Fara í efni

Skólanefnd

19. fundur 02. mars 1999 kl. 16:00 Í fundarsal sveitarstjórnar

Árið 1999, þriðjudaginn 2. mars kl. 16.00 kom skólanefnd saman í fundarsal sveitarstjórnar.
   Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Helgi Sigurðsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Ingimar Ingimarsson og Páll Kolbeinsson.
Þá voru einnig mættir áheyrnarfulltrúar: Sonja Sigurðardóttir, Hallgrímur Gunnarsson, Sigríður Stefánsdóttir leikskólafulltrúi vegna leikskólamála.  Vegna grunnskólamála mættu Óskar Björnsson, Sighvatur Torfason og Fríða Eyjólfsdóttir.

DAGSKRÁ:

                        Leikskólamál.

  1. Ósk um ráðningu stuðningsfulltrúa.
  2. Ósk um sérgjald.
  3. Nemar í fjarnámi – ósk um niðurfellingu – sérgjald.
  4. Beiðni um kaup á húsgögnum á Furukoti.
  5. Sumarlokanir leikskólanna.
  6. Fjárhagsáætlun leikskólanna.

                      Grunnskólamál.

  1. Erindi frá skólastjóra Grunnskólans að Hólum v/nafns á skólann.
  2. Svarbréf frá leikskólastjóra og grunnskólastjóra að Hólum.
  3. Fjárhagsáætlun grunnskólanna.

                     Almenn mál.

  1. Fjárhagsáætlun tónlistarskólanna.
  2. Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofu.
  3. Greiðslur fyrir setu í skólanefnd.
  4. Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

  1. Samþykkt að fela formanni og leikskólafulltrúa að leita úrlausnar.
  2. Erindinu er hafnað.  Skólanefnd samþykkir að láta skoða hvernig þessum málum er háttað annars staðar og setja reglur um sérgjald/afslátt af leikskólagjaldi.  Stefanía Hjördís situr hjá við fyrri lið þessarar afgreiðslu.
  3. Nefndin hafnar erindinu en vísar til bókunar þar sem samþykkt var að setja reglur um sérgjald fyrir leikskólapláss.  Skólanefnd vill láta koma fram að starfsmenntunarnefnd hefur samþykkt að styrkja viðkomandi umsækjendur.
  4. Skólanefnd leggur til að beiðnin verði tekin inn á fjárhagsáætlun leikskólans Furukots.
  5. Skólanefnd samþykkir framlagðar tillögur varðandi lokanir leikskóla í Skagafirði.
  6. Rætt um fjárhagsáætlun.  Eftirfarandi tillaga barst frá Stefaníu H. Leifsdóttur. 
    “Ég undirrituð geri það að tillögu minni að farið verði af stað með rekstur gæsluvallar í húsnæði Sólgarðaskóla næstkomandi sumar og fjármagn til þess sett á fjárhagsáætun sveitarfélagsins fyrir árið 1999. Víðast hvar annars staðar í Skagafirði eiga íbúar kost á leikskólavistun fyrir börn sín en íbúar í Fljótum eiga ekki kost á neins konar gæslu fyrir börn á leikskólaaldri. Óþarft ætti að vera að tíunda hvaða kosti slíkir möguleikar hafa með tilliti til búsetuvals fólks, möguleika til atvinnu utan heimilis og félagsþroska”. 
    Nefndin samþykkir að vísa tillögunni til gerðar fjárhagsáætlunar.
                                                                   Hallgrímur Gunnarsson
                                                                   Sonja Sigurðardóttir
                                                                   Sigríður Stefánsdóttir
  7. Nefndin samþykkir tillögu skólastjóra Grunnskólans að Hólum varðandi nafn á skólahúsið og áætlun um samstarf leikskólans og grunnskólans.
  8. Lagt fram til kynningar bréf frá leikskólastjóra og grunnskólastjóra að Hólum.
  9. Fjárhagsáætlun grunnskólanna í Skagafirði lögð fram.  Samþykkt samhljóða.
  10. Fjárhagsáætlun tónlistarskólanna í Skagafirði lögð fram.  Samþykkt samhljóða.
  11. Fjárhagsáætlun Skólaskrifstofunnar lögð fram.  Samþykkt samhljóða.
  12. Rætt um greiðslu fyrir setu í skólanefnd.  Nefndin samþykkir að fela sveitarstjóra og skólamálastjóra að ganga frá málinu.
  13. Önnur mál.
     a)    Samstarfssamningur milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps varðandi rekstur Varmahlíðarskóla kynntur af formanni.
     b)   Borist hefur erindi frá Rögnvaldi Ólafssyni, Akrahreppi.  Skólamálastjóra falið að svara bréfinu.
     c)    Borist hefur bréf frá kennurum Grunnskólans á Sauðárkróki.  Óskað er eftir fjárstuðningi vegna náms- og kynnisferðar til Skotlands.  Skólanefndin leggur til að fjármagn til endurmenntunar verði aukið um kr. 150.000.- á fjárhagsáætlun.
     d)   Borist hefur bréf frá nemendum 10. bekkjar Grunnskólans á Sauðárkróki.  Óskað er eftir styrk að upphæð kr. 150.000.-  vegna ferðalags nemenda til vinabæjarins Köge.  Skólanefnd vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar.
     e)    Skólastjóri GSS leggur til að skipuð verði nefnd sem auglýsi eftir tillögum um nafn og merki fyrir skólann.  Nefndin mun síðan velja úr innsendum tillögum.  Skólanefnd samþykkir tillöguna.

Fleira ekki gert og fundi slitið.