Fara í efni

Skólanefnd

32. fundur 14. mars 2000 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 2000, þriðjudaginn 14. mars kl. 1600 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson, Stefanía H. Leifsdóttir, Björgvin Guðmundsson og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri, Dalla Þórðardóttir fulltrúi Akrahrepps. Þá sat einnig fundinn áheyrnarfulltrúi skólastjóra Björn Björnsson, þá komu inn á fundinn fulltrúar frá Stýrihópi forvarnarverkefnis sveitarfélagsins og SÁÁ Árdís Antonsdóttir og Jóhann M. Jóhannsson. Fundarritari Rúnar Vífilsson.

DAGSKRÁ:

Grunnskólamál:
a)    Vímuvarnastefna sveitarfélagsins - kynning.
b)    Skólaakstur.
c)    Önnur mál.
Skólanefnd:
d)   Kynnisferð Reykjanesbær - Árborg.
e)    Fundur með foreldrum barna í Steinsstaðaskóla 15. mars.
f)     Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
a)    Fulltrúar Stýrihópsins kynntu þau verkefni sem í gangi eru á vegum sveitarfélagsins í vímuvörnum. Erindið er að óska eftir einnar viku þema á haustmisseri á starfstíma skóla. Skólanefnd fagnar þessu verkefni. Mælist Stýrihópur til þess að skólarnir taki vel í þessa beiðni. Skólanefnd felur skólamálastjóra að koma á fundi.
                                                                         Stefanía H. Leifsdóttir
                                                                         Árdís Antonsdóttir
                                                                         Jóhann M. Jóhannsson
b)    Skólaakstur - á næsta fundi skólanefndar verður útboðslýsing kynnt.
c)    Kynnt dagskrá ráðstefnu um fjarmenntun sem haldin var í Reykjavík 3. og 4. mars sl. Niðurstöður kynntar síðar.
Erindi frá Félagsþjónustu Skagafjarðar. Skólanefnd samþykkir erindið. Bókað í trúnaðarbók.
                                                                  Björn Björnsson
d)   Kynnisferð - Reykjanesbær - Árborg. Reynt að koma henni á 13. - 14. apríl.
e)   Fundur að Steinsstöðum með foreldrum barna úr skólanum.
f)    Kynnt staða á biðlistum leikskóla.

Fleira ekki gert, fundi slitið.