Fara í efni

Skólanefnd

38. fundur 24. október 2000 kl. 16:00 - 18:20 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2000, þriðjudaginn 24. október kl. 1600, kom Skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
         Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson, Björgvin Guðmundsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Rúnar Vífilsson, skólamálastjóri.
Þá mættu áheyrnarfulltrúar grunnskólans, Sigurður Jónsson, Helga Friðbjörnsdóttir, fulltrúar kennara og Kristján Kristjánsson fulltrúi skólastjóra.

Fundarritari Rúnar Vífilsson.           

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:

  1. Farandsýning – skipulag og sjálfbær þróun
  2. Mötuneytismál í grunnskólum
  3. Erindi vegna skólaaksturs
  4. Hlutfall réttindakennara/leiðbeinenda
  5. Endurgreiðslur jöfnunarsjóðs vegna skólaaksturs í dreifbýli
  6. Formleg afgreiðsla á skólavistun
  7. Ráðstefna um sjálfstæði skóla
  8. Könnun á starfsemi skólaskrifstofa
  9. Námstefna Skólastjórafélags Íslands
  10. Önnur mál 

Almenn mál:

  1. Stefnumótunarvinna skólanefndar
  2. Aðalfundur FSNV – miðstöðvar símenntunar
  3. Fundir og fundartími skólanefndar
  4. Önnur mál 

AFGREIÐSLUR:

  1. Lagt fram til kynningar bréf frá skipulagsfræðingafélagi Íslands þar sem þeir kynna farandsýningu um skipulag og sjálfbæra þróun.
  2. Mötuneytismál við grunnskóla. Í skólum í Skagafirði hefur gilt sú  almenna regla að foreldrar greiða matarkostnað  barna sinna. Að gefnu tilefni vill skólanefnd taka fram að áðurnefnd regla gildir fyrir alla skóla sveitarfélagsins.
  3. Tekið fyrir erindi vegna skólaaksturs nemenda úr Hegranesi. Þar er farið fram á eina aukaferð í viku, á fimmtudögum. Þá eiga yngri börnin allt upp í 6. bekk möguleika á að komast heim upp úr hádeginu. Skólanefnd hafnar erindinu.
  4. Skólamálastjóri lagði fram yfirlit yfir hlutfall réttindakennara/leiðbeinenda við grunnskólana í sveitarfélaginu. Í heild er rúmlega 75% kennslunnar sinnt af réttindakennurum. Við skólana starfa 57 kennarar og 22 leiðbeinendur. 11 einstaklingar í sveitarfélaginu eru í kennarafjarnámi og af þeim eru 9 starfandi við grunnskólana í dag eða tæpur helmingur leiðbeinendanna.
  5. Skólamálastjóri kynnti yfirlit yfir heildarendurgreiðslur Jöfnunarsjóðs vegna skólaaksturs í dreifbýli svo og yfirlit yfir raunkostnað skólaakstursins.
  6. Formleg afgreiðsla á skólavist. Skólanefnd staðfestir að nemandi með lögheimili í Kópavogi fái skólavist í Árskóla skólaárið 2000 – 2001.
    Kópavogskaupstaður hefur samþykkt að greiða skólakostnað vegna skóla-vistunarinnar.
  7. Kynnt var erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sagt var frá ráðstefnu um sjálfstæði skóla sem halda á 18. nóvember n.k. Skólanefnd samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
  8. Lagt var fram bréf frá Ólafi Sigurðsyni bæjarstjóra á Seyðisfirði fyrir hönd starfshóps um málefni Skólaskrifstofu Austurlands. Óskað er svara við nokkrum spurningum varðandi rekstur og skipulag skólaskrifstofa. Skólamálastjóra falið að svara bréfinu.
  9. Kynnt var námstefna sem haldin verður á vegum Skólastjórafélags Íslands 3.- 5. nóvember í Reykjanesbæ. Yfirskrift ráðstefnunnar er stjórnun skólans í dag – fámennir skólar og breytt stjórnunarmynstur í stærri skólum.
  10. Önnur mál:
    a)      Lagt fram yfirlit yfir fundi skólanefndar fram til áramóta.
    b)      Lagt fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem fjallar um viðmiðunarreglur um rannsóknir og kannanir í grunnskólum. Skólamálastjóra falið að senda erindið til skólastjóra.
    c)      Lagt fram erindi frá foreldra og kennarafélagi Steinsstaðaskóla þar sem óskað er eftir skýringum á fréttaflutningi í fjölmiðlum um að leggja eigi Steinsstaðaskóla niður að þremur árum liðnum. Samkvæmt þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir samráði við foreldra og kennara áður en ákvörðun er tekin.
    Hér viku áheyrnarfulltrúar grunnskólans af fundi.
                                                         Kristján Kristjánsso
                                                         Helga Friðbjörnsdóttir
                                                         Sigurður Jónsson
  11. Lagðar fram fyrstu hugmyndir vinnuhóps sem vinnur að stefnumótun f.h.  skólanefndar. Hópurinn leggur til að sömu átta markmiðin verði lögð til grundvallar fyrir alla skóla sveitarfélagsins. Skólanefnd tekur hugmyndir vinnuhópsins fyrir á næsta vinnufundi. Skólamálastjóri sendir fulltrúum frekari gögn fyrir fundinn.
  12. Lagt fram fundarboð á aðalfund FSNV – miðstöðvar símenntunar fyrir starfsárið 1999 – 2000. Fundinum er frestað til 1. nóvember kl. 14.00.
  13. Fundartími skólanefndar. Skólanefnd samþykkir að halda sama fundartíma í nánustu framtíð.
  14. Önnur mál:
    a)      Lagðar fram upplýsingar um gjaldskrár í nokkrum sveitarfélögum sem fræðslufulltrúi Húsavíkurkaupstaðar hefur tekið saman.
    b)      Lagt fram uppsagnarbréf frá leikskólastjóra Barnaborgar á Hofsósi.
    c)      Skólamálastjóri greindi frá því að skólastjórnendur skólanna “út að austan” væru að vinna tillögur um framtíðarskipan skólanna. Tillögurnar verða kynntar skólanefnd og foreldrum þegar þær liggja fyrir.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18.20