Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd

427. fundur 02. mars 2022 kl. 15:30 - 16:30 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

Málsnúmer 1812032Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi lagði fram viðbrögð við útsendum umsagnarbeðnum vegna vega í náttúru Íslands og efnistökusvæða í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra tillögu m.t.t. ábendinga sem nefndin var einhuga um. Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat áætlana. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að senda tillögu að aðalskipulagi sveitarfélagsins 2020-2035 með framangreindum uppfærslum til samþykktar sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Fundi slitið - kl. 16:30.