Fara í efni

Skólanefnd

21. fundur 11. maí 1999 kl. 17:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1999, þriðjudaginn 11. maí kl. 1700 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.

Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Páll Kolbeinsson, Helgi Sigurðsson, Eva Sigurðardóttir og Rúnar Vífilsson skólamálastjóri.  Einnig áheyrnarfulltrúarnir Óskar G. Björnsson og Bryndís Þráinsdóttir.  Fundarritari Rúnar Vífilsson.

Gengið var til dagskrár sem var í tveimur liðum.

DAGSKRÁ:

  1. Stækkun Grunnskólans á Sauðárkróki.
  2. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Skólastjóri Grunnskólans gerði grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á teikningum af skólanum frá því þær voru síðast kynntar í skólanefnd. 
    Skólanefnd samþykkir teikningar að 1. áfanga viðbyggingar við gagnfræðaskólahús Grunnskólans á Sauðárkróki, þ.e. B-álmu og svokallaðs kubbs.  Jafnframt leggur skólanefnd til að hönnunarvinnu verði haldið áfram með það fyrir augum að grunnskólinn verði allur undir sama þaki.
  2. Önnur mál. 
    a)  Heilsdagsskóli – Skólastjóri gerði grein fyrir þörfinni sem er fyrir skóladagvist.  Ekki eingöngu fyrir nemendur sem eru í skólaakstri (úr fyrrum Rípurhreppi og Skefilsstaðahreppi) heldur einnig fyrir börn á Sauðárkróki.  Skólastjóra og skólamálastjóra falið að leita að hentugu húsnæði.
    b)  Skólanefnd vekur athygli á síðustu málsgrein í kaflanum um skólanámsskrá í almennum hluta aðalnámsskrár Grunnskóla, þar sem segir að skólum beri að leggja skólanámskrá fyrir skólanefnd og foreldraráð til umsagnar við upphaf skóla.

Fleira ekki gert, fundi slitið.