverandi inntökuskilyrði dugar ekki að bæta einni deild við leikskólann Furukot.
  9. Skólamálastjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur leikskólanna fyrstu 10 mánuði fjárhagsársins. Miðað við endurskoðaða fjárhagsáætlun ársins er rekstur leikskólanna á eðlilegu róli.
  10. Önnur mál:
    a)      Lagt fram bréf frá leikskólastjórum þar sem þeir fara fram á að 2. janúar verði námskeiðsdagur leikskólanna. Skipulagsdagar leikskólanna hafa verið miðaðir við starfsdaga grunnskólanna en þar sem starfsdagar þeirra eru ekki samræmdir ná leikskólarnir ekki sameiginlegum starfsdegi. Þessi dagur ætti að valda minnstri röskun á eðlilegu starfi leikskólanna. Skólanefnd samþykkir erindið.
    Hér viku áheyrnarfulltrúar leikskólans af fundi.
                                                                        Una Sigurðardóttir
                                                                        Sigríður Stefánsdóttir
  11. Lagðar fram erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum þar sem hún fer fram á leyfi frá störfum í nokkra daga í kringum jól og áramót. Staðgengill og forfallakennari eru til staðar. Skólanefnd samþykkir erindið.
  12. Skólamálastjóri lagði fram yfirlit yfir rekstur grunnskólanna og skólaskrifstofu fyrstu 10 mánuði fjárhagsársins. Staða einstakra skóla er misjöfn og ljóst að einhverjir þeirra munu fara fram úr áætlun.
  13. Skólastjóri Árskóla gerði grein fyrir stöðu byggingarmála við skólann og greindi frá breytingum sem verða á skólastarfs næsta skólaárs með tilkomu nýju álmunnar.
  14. Önnur mál: Sjá trúnaðarbók.
  15. Farið í vettvangsheimsókn í nýbyggingu Árskóla

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19.20