Fara í efni

Skólanefnd

7. fundur 15. september 1998 kl. 16:00 - 17:55 Í fundarsal sveitarstjórnar

7. fundur skólanefndar, haldinn þriðjudaginn 15. september 1998 kl.1600 í fundarsal sveitarstjórnar.  Mættir voru: Herdís Sæmundardóttir, Páll Kolbeinsson, Stefanía Hjördís Leifsdóttir, Helgi Sigurðsson og Rúnar Vífilsson.

Fundarritari: Rúnar Vífilsson.

Gengið var til útsendrar dagskrár:

  1. Minnisblað frá fundi með trúnaðarmönnum kennara um launamál.
  2. Úrskurðir og álitamál. Svör ráðun. við fyrirsp., kærum og ágreiningsmálum.
  3. Umsókn um styttingu starfstíma Sólgarðaskóla.
  4. Bréf og skóladagatal Steinsstaðaskóla.
  5. Til upplýsingar – haustþing KSNV og SNV.
  6. Umsókn um leikskólastarf á Furukoti.
  7. Minnisblað frá fundi leikskólastjóra með skólamálastjóra.
  8. Ýmsar upplýsingar um Tónlistarskóla Skagafjarðar.
  9. Önnur mál.

Afgreiðslur:

  1. Formaður gerði grein fyrir þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað við trúnaðarmenn kennara í Skagafirði. Kennarar fóru með niðurstöður fundarins til sinna samstarsf­manna. Hafa nú sent inn kröfur sínar. Væntanlegur fundur með kennurum í næstu viku.
  2. Úrskurðir og álitamál. Svör ráðuneytisins við fyrirspurnum, kærum og ágrein­ingsmálum kynnt.
  3. Rætt um starfstíma Sólgarðaskóla. Skólamálastjóra falið að ræða við skólastjóra um málið.
  4. Bréf og skóladagatal Steinsstaðaskóla kynnt.
  5. Til upplýsingar – haustþing KSNV og SNV, sem haldið verður í Varmahlíð 2. október, kynnt.
  6. Umsókn um leikskólastjórastarf á Furukoti. Skólanefnd leggur til að Hanna María Ásgrímsdóttir verði ráðin leikskólastjóri við Leikskólann Furukot frá og með næstu mánaðamótum.
  7. Kynnt minnisblað frá fundi leikskólastjóra með skólamálastjóra. Ákveðið að kalla leikskólastjórana á fund skólanefndar 29. september og ræða um gjaldskrármál, húsnæðismál og fleira.
  8. Ýmsar upplýsingar um Tónlistarskóla Skagafjarðar og Tónlistarskóla Sauðárkróks.

Ákveðið að boða tónlistarskólastjórana á fund við fyrsta tækifæri.

   9. Önnur mál: 

a)    Niðurfelling á leikskólagjöldum samkvæmt lista, sjá trúnaðarbók.

b)   Kynnt minnisblað frá fundi formanns og skólamálastjóra með skólastjórum.

c)    Skólanefnd leggur til við sveitarstjórn að sú breyting verði gerð á samþykktum   sveitarfélagsins að daggæsla í heimahúsum og gæsluvellir heyri undir félags­málanefnd en ekki skólanefnd eins og nú er.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 1755.