Fara í efni

Skólanefnd

16. fundur 22. desember 1998 kl. 16:00 - 17:30 Í fundarsal sveitarstjórnar

Ár 1998, þriðjudaginn 22. desember kl. 16.00 kom skólanefnd saman til fundar í fundarsal sveitarstjórnar.
Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundard., Kristjana Jónsdóttir, Ingimar Ingimarsson, Helgi Sigurðsson og Stefanía Hjördís Leifsdóttir.
Áheyrnarfulltrúarnir Sonja Sigurðardóttir og Hallgrímur Gunnarsson.
Leikskólafulltrúi Sigríður Stefánsdóttir og Rúnar Vífilsson skólafulltrúi.
Fundarritari Rúnar Vífilsson.
Gengið var til dagskrár sem var um leikskólamál.

Dagskrá:

  1. Gjaldskrá leikskóla.
  2. Niðurgreiðsla vegna talkennslu.

Afgreiðslur:

  1. Skólanefnd samþykkti að frá og með 1. febr. 1999 verði klukkutímagjaldið 1868,84 krónur.

                Fyrir 4 tíma vistun verði greitt   7.475 kr.

                Fyrir 5 tíma vistun verði greitt   9.344 kr.

                Fyrir 6 tíma vistun verði greitt 11.213 kr.

                Fyrir 8 tíma vistun verði greitt 14.950 kr.

                Fyrir 9 tíma vistun verði greitt 16.820 kr.

                Fyrir hálfa klukkustund er greitt 934,42 kr.

Fæðisgjöld verði 1000 kr. fyrir morgunhressingu og síðdegishressingu, en 2500 kr. fyrir hádegisverð.
Skólanefnd samþykkti einnig að sérgjald fyrir forgangshópa skuli reiknast á eftirtalinn hátt.
         25% afsláttur á 4 og 4,5 tíma.
         35% afsláttur á 5- 5,5- 6 og 6,5 tíma.
         45% afsláttur á 8- 8,5- 9 og 9,5 tíma.

   2. Lagðar fram tillögur um niðurgreiðslu vegna talkennslu.  Skólanefnd  samþykkti eftirfarandi tillögu. 
Sveitarfélagið greiðir kr. 2850 af greiningu eða 75%. Foreldrar greiða kr. 950 af greiningu eða 25%. Foreldrar greiða kr. 2800 vegna meðferða eða 100%.  Sveitarfélagið greiðir ferðakostnað, ferðatíma talkennara og skýrslugerð.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17.30.