Fara í efni

Skólanefnd

23. fundur 22. júní 1999 kl. 15:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1999, þriðjudaginn 22. júní kl. 1500 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru: Herdís Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson, Ingimar Ingimarsson og skólamálastjóri, Rúnar  Vífilsson. Einnig mættu áheyrnarfulltrúarnir: Rögnvaldur Ólafsson frá Akrahreppi, Óskar G. Björnsson fulltrúi skólastjóra, Sonja Sigurðardóttir frá leikskólunum, Sigríður Stefánsdóttir leikskólafulltrúi.  Fundarritari Kristín Bjarnadóttir.

Gengið var til útsendrar dagskrár sem var í 8. liðum.

DAGSKRÁ:

  1. Upplýsingar um launamál í leikskólum.
  2. Tillögur um lausn launamála í leikskólum.
  3. Ráðning skólastjóra Tónlistarskólans.
  4. Skólaakstur.
  5. Skóladagheimili við Árskóla.
  6. Erindi frá Ungmennafélaginu Hjalta.
  7. Ráðning skólastjóra við Hofsós-, Hóla- og Sólgarðaskóla.
  8. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Kynntar voru upplýsingar um kjaramál leikólakennaranema frá nokkrum stöðum á landinu.
  2. Samþykkt að leikskólakennaranemar haldi óskertum launum svo fremi sem þeir þiggji ekki námslaun meðan á fjarnámi stendur. Ferðakostnaður verði áfram greiddur úr Starfsmenntunarsjóði.
    Samþykkt að leikskólastjórar geti nýtt svigrúm innan gildandi fjárhagsáætlunar til að bregðast við vandamálum við ráðningu starfsfólks.
    Starfsfólki Skólaskrifstofu falið að kanna möguleika á að fjarnám geti farið alfarið fram á Sauðárkróki og þá í gegnum Byggðabrúna.
    Skólanefnd óskar eftir því að tæknideild kanni hvaða breytingar þurfi að gera á húsnæði Sólgarðaskóla til að hægt verði að starfrækja leikskóla þar frá og með haustinu.
    Viku nú áheyrnarfulltrúar leikskóla af fundi
                                                                        Sonja Sigurðardóttir
                                                                        Sigríður Stefánsdóttir
  3. Umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans voru fimm:
    Hilmar Sverrisson, Drekahlíð 2, Sauðárkróki – tónlistarkennari.
    Jóhann Þór Baldursson, Brekkuhvammi 8, Búðardal – æskulýðsfulltrúi Dalasýslu, yfirkennari Tónlistarskólans.
    Mínerva M. Haraldsdóttir, Vallnaholti 4, Eiðum – Fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Eiða, nú deildarstjóri Eiðadeildar sameinaðs Tónlistarskóla.
    Sveinn Sigurbjörnsson, Fögrusíðu 1B, Akureyri – deildarstjóri blásaradeildar.
    Þórólfur Stefánsson, Vegagatan 14, Jönköping – yfirkennari gítardeildar.
    Samþykkt að fresta málinu og halda aukafund n.k. þriðjudag kl. 900.
  4. Eyjólfur Þórarinsson frá Verkfræðistofunni Stoð mætti á fundinn og kynnti uppkast af yfirlitsteikningu fyrir skólaakstur á bæi í sveitarfélaginu.  Skólanefnd leggur til að gildandi samningar um skólaakstur verði framlengdir um eitt ár með eðlilegum breytingum vegna breyttrar búsetu.  Áfram verði unnið að undirbúningi útboðs í samráði við Akrahrepp og stefnt að því að bjóða allan skólaaksturinn út frá og með skólaárinu 2000-2001.
    Helgi óskar bókað að hann taki ekki afstöðu til málsins.
  5. Óskar Björnsson skólastjóri kynnti hugmyndir að skóladagheimili á Sauðárkróki. Skólanefnd leggur til að starfrækt verði skóladagheimili á Sauðárkróki skólaárin 1999-2001.  Skóladagheimilið er ætlað börnum utan Sauðárkróks og nemendum 1.-2. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki.  Á móti verði einungis 1 ferð á dag í Hegranes. Gert er ráð fyrir tveimur gjaldflokkum, annars vegar fyrir börn í skólaakstri og hins vegar fyrir börn á Sauðárkróki.
  6. Málinu frestað.
  7. Tveir umsækjendur voru um stöðu skólastjóra við Hofsós- Hóla-  og Sólgarða:  Björn Björnsson, Öldustíg 4 Sauðárkróki, skólastjóri við Grunnskólann á Hofsósi og Guðrún Helgadóttir, Prestsæti 4 Hólum í Hjaltadal, skólastjóri Mynd- og handíðaskólans. 
    2 fulltrúar í skólanefnd greiddu Birni atkvæði sitt og 3 Guðrúnu.

Bókun:

Undirritaðir fulltrúar í Skólanefnd Skagafjarðar leggja til að Guðrún Helgadóttir verði ráðin skólastjóri Grunnskólanna á Hofsósi, Hólum og Sólgörðum, með aðsetur á Hofsósi.  Það er mat undirritaðra að af tveimur ágætum umsækjendum þá sé Guðrún hæfari til að takast á við það vandasama verkefni að skapa þá faglegu og samræmdu heild sem nauðsynlegt er að nemendur búi við svo og að örva metnað og kraft í skólastarfi.  Mat þetta er byggt á þeirri menntun og starfsreynslu sem viðkomandi umsækjendur hafa.
                                                                        Herdís Á. Sæmundard.
                                                                        Ingimar Ingimarsson.
                                                                        Stefanía Hjördís Leifsdóttir

Bókun: 

Við fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mælum með Birni Björnssyni í starf skólastjóra í sameinuðum grunnskóla í austanverðum Skagafirði.  Lög nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara og skólastjórnenda gefa til kynna að Björn Björnsson eigi rétt á starfinu.  Björn á að baki 26 ára farsælan skólastjóraferil í Skagafirði og metum við þá reynslu mikils.
                                                                           Helgi Sigurðsson.
                                                                           Páll Kolbeinsson

8. Önnur mál.  Engin.

Fleira ekki gert, fundi slitið.